Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 34
3. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bílar
Á bílasýningunni í Genf kynnti Ford nýjan og endurhannaðan Fiesta,
sem nú er fullyrt að verði söluhæsti bíllinn á breskum markaði á
næsta ári, en Brimborg hefur sölu á nýju Fiestunni í byrjun næsta
árs.
Í Genf dró nýi bíllinn til sín fjölda gesta, enda endurspeglar afger-
andi hönnun hans yfirlýsinguna: „Ég er mættur!“
Talið er að Ford Fiesta komi til með að keppa um hylli bílkaup-
enda við hina lipru og sparneytnu Renault Clio og Opel Corsa.
Framleiðendur bjóða Fiestu með ýmsum vélagerðum sem einstök
markaðs svæði geta valið úr, en þær eru meðal annarra þessar:
1,4 lítra Duratec-bensínvél
1,6 lítra Ti-VCT-bensínvél
1,4 lítra dísilvél
1,6 lítra TDCi-dísilvél
1,6 lítra ECOnetic-dísilvél
Nýja ECOnetic-dísilvélin byggir að grunni til á fyrirliggjandi
dísilvélum Ford sem fengið hafa nýja og sérvalda vélarhluti sem
draga úr eyðslu og mengun án þess að hestöflum fækki. Fyrsti
bíllinn með nýju dísilvélinni verður Ford Focus, en hún sleppir
aðeins um 115 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á
hvern ekinn kílómetra. Nýr Ford Fiesta mun aðeins sleppa um
100 grömmum af CO2 á hvern ekinn kílómetra.
- þlg
Ég er mættur!
Nýr og endurhannaður Ford Fiesta er talinn verða sigurvegari sölutalna í
Bretlandi á næsta ári.
REYNSLUAKSTUR
Volkswagen Tiguan-sportjepp-
inn hefur mikla dráttargetu,
er þægilegur í akstri og leggur
meira að segja sjálfur í stæði.
Sportjeppinn Volkswagen Tiguan
er til í þremur útgáfum; Trend
& Fun, Sport & Style og Track
& Field. Fyrri gerðirnar tvær
eru sportlegar í útliti en Track &
Field, sem hér var reynslu ekið, er
ætlað að sameina þægindi lúxus-
fólksbíls og getu torfærubílsins.
Þetta er gert á kostnað útlit bíls-
ins en Track & Field hefur bratt-
ari framenda en hinar tvær gerð-
irnar til að skapa meiri veghæð.
Þetta gerir bílinn hæfari til að
takast á við ófærur á borð við
snjó og drullu en hann verður
heldur óásjálegri fyrir vikið.
Að þessu sinni var reynsluekið
VW Tiguan Track & Field TDI
með 140 hestafla dísilvél. Bíllinn
er sá dýrasti af þeim sem í boði
eru hér á landi, kostar rúmar
4,6 milljónir, en Tiguan má fá
frá 3,9 milljónum króna. Verðið
skýrist af vélarstærð en einnig
þeim mikla aukahlutapakka sem
fylgir. Meðal nýjunga í bílnum
má telja „park assist“-búnaðinn
sem hjálpar ökumanni að finna
ákjósanlegt stæði fyrir bílinn og
aðstoðar hann síðan við að leggja
bílnum. Ökumaður þarf þá aðeins
að stjórna bensíngjöf og bremsu.
Einnig er fyrir aukagjald mögu-
leiki að fá bakkmyndavél í bílinn,
sem er skemmtileg viðbót og til
mikilla þæginda.
Á fjölaðgerðaskjánum sem
fylgir bílnum birtast ekki aðeins
upplýsingar sem snerta akstur-
inn eins og meðalhraði og elds-
neytisnotkun heldur er þar einnig
hægt að sjá í hvaða átt er ekið,
þökk sé innbyggðum áttavita
sem er í bílnum, auk margra ann-
arra skemmtilegra staðreynda.
Aksturstölvan er reyndar svo há-
þróuð að hægt er að gleyma sér
við hinar ýmsu stillingar í lengri
tíma.
Aksturseiginleikar Tiguan
Track & Field eru mjög góðir.
Sex þrepa sjálfskipting er mjúk
og góð en bæði er hægt að stilla
yfir í sportstillingu auk þess sem
breyta má úr sjálfskiptingu yfir
í beinskiptingu. Krafturinn er
meiri en nægur og nær kraftmikil
dísilvélin að vinna vel úr hestöfl-
unum 140. Þá er varla hægt að
greina að hér sé dísilvél á ferð-
inni enda ekki vottur af traktors-
hljóði í henni og bíllinn almennt
mjög hljóðlátur.
Tiguan er búinn tæknivæddu
sítengdu aldrifi sem flytur afl
vélarinnar til allra veghjóla bíls-
ins í samræmi við þá viðspyrnu
sem hvert þeirra hefur hverju
sinni. Bíllinn er því ágætur í tor-
færum auk þess sem fjöðrun er
fín á malarvegum.
Togið í vélinni er gott, 320 Nm,
og því má bíllinn draga um 2,5
tonn. Má því segja að sportjepp-
inn sé góður kostur fyrir hjól-
hýsa- og fellihýsaeigendur. Auk
þess má fá á bílinn nýjan dráttar-
búnað, dráttartengi á liðamótum
sem með einu handtaki er sett í
notkunarstöðu og síðan fellt inn
undir stuðarann þegar ekki er
verið að nota það.
Þægindin eru í algjöru fyrir-
rúmi í VW Tiguan, hvort sem
um ræðir ökumann eða farþega.
Sætin eru bæði falleg og þægi-
lega hönnuð, fótarými er nægt
og lítil hólf um allan bíl þar sem
geyma má hluti af ýmsum stærð-
um og gerðum. Þá má nefna borð
í baki framsæta sem farþegar í
aftursæti geta notað til að geyma
drykki, lestrarefni eða leikföng.
Þrátt fyrir að vera mun
„ójeppalegri“ í útliti en stóri
bróðir Touareg er rýmið mjög
gott í Tiguan. Vel fer um öku-
mann og farþega en auk þess er
skottið rúmgott, 470 lítrar, og því
einkar hentugt fyrir ferðaglaðar
fjölskyldur. solveig@frettabladid.is
Sportbíll og jeppi
Volkswagen Tiguan-sportjeppinn er búinn ýmsum nýjungum, meðal annars búnaði sem hjálpar ökumanni að finna ákjósanleg
bílastæði og aðstoðar hann við að leggja bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vel fer um ökumann og farþega í Tiguan
Track & Field en auk þess er skottið
rúmgott.
Á fjölaðgerðaskjá sem fylgir bílnum birtast upplýsingar um meðalhraða og
eldsneytis notkun, auk þess sem hægt er að sjá í hvaða átt er ekið.
VOLKSWAGEN TIGUAN
TRACK & FIELD TDI
Hö: 140
Tog: 320 Nm
Skipting: 6 þrepa sjálfskipting
Þyngd 1604/2260 kg
Hröðun 0-100 km/klst: 10,7 sek
Eyðsla bl. akstur: 7,5 l/100 km
Veghæð: 20 cm
Farangursrými: 470/1510 lítrar.
Umboð: Hekla
Verð: 4.650.000 krónur.
Euro NCAP hefur nú endurtekið áreksturspróf á pallbílnum
Nissan Navara eftir úrbót og uppfærslu á hugbúnaði sem stjórnar
loftpúðunum í bílnum.
Eftir breytingarnar nær bíllinn nú þremur stjörnum fyrir
vernd fullorðinna í árekstri en fyrir þær hlaut hann einungis eina
gegnum strikaða stjörnu.
Meginástæða þess hve illa bíllinn kom út úr fyrra prófinu var
hversu seint loftpúðarnir fyrir ökumann og framsætisfarþega
sprungu út í árekstri framan á bílinn. Af þeim sökum veittu púð-
arnir ekki þá vörn sem ætlast er til.
Eftir fyrra árekstursprófið brást Nissan við og breytti umrædd-
um hugbúnaði í framleiðslunni og innkallaði alla Navara-pallbíla
aftur til ársins 2005 til að gera breytingar á hugbúnaðinum. Hér á
Íslandi sendi Ingvar Helgason hf., umboðsfyrirtæki Nissan, öllum
eigendum þessara umræddu bíla ábyrgðarbréf um málið ásamt
því að tæknimenn fyrirtækisins lögðu upp í hringferð um landið til
að breyta bílunum.
Nýir Nissan Navara-bílar eru nú allir með endurbætta hugbún-
aðinum. - ve
Endurbættur Nissan
fær þrjár stjörnur
Nissan Navara nær þremur stjörnum fyrir vernd eftir breytingar.