Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 16

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 16
16 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Loftslagsmál Árið 1992 gaf Al Gore út bókina Earth in the Balance um umhverfismál. Þar vitnaði hann til ræðu indíánahöfðingjans Chief Seattle sem höfðinginn átti að hafa haldið árið 1855 um ást sína á náttúrunni. Án efa hafa margir umhverfissinnar tárast við lestur hennar og hugsað líkt og Gore hve nútímamaðurinn væri mikill umhverfissóði í samanburði við góða indíánann. Ræðan var reyndar samin af handritshöfundinum Ted Perry árið 1971. Gore stundar svipuð vinnubrögð í nýlegri kvikmynd sinni An Inconvenient Truth sem byggð er á fyrirlestri hans um hlýnun andrúmsloftsins. Hann fullyrðir að enginn ágreiningur sé um þessi flóknu vísindalegu álitaefni. Hann slær hins vegar ýmsu fram sem þetta sama vísindasamfélag hefur ekki tengt við loftslagshlýnun eða einfaldlega talið ólíklegt. Dæmi um það eru afdrif Golfstraumsins sem Gore málar dökkum litum í mynd sinni. Í skýrslu loftslagsnefndar SÞ er málið alls ekki lagt upp á þennan hátt. Mér skilst að þetta atriði hafi ekki verið borið á borð fyrir Íslendinga í Háskóla- bíói. Er Golfstraumurinn hættur við að hætta? Hið sama má segja um spár hans um bráðnun tveggja jökla sem Gore segir samanlagt hækka sjávarmál um 13 metra. Gore tengir líka fellibylinn Katrínu óhikað við loftslagsbreytingar. Í myndinni reynir Gore að sannfæra áhorfendur um að ef þeir elski börnin sín og hafi snefil af sómakennd verði þeir að breyta um lífsstíl. Sjálfur býr hann í þremur glæsihýsum, ekur um fjölskyldu- búgarðinn á pallbíl og ferðast meira en flestir. Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, kvartar undan því í grein hér í blaðinu á þriðjudaginn að mér hafi verið boðið í nokkurra mínútna spjall í Silfri Egils um þessi mál. Hann kallar stjórnanda þáttarins „loddara“ fyrir vikið. Efnislega hefur Árni þó ekkert við málflutn- ing minn að athuga, sem kemur á óvart, miðað við æsinginn yfir því að ég hafi fengið að tjá mig. Umhverfissamtökin sem Árni veitir forstöðu þiggja ríkisstyrki til starfsemi sinnar. Árni virðist telja þessum fjármunum skattgreiðenda best varið í tilraunir til að hefta umræðu um umhverfismál. Höfundur er efnafræðingur. Það sem höfðingjarnir hafast að GLÚMUR JÓN BJÖRNSSON Með reglulegu millibili erum við minnt á hve brýnt er að landið verði eitt kjördæmi. Í febrúar birtist lítil frétt sem bar í sér stærra hneyksli þótt hvorugt færi hátt. Í byrjun árs 2006 seldi fyrrverandi samgöngu- ráðherra gömlu Breiðafjarðarferj- una án auglýsingar á 37,8 milljónir til einkafyrirtækis. Tveimur vikum síðar seldi fyrirtækið ferjuna til finnskra aðila fyrir 100 milljónir. Mismunurinn var litlar 62,2 milljónir. Ekki kom á óvart að fyrirtækið sem á svindlinu græddi er staðsett í heimabæ ráðherrans. Það fylgdi jafnvel sögunni að forstjórinn hafði setið með honum í bæjarstjórn. Hér virtist því um dæmigerða klíkubræðraaðgerð að ræða. Kjördæmisherranum tókst að pota nokkrum milljónatugum heim í hérað. Einhverstaðar hefði orðið úr lögreglumál en ekki á Íslandi. Ráðherrann fyrrverandi gegnir nú einu æðsta embætti landsins, er forseti Alþingis. Nýr ráðherra – sama stefna Ráðherratíð hans lumar á fleiri sóunarmálum sem reika enn um fréttasíður. Í gær fór „nýja“ Grímseyjarferjan í jómfrúarsigl- ingu sína, þremur árum og hundruðum milljóna eftir að hún var keypt. Og á dögunum birtust fréttir af því að tékkneskir bormenn sæju til sólar út úr fjalli við Héðinsfjörð. Á meðan hefur Sundabraut breyst í Syndabraut, þar sem hún liggur enn óteiknuð á kannski-borðinu, og nær daglega slasast vegfarendur á þrengsla- vegum suð-vestur-hornsins, á meðan fjölskyldufeður aka skjálfandi norður heiðar, af ótta við flutningaferlíkin sem mæta þeim á korters fresti og voru hannaðir fyrir evrópskar hrað- brautir en ekki íslenska sveitavegi. En vegna stefnu fyrrverandi og núverandi ógönguráðherra sigla strandferðarskipin nú yfir Holtavörðuheiði með mjöl og sement. Af sjávarsöknuði hefur þeim tekist að breyta þjóðveginum í öldótt haf. Í gær bættist enn einn krossinn í safnið við Kögunarhól. Bílstjóri sendibíls lést á veginum milli Selfoss og Hveragerðis eftir að pallbíll hafði rekist utan í flutn- ingabíl og lent síðan framan á bifreið hans. Á síðustu fimm árum hafa 40 manns slasast á þessum vegarkafla. Í fyrra létust þar tveir. Fyrir ári settist nýr maður í samgöngustólinn. Dugmikill norðanmaður tók við af ferjukaup- manninum úr Stykkishólmi. En sá nýi notar stefnu þess fyrri. Sundabraut er áfram Syndabraut, Reykjanesbrautin enn hálfköruð (þremur árum eftir að tvöföldun hennar hófst) og tvöföldun á Hellisheiði er aðeins áætluð á þeim kafla sem skástur er, en ekki á fyrrnefndum dauðakafla. Hins vegar gengur vinna við Héðins- fjarðargöng samkvæmt áætlun og gulltryggt er að Vaðlaheiðargöng verði tilbúin áður en Sundabraut kemst af kannski-borðinu. Og nú er jafnvel farið að tala um ný og breiðari Ólafsfjarðargöng... Það eina sem nýi ráðherrann hefur gert fyrir íbúa höfuðborgarinnar er að lofa þeim nýrri flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, þeirri sem forveri hans lét sig dreyma um og báðir kalla „samgöngumiðstöð“. Kannski er henni ætlað að binda endanlegan hnút á samgöngur í Reykjavík. Í ráðuneyti ógöngu- mála hefur ekkert breyst nema hvað milljónapumpan hefur verið færð úr Breiðafirði yfir í Eyja- fjörð, í kjördæmi núverandi ráðherra. Lengi lifi kjördæmapot- ið. Sama mjölið Í vikunni varð enn eitt bílslysið á ófrágengnum hluta Reykjanes- brautar. Þekkt andlit lenti á gjörgæslu og fólk átti því auðveld- ara með að finna til með þessu síðasta fórnarlambi stefnunnar í ógöngumálum. Kastljósið beindist enn og aftur að stuttum vegarkafla sem undanfarin misseri hefur slasað fleira fólk en afgangurinn af leiðinni. Verktaki fór á hausinn og skildi veginn eftir úti í hrauni. Og þar hefur hann verið síðan þá, í heila fjóra mánuði. Vegagerðin og ráðherra bera fyrir sig flóknar reglur. Er sú afsökun gild? Samkvæmt áliti lögfróðra er hún líka úti í hrauni. Menn hefðu getað ráðið nýjan verktaka á staðnum. Erfitt er að ímynda sér að millilandaþotum væri gert að lenda á bráðabirgðabraut útí hrauni mánuðum saman ef breikkun flugbrautar hefði óvart stöðvast. Seint yrði líka látið viðgangast að vinna við gælugöng- in nyrðra lægi niðri sökum vanefnda verktaka. Um Reykjanesbraut fara 15.000 bílar á dag. Um Héðinsfjarðargöng er gert ráð fyrir 350 bílum á dag. Í þeim fyrrnefndu sitja kjósendur forsætis-, fjármála-, menntamála-, umhverfis-, utanríkis-, félagsmála- , iðnaðar-, dómsmála- og heilbrigð- isráðherra en síðarnefndu bílunum aka kjósendur samgönguráðherra. Þetta er ekki lengur bara spurning um gamaldags kjör- dæmapot. Núgildandi ógöngu- stefna er lífshættuleg. Hún meiðir fólk á hverjum degi. Kristján L. Möller og Sturla Böðvarsson ættu báðir að huga að pokanum sínum. Það virðist vera sama mjöl í báðum. Ógönguráðherrar HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Samgöngumál M argir hafa sett fram það sjónarmið að stjórnendur efnahagsmála í landinu hafi ekki notað tækifær- ið í tengslum við stýrivaxtafund Seðlabankans í fyrradag til að kveða fast að orði um aðgerðir til að sporna við neikvæðri þróun sem blasir við í efna- hagslífi þjóðarinnar. Stýrivaxtaákvörðun ein og sér hafi lítil sem engin áhrif. Það sýndi sig með lækkun á gengi krónunnar í kjölfarið, sem Seðlabankinn telur að sé nú þegar of lágt. Þessi gagnrýni kemur í kjölfar þess að ekki var heldur brugðist við af festu fyrir páskafrí þegar gengi krónunnar og hlutabréfa- verð féll hratt. Nokkurs taugatitrings gætti við þær aðstæður en fátt kom út úr fundi forsætisráðherra með fréttamönnum að lokn- um ríkisstjórnarfundi 18. mars síðastliðinn. Aftur voru væntingar nokkrar um yfirlýsingar á ársfundi Seðlabankans 28. mars. Þá tal- aði Geir Haarde aðeins skýrar og sagði að ríkissjóður hefði mikinn fjárhagslegan styrk og gæti tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þyrfti að halda. Á miðvikudag í þessari viku var forsætisráðherra enn skýrari í tali við erlendu viðskiptafréttaveituna Bloomberg þar sem hann sagði að í undirbúningi væri að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans svo hægt væri að mæta erlendum eignum íslensku bankanna. Í Fin- ancial Times var svo haft eftir honum að ríkisstjórnin gæti auðveld- lega gefið út skuldabréf til að styrkja gjaldeyrisforðann. Það voru því nokkur vonbrigði að engin yfirlýsing um þetta kom á fimmtudaginn í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands tilkynnti um enn eina stýrivaxtahækkunina. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði stækkun gjaldeyrisforðans vissulega til skoðunar innan bankans en verið væri að bíða eftir hagfelldari skilyrðum. Og enn bíða menn. Svo virðist sem forystumenn efnahagsmála séu ekki á sömu blað- síðunni þegar kemur að aðgerðum til að styðja við bakið á fjármála- kerfinu hér á landi. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa talað of lengi um erlenda lántöku án þess að nokkuð gerist. Það er spurning hvort andstaða sé við þá aðgerð innan Seðlabankans sjálfs, sem ann- ast framkvæmd erlendra lána ríkisins samkvæmt samningi sem gerður var í september 2007. Davíð Oddsson gerir sér grein fyrir að vaxtahækkun ein og sér er ekki nóg til að stuðla að þægilegri aðlögun hagkerfisins svo það leiti í langtímajafnvægi. Það kom fram í máli hans á fimmtudaginn. Annað þarf að koma til eins og innstreymi gjaldeyris og styrking krónunnar. Því er Seðlabankinn kominn með einhvers konar geng- ismarkmið við hliðina á verðbólgumarkmiði þó að það sé ekki við- urkennt opinberlega. Áhyggjur af stíflu á gjaldeyrisskiptamarkaði eru vísbending um það. Vaxtahækkun er ekki nóg en hún var nauðsynleg til að banka- stjórarnir sannfærðu alla enn og aftur um að þeir væru staðráðnir í að ná verðbólgunni niður. Trúverðugleikinn er mikilvægt tæki og því eru bein áhrif stýrivaxtahækkunar á verðlag ekki grundvallar- forsenda í þessari ákvörðun. Nema kannski til að styðja við gengið. Þess vegna skýtur það skökku við að stjórnendur efnahagsmála, sem þurfa að vera samtaka í þessari baráttu, nýttu ekki tækifærið á fimmtudaginn til að tilkynna um frekari aðgerðir. Seðlabankinn hefði þá færst nær því markmiði sínu að beina aðlögun hagkerfisins frekar í gegnum gengishækkun en verðbólgu. Forystumenn efnahagsmála þurfa að vera samtaka við erfiðar markaðsaðstæður. Vannýtt tækifæri BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Ekki nefnd einu orði Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var haldinn í vikunni. Fyrir fundinn var yfirlýst markmið að fá konu í formennsku og hafði Valgerður Halldórsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, sem vakti athygli í fyrra fyrir andstöðu við stækkun álversins í Straumsvík, gefið kost á sér. Val- gerður dró að vísu formannsframboð sitt til baka en gaf kost á sér til stjórnarsetu. Hún virðist hins vegar ekki hafa átt upp á pallborðið hjá uppstilling- arnefnd því ekki var minnst á framboð hennar einu orði á fundinum. Spurning hvort flokksmennirnir erfi and- stöðuna við hið ástkæra álver... Náðu ekki markmiðinu Gunnar Axel Axelsson heitir hins vegar nýr formaður Samfylkingar- innar í Hafnarfirði. Af nafni og útliti nýja formannsins að dæma er hann karlmaður. Ekki ber því á öðru en að yfirlýst markmið Samfylkingar- innar í Hafnarfirði um að fá konu í formanns embættið hafi ekki gengið eftir. Í ökkla eða eyra Seðlabankinn spáir að húsnæðisverð muni hrynja á næstu tveimur árum. Því er Grétar Jón- asson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, ósammála. Hann segir ekkert benda til þess að fasteignaverð hrynji. Ekkert. Hér ber nokkuð á milli. Ljóst er að Grétar og aðrir fasteignasalar hafa hag af því að fasteignaverð haldist hátt. Á hinn bóginn hefur Seðlabankinn hag af því að húsnæðisverð hrynji, það myndi slá á verðbólgu. Hér þarf hlut- laust mat. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, bendir á að búið sé að skrúfa fyrir lán nánast að fullu og því eðlilegt að fasteignaverð lækki talsvert í kjölfarið. Það er eitt- hvað, þó ekki endilega hrun. ghs@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid,is Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.