Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 11
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 11
ÚTIVIST „Hér verður eflaust mikið
um dýrðir. Ég held að það sé
óhætt að segja að aðstaðan á
Reykjaheiði til skíðagöngu sé ein
sú besta á landinu,“ segir
Sigurgeir Stefánsson sem unnið
hefur að skipulagningu Buch-
göngunnar svokölluðu sem er
liður í Íslandsgöngu Skíðasam-
bands Íslands. Hún fer fram í dag
og hefst klukkan tvö.
Gangan fer fram á Reykjaheiði,
ofan við Meyjarskarð í nágrenni
Húsavíkur. Gengið verður um
Höskuldsvatnssand og í nágrenni
Reyðarárhnjúks að vestanverðu.
Keppt verður í tuttugu, tíu,
fimm og eins kílómetra göngu.
. - mh
Gengið á skíðum í dag:
Buch-gangan
fer fram í dag
GENGIÐ Á SVÆÐINU Aðstaða til skíða-
göngu í nágrenni Húsavíkur er afar góð.
Heimamaðurinn Sigurður Helgi Ólafs-
son sést hér á göngu í blíðskaparveðri
um páskana. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐBERGUR
ALÞINGI Ármann Kr. Ólafsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill
að innkaupastefna ríkisins verði
endurskoðuð
með það að
markmiði að
koma í veg
fyrir óhöpp eða
slys við
framkvæmdir á
vegum hins
opinbera.
Ármann lagði
fram þings-
ályktunartillögu þess efnis í
vetur.
Í greinargerð segir að fjölda-
mörg slys hafi orðið í tengslum
við framkvæmdir sem rekja megi
til þess að ekki hafi nægilega vel
verið hugað að öryggismálum.
Öryggi vegfarenda á Reykja-
nesbraut hafa verið til umræðu
eftir tíð slys þar síðustu daga og
vikur. Tillaga Ármanns er til
meðferðar efnahags- og skatta-
nefndar. - bþs
Ármann Kr. Ólafsson:
Vill auka öryggi
á vinnustöðum
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
UMHVERFISMÁL Enn er bið á því að
skýrsla um áhættumat þriggja
virkjana í Þjórsá komi út.
Niðurstöður liggja þó fyrir og
hafa verið kynntar heimamönn-
um. Fundur verður haldinn með
íbúum austan ár í næstu viku.
Einhverjir hafa gagnrýnt að
niðurstöður séu kynntar áður en
skýrslan kemur út.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að það hafi verið gert vegna óska
Flóamanna, sem vildu nýta sér
matið í skipulagsvinnu. Niður-
stöðurnar sé hægt að kynna sér á
heimasíðu Landsvirkjunar. Von er
á skýrslunni á næstu vikum. - kóp
Bið á skýrslu um áhættumat:
Þjórsárvirkjanir
kynntar íbúum
Fíkniefni fundust við húsleit
Húsleit var gerð í Reykjanesbæ í fyrri-
nótt og fannst þar lítilræði af fíkni-
efnum, meðal annars kannabisefni,
amfetamín og ein e-tafla. Húsráðandi,
sem er á þrítugsaldri var handtekinn
en sleppt að lokinni skýrslutöku.
Málið telst upplýst.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, segir að 21. öldin sé
endurreisnarskeið smáríkja í efna-
hagslegu tilliti. Þær grundvallar-
breytingar sem orðið hafi á alþjóð-
legum mörkuðum henti smáríkjum
vel. Þetta sagði forsetinn í ræðu í
gær, á ráðstefnu um stöðu smáríkja
gagnvart Evrópusambandinu, sem
haldin var í Andorra.
Á ráðstefnunni var rætt um stöðu
evrópskra smáríkja, einkum Liecht-
enstein og Andorra, og voru ráða-
menn þeirra ríkja viðstaddir, sem
og fjöldi sérfræðinga, fjármála-
manna og forystumanna í þjóðmál-
um.
Ólafur Ragnar sagði að smáríki
hefðu meiri sveigjanleika en stærri
ríki. Auðveldara væri að sjá hvern-
ig hægt væri að tengja mismunandi
þætti þjóðlífsins saman og finna
lausnir á erfiðum verkefnum.
Þá nefndi forsetinn sérstaklega
stöðu Íslands, sem nyti þess besta
úr báðum heimum. Vegna EES-
samningsins hefðu Íslendingar
aðgang að innri markaði Evrópu-
sambandsins. Á sama tíma þýddi
veran utan Evrópusambandsins að
við gætum gert tvíhliða samninga
við ýmis ríki. Nefndi hann Kína
sérstaklega.
Forsetinn verður í dag viðstadd-
ur vígslu nýs óperuhúss í Ósló
ásamt forsetafrúnni. Á mánudag
hefst opinber heimsókn forsetans
til Skagafjarðar. - kóp
Forseti Íslands talaði á ráðstefnu í Andorra:
Smáríki að ganga inn í efna-
hagslegt endurreisnarskeið
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Telur
sveigjanleika smáríkja gefa þeim forskot
í alþjóðavæddu viðskiptaumhverfi.