Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 102
66 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. langar 6. eftir hádegi 8. mánuður 9. lítið býli 11. tveir eins 12. klór 14. smápeningar 16. pípa 17. iðka 18. kvabb 20. persónufornafn 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. þilfar 3. 999 4. peningar 5. tala 7. holdlaus 10. þvottur 13. útsæði 15. réttur 16. egna 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. vilt, 6. eh, 8. maí, 9. kot, 11. uu, 12. krafs, 14. aurar, 16. æð, 17. æfa, 18. suð, 20. ég, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. dekk, 3. im, 4. lausafé, 5. tíu, 7. horaður, 10. tau, 13. fræ, 15. ragú, 16. æsa, 19. ðð. „Ég ætla að grafa þennan jakka upp og hann fær að fljóta með í ferðatöskunni sem lukkugripur,“ segir Grétar Örvarsson, aðspurð- ur hvort að blómajakkinn góði sem hann klæddist í Eurovision- forkeppni Ríkissjónvarpsins fari ekki með til Belgrad. Grétar dust- ar sem kunnugt er rykið af Eur- ovision-skónum eftir sextán ára hlé og syngur bakraddir hjá þeim Friðriki Ómari og Regínu Ósk á stóra sviðinu í Serbíu. Síðast var Grétar í eldlínunni þegar lagið Nei eða já náði 7. sætinu í Malmö árið 1992 en besta árangrinum náði hann hins vegar tveimur árum áður þegar Stjórnin söng sig í fjórða sætið í Zagreb, þá höfuðborg gömlu Júgóslavíu. Grétar tók sér ekki langan tíma til umhugs- unar þegar kallið kom frá þeim Friðriki og Regínu enda þekkir hann vel til þeirra beggja. „ Já-svarið kom eiginlega bara strax,“ segir Grétar, sem hefur góða tilfinningu fyrir gengi Eurobandsins. „Þau eru bara svo rosalega flottir og kraftmiklir flytjendur að það er eiginlega ekkert annað hægt.“ Auk bak- raddasöngvaranna verður sjálft Eurobandið með en það mun spila undir þegar hópurinn treður upp „live“. „Við vildum hafa það með og ég held að við séum eitt örfárra atriða sem er með alvöru hljómsveit með okkur,“ útskýrir Grétar, sem er þó ekk- ert að stressa sig um of þótt íslenska þjóðin fari yfirleitt á límingunum þegar flautað er til leiks. Grétar viðurkennir hins vegar að hann sé enginn sérstakur Eur- ovision-aðdáandi og hann hafi ekkert lagt sig í líma við að fylgj- ast með þróun keppninnar. Hann segir hins vegar að annar blær sé yfir keppninni en tekur þó ekki undir að Eurovision sé eitt- hvert „frík-sjó“. „Lagið sem vann í fyrra var til að mynda mjög lág- stemmt og vel flutt lag og ég held að þær vestrænu þjóðir sem senda kalkúna og aðra slíka hluti séu bara svekkt yfir lélegu gengi undanfarinna ára.“ -fgg KLÁR Í SLAGINN Grétar Örvarsson státar af bestum saman- lögðum árangri í Eurovision en hann hefur náð bæði fjórða sæti og því sjöunda. Jakkinn góði fer með til Belgrad. „Við erum að fara með hann í tón- leikaferð í október um Norður- löndin,“ segir Karl Lúðvíksson, einn eigenda fyrirtækisins Fabul- us ehf. Fyrirtækinu hefur verið falið það verkefni að sjá um Norð- urlandatúr söngvarans Andrea Bocelli. „Þetta kom nú bara fyrst til umræðu í bíl á leiðinni niður á Sjávarkjallara eftir tónleikana hans hérna heima. Þau voru svo ánægð með hvernig við stóðum að þessu og sögðu að þetta væri í standard sem þau hefðu ekki kynnst á ferðum sínum um heim- inn,“ segir Karl. Viðkomustaðir Bocelli undir handleiðslu Kalla og félaga verða Parken í Kaupmannahöfn, Globen í Stokkhólmi, Spectrum í Osló og svo Hartwall Arena í Helsinki. Kalli stóð einn að því að flytja inn Bocelli til Íslands en hefur fengið fleiri manns inn í fyrir- tækið með sér – enda viðfangs- miklir hlutir upp á teningnum. Bocelli mun fylgja sami mann- skapur og á Íslandi fyrir utan eina söngkonu sem er stórt nafn að sögn Karls, og er ekki frá Norðurlöndunum. Fagmannleg vinnubrögð Karls og félaga hjá Fabulus hafa spurst út til plöturisans Universal, sem gefur út plötur Bocelli. „Þeir hafa viðrað það við okkur hvort við hefðum áhuga á að taka að okkur tónleikahald fleiri stórra nafna á þeirra vegum.“ Formleg miðasala á tónleika- röðina í október er ekki hafin en þó er byrjað að selja fyrirtækjum miða á viðburðina. Kalli segir að þó nokkuð sé um að íslensk fyrir- tæki með skrifstofur í viðkom- andi löndum séu að bóka miða á tónleikana. „Þetta gengur vel og hittir líka skemmtilega á að hann verður nýbúinn að senda frá sér plötu í október.“ - shs Kalli Lú sér um Norðurlandatúr Bocelli KARL LÚÐVÍKSSON Sér um Norðurlanda- túr Andrea Bocelli. ANDREA BOCELLI Stólar á Kalla Lú. Sveinbjörn Claessen Aldur: 22 ára. Starf: Laganemi við Háskólann í Reykjavík. Fjölskylda: Í sam- búð með Örnu Hlín Daníelsdóttur. Foreldrar: Gunn- laugur Claessen og Guðrún Sveinbjörns- dóttir. Búseta: Kapellustígur 3 í Grafar- holti. Stjörnumerki: Fiskar Sveinbjörn Claessen hefur farið mikinn með liði sínu ÍR í úrslitakeppni Iceland Express- deildarinnar í körfuknattleik. FRÉTTIR AF FÓLKI Uppfærsla Vesturports á kvikmynd Lukasar Moodysson, Komm- únan, var frumsýnd í Mexíkó í gær. Sýn- ingin hefur vakið mikla athygli þar í landi enda leikur ein helsta stjarna landsins, Gael Garcia Bernal, eitt aðalhlutverkanna. Bernal mátti hlaupa undan blaðamönnum og aðdáendum sem vildu fá að spyrja hann um dvölina á Íslandi en ekki gekk þrautarlaust að koma hópnum inn í landið því bæði leikmyndin og búningarnar festust í tollinum. Auðunn Blöndal er að færa sig eilítið meir yfir íþróttasviðið og íþrótta- fréttamennsku. Eins og mörgum ætti að vera kunnugt hefur Auðunn verið drifkrafturinn í stuðningsmannaklúbbi íslenska landsliðsins í handbolta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er grínistinn nú að fara á fullt með nýja þætti þar sem hann hyggst fylgja eftir íslenskum atvinnumönnum í körfu- bolta, handknattleik og fótbolta á þeirra heimaslóð- um og spyrja þá spurninga sem engum öðrum en honum gæti dottið í hug. Leikritið Mammamamma var frumsýnt í gærkvöldi við mikla viðhöfn. Leikstjóri sýningarinnar er Charlotte Böving en leikverkið tekur á því viðkvæma sambandi sem er milli mæðra og dætra. Sjálf á Charlotte von á tvíburastelpum með eiginmanni sínum Benedikt Erlingssyni en hún er þó ekki sú eina sem ber barn undir belti í sýningunni því ein aðalleikkona sýningarinnar, Birgitta Birgisdóttir, er kona ekki ein- sömul eins og greint hefur verið frá. - fgg Lukkujakki Stjórnarinnar til Belgrad Nýtt myndband Merzedes Club hefur vakið athygli og hlotið með ólíkindum mikla spilun á You Tube. „50 þúsund heimsóknir á innan við sólarhring en ekkert vídeó hefur fengið svo margar heimsóknir,“ segir Egill Einars- son í MC harla ánægður. Eftir frumsýningu myndbandsins og mikla umfjöllun, þar sem það var auglýst sem kynþokkafyllsta og dýrasta myndband sögunnar, kom á daginn að því er ekki ætlað að vekja athygli á listrænum afrekum Merzedes Club heldur er liður í markaðsherferð Símans og Frelsiskorti. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins kostaði myndbandið hátt í tíu milljónir króna. Maðurinn á bak við aug- lýsinguna er Jón Gnarr hjá Enn- Emm auglýsingastofu. Hann samdi jafnframt textann við lagið ásamt höfundi þess Barða Jóhannssyni. Að auglýsing sigli undir fölsku flaggi er á gráu svæði og varðar við lög. Hjá Neytendastofu, neyt- endaréttarsviði, er Matthildur Sveinsdóttir. Hún segist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka tilvik því hún hafi ekki séð mynd- bandið. Og engar kvartanir hafi borist þess vegna enn sem komið er. En í lögum um eftirlit með órétt- mætum viðskipta- háttum og gagnsæi markaðarins, sem Neytendastofa starfar eftir, er skýrt á kveðið um að auglýsingar skuli þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingu sé að ræða. „Í fyrstu málsgrein segir að þær skuli skýrt aðgreind- ar frá öðru efni fjölmiðla.“ Í siðareglum SÍA, Samtaka íslenskra auglýsingastofa, er einnig talað um þetta sem og í 16. grein þar sem segir: „Villandi auglýsing skal ekki réttlætt með því að benda á að auglýsandi hafi síðar séð neytendum fyrir réttri vitneskju.“ „Dulbúin auglýsing... Já, ég veit það ekki. Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið,“ segir Jón Gnarr sem einmitt komst í deigluna þegar hann gerði mjög umdeilda auglýsingu einmitt fyrir Símann sem byggði á síðustu kvöldmáltíðinni. „Ég hef verið að leita nýrra leiða með að gera óvenjulegar og skapandi auglýsingar og for- svarsmenn Símans eru framsýn- ir og nýjungagjarnir. Auglýsing- in er óhefðbundin en fyrst og fremst fyndin. Koma aftan að fólki? Það er heila málið.“ Jón segir aðspurður þeirrar skoðunar að þetta sé siðlegt. „Þó ég sé ekki síkópati. Ég hef farið í próf á netinu og það er allt í lagi með það.“ Jón játar fúslega að auglýsingin sé á gráu svæði en einmitt þar finnst honum skemmtilegast að vera. „Mín ætt- jörð. Gráa svæðið. Sífellt erfið- ara er, í þessum auglýsingaheimi, að finna leiðir. Þetta er tilraun til þess og ég mun halda því áfram,“ segir Jón Gnarr. jakob@frettabladid.is NEYTENDASTOFA: AUGLÝSINGAR SKULU EKKI SIGLA UNDIR FÖLSKU FLAGGI Jón Gnarr á gráu svæði AUGLÝSING Í DULARGERVI Víst er að vídeóið sem reyndist auglýsing brýtur í bága við lög og ýmis ákvæði. Hitt er hvort einhver nennir að elta ólar við það. JÓN GNARR Segir auglýsinguna ekki siðlausa en Jón tók próf á netinu sem leiddi í ljós að hann sé ekki síkópati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.