Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 11

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 11
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 11 ÚTIVIST „Hér verður eflaust mikið um dýrðir. Ég held að það sé óhætt að segja að aðstaðan á Reykjaheiði til skíðagöngu sé ein sú besta á landinu,“ segir Sigurgeir Stefánsson sem unnið hefur að skipulagningu Buch- göngunnar svokölluðu sem er liður í Íslandsgöngu Skíðasam- bands Íslands. Hún fer fram í dag og hefst klukkan tvö. Gangan fer fram á Reykjaheiði, ofan við Meyjarskarð í nágrenni Húsavíkur. Gengið verður um Höskuldsvatnssand og í nágrenni Reyðarárhnjúks að vestanverðu. Keppt verður í tuttugu, tíu, fimm og eins kílómetra göngu. . - mh Gengið á skíðum í dag: Buch-gangan fer fram í dag GENGIÐ Á SVÆÐINU Aðstaða til skíða- göngu í nágrenni Húsavíkur er afar góð. Heimamaðurinn Sigurður Helgi Ólafs- son sést hér á göngu í blíðskaparveðri um páskana. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐBERGUR ALÞINGI Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að innkaupastefna ríkisins verði endurskoðuð með það að markmiði að koma í veg fyrir óhöpp eða slys við framkvæmdir á vegum hins opinbera. Ármann lagði fram þings- ályktunartillögu þess efnis í vetur. Í greinargerð segir að fjölda- mörg slys hafi orðið í tengslum við framkvæmdir sem rekja megi til þess að ekki hafi nægilega vel verið hugað að öryggismálum. Öryggi vegfarenda á Reykja- nesbraut hafa verið til umræðu eftir tíð slys þar síðustu daga og vikur. Tillaga Ármanns er til meðferðar efnahags- og skatta- nefndar. - bþs Ármann Kr. Ólafsson: Vill auka öryggi á vinnustöðum ÁRMANN KR. ÓLAFSSON UMHVERFISMÁL Enn er bið á því að skýrsla um áhættumat þriggja virkjana í Þjórsá komi út. Niðurstöður liggja þó fyrir og hafa verið kynntar heimamönn- um. Fundur verður haldinn með íbúum austan ár í næstu viku. Einhverjir hafa gagnrýnt að niðurstöður séu kynntar áður en skýrslan kemur út. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að það hafi verið gert vegna óska Flóamanna, sem vildu nýta sér matið í skipulagsvinnu. Niður- stöðurnar sé hægt að kynna sér á heimasíðu Landsvirkjunar. Von er á skýrslunni á næstu vikum. - kóp Bið á skýrslu um áhættumat: Þjórsárvirkjanir kynntar íbúum Fíkniefni fundust við húsleit Húsleit var gerð í Reykjanesbæ í fyrri- nótt og fannst þar lítilræði af fíkni- efnum, meðal annars kannabisefni, amfetamín og ein e-tafla. Húsráðandi, sem er á þrítugsaldri var handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Málið telst upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að 21. öldin sé endurreisnarskeið smáríkja í efna- hagslegu tilliti. Þær grundvallar- breytingar sem orðið hafi á alþjóð- legum mörkuðum henti smáríkjum vel. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, á ráðstefnu um stöðu smáríkja gagnvart Evrópusambandinu, sem haldin var í Andorra. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu evrópskra smáríkja, einkum Liecht- enstein og Andorra, og voru ráða- menn þeirra ríkja viðstaddir, sem og fjöldi sérfræðinga, fjármála- manna og forystumanna í þjóðmál- um. Ólafur Ragnar sagði að smáríki hefðu meiri sveigjanleika en stærri ríki. Auðveldara væri að sjá hvern- ig hægt væri að tengja mismunandi þætti þjóðlífsins saman og finna lausnir á erfiðum verkefnum. Þá nefndi forsetinn sérstaklega stöðu Íslands, sem nyti þess besta úr báðum heimum. Vegna EES- samningsins hefðu Íslendingar aðgang að innri markaði Evrópu- sambandsins. Á sama tíma þýddi veran utan Evrópusambandsins að við gætum gert tvíhliða samninga við ýmis ríki. Nefndi hann Kína sérstaklega. Forsetinn verður í dag viðstadd- ur vígslu nýs óperuhúss í Ósló ásamt forsetafrúnni. Á mánudag hefst opinber heimsókn forsetans til Skagafjarðar. - kóp Forseti Íslands talaði á ráðstefnu í Andorra: Smáríki að ganga inn í efna- hagslegt endurreisnarskeið ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Telur sveigjanleika smáríkja gefa þeim forskot í alþjóðavæddu viðskiptaumhverfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.