Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 72
36 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR
K
osningakreppan í
Simbabve teygist á
langinn. Þótt tvær
vikur séu liðnar frá
forsetakosningun-
um 29. marz hafa
opinber úrslit þeirra enn ekki
verið birt. Hinn 84 ára gamli for-
seti virðist vera að reyna að nýta
tímann til að búa svo um hnúta að
önnur umferð kosninganna verði
látin fara fram þar sem tryggt sé
að hann sigri.
Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir
umheimsins bólaði nú fyrir helg-
ina ekkert á opinberum úrslitum
forsetakosninganna og þar af leið-
andi ríkti enn algjör óvissa um
hvort efnt yrði til úrslitaumferðar
þar sem kosið yrði á milli Mugabe
forseta og áskorandans Morgans
Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðis-
hreyfingarinnar.
Hæstiréttur landsins tók á mið-
vikudag ekki afstöðu til flýtibeiðn-
ar Lýðræðishreyfingarinnar um
að úrslitin yrðu birt tafarlaust.
Lögmaður kjörstjórnarinnar sagði
við það tækifæri að skipun um
tafar lausa birtingu væri hættu-
spil, þar sem henni yrði „hugsan-
lega ekki hlítt“. Dómstóllinn boð-
aði að úrskurðað yrði um beiðnina
á mánudaginn.
Spilað á tíma
Svo virðist sem Mugabe og
stjórnar flokkur hans, Zanu-PF,
séu með töfunum að kaupa sér
tíma til að skipuleggja aðgerðir til
að virkja áhangendur sína og
hræða andstæðinga til að tryggja
landsföðurnum til 28 ára sigur í
síðari umferð kosninganna.
Stjórnarandstaðan hefur þegar
lýst því yfir að frambjóðandi
hennar, Tsvangirai, hafi hlotið
hreinan meirihluta atkvæða í
kosningunum 29. marz og því sé
hann réttkjörinn forseti og engin
þörf á úrslitaumferð. Mugabe og
hans menn verði að viðurkenna
þennan vilja þjóðarinnar og sleppa
valdataumunum.
Það kemur ekki á óvart að öld-
ungurinn á forsetastólnum og
skjólstæðingar hans láti sér fátt
um vilja almennings finnast. Síð-
ustu daga hafa fréttir borizt af því
að harðir fylgismenn Mugabe,
einkum vopnaðir fyrrverandi liðs-
menn skæruliðahreyfingar hans
frá tíma sjálfstæðisstríðsins, hafi
hafið nýja herferð til að flæma þá
fáu hvítu bændur sem enn þrauka
í landinu af jörðum sínum. Í hér-
uðum þar sem vitað er að Tsvang-
irai nýtur mikils fylgis reyna
menn Mugabe að hræða íbúana til
að þeir muni ekki dirfast að greiða
honum aftur atkvæði ef til síðari
umferðar kosninganna kemur.
Bráðafundur grannríkjaleiðtoga
Fyrir helgina hafði Mugabe og
stjórn hans ekki brugðizt við
áskorunum umheimsins um viður-
kenningu kosningasigurs stjórn-
arandstöðunnar í þingkosningun-
um sem fram fóru jafnhliða
forsetakosningunum, og um að
úrslit forsetakosninganna yrðu
birt. Að öðru leyti en því að láta
jákvæð orð falla um sérboðaðan
leiðtogafund landanna í sunnan-
verðri Afríku, þar sem ræða á
ástandið í Simbabve. Fundurinn
yrði kærkomið tækifæri fyrir
Mugabe til að útskýra stöðuna, að
sögn talsmanns Simbabvestjórn-
ar, en hann tók fram að enginn
kreppa væri í landinu þótt birting
kosningaúrslita hefði dregizt.
Levy Mwanawasa Sambíufor-
seti átti frumkvæði að boðun
bráðafundarins, en hann fer fram
þar í landi í dag. Mwanawasa er
svo til eini leiðtoginn í sunnan-
verðri Afríku sem hefur opinber-
lega gagnrýnt stefnu Mugabe. Í
fyrra líkti hann efnahagsástand-
inu í Simbabve við „sökkvandi Tit-
anic“. Hinir leiðtogarnir hafa farið
að dæmi Thabo Mbeki, forseta
Suður-Afríku – þungavigtarríkis-
ins í heimshlutanum – og sagt sem
minnst.
Tendai Biti, talsmaður Lýðræð-
ishreyfingarinnar í Simbabve,
skoraði á leiðtogana sem á fund-
inn mæta að þrýsta á Mugabe að
segja af sér.
„Við skiljum ekki hvers vegna
umheimurinn þarf að bíða eftir
því að lík hrannist upp á götum
Harare,“ sagði hann í vikunni.
Hann gaf til kynna að stjórnarand-
staðan kynni að sniðganga endur-
tekningu forsetakosninganna,
skyldi verða boðað til úrslitaum-
ferðar. Biti sakaði stjórnarflokk-
inn um að beita háttsettum mönn-
um úr hernum og lögreglunni til
að „stýra kosningasvikaferlinu“
að því er AP hefur eftir honum.
„Forsetinn neitar að viðurkenna
ósigur sinn í kosningum sem fóru
að mestu rétt fram. Og þegar hið
21 dags töfratímabil er liðið, sem
er fresturinn sem gefinn er til að
halda úrslitaumferð kosninganna,
mun hann að líkindum kalla nýja
hörmungartíma yfir land okkar.“
Þetta skrifar rithöfundurinn
Chenjerai Hove, sem árið 2001 var
flæmdur í útlegð og býr nú í
Bandaríkjunum, í grein undir yfir-
skriftinni „Konungsríki óttans“ í
svissneska dagblaðinu Neue
Zürcher Zeitung.
Matarskortur og landflótti
Talsmenn Bændasamtaka Simb-
abve, ZCFU, saka stuðningsmenn
stjórnarflokksins um árásir á jarð-
ir hvítra bænda og rán og grip-
deildir í húsum þeirra. Bændur
benda á að áframhaldandi óreiða
setji hveitiuppskeruna í hættu, en
bregðist hún yki það alvarlega á
matvælaskortinn í landinu sem
þegar er mikill. Mjög stór hluti
landbúnaðarlands er fallinn í
órækt í kjölfar landtökuherferðar
stjórnarinnar gegn hvítum bænd-
um á síðustu árum, en flestir
þeirra hafa nú flúið land. Reyndar
eru um fimm milljónir Simbabve-
búa, yfir fjórðungur landsmanna,
taldar hafa flúið úr landi frá alda-
mótum. Matvælaframleiðsla hefur
hrunið og landið er nú háð neyðar-
hjálparsendingum að utan. Efna-
hagsástandið heldur áfram að
versna. Atvinnuleysi er áætlað um
80 prósent og óðaverðbólga geisar.
Gizkað er á að hún sé nú um
150.000 prósent. Lífslíkur hafa
lækkað niður fyrir 35 ár en þær
voru yfir 60 árum fyrir hálfum
öðrum áratug.
Fangar gerræðis
Mugabe lætur sem þessi neyð
eigin þegna sé ekki raunveruleg.
Hann og hershöfðingjarnir í kring-
um hann ríghalda í völdin þar sem
þeir óttast að vera að öðrum kosti
látnir svara fyrir gerræði sitt og
ótal mannréttindabrot á liðnum
árum. Dæmi um slík brot er fram-
ganga hers og lögreglu gegn stuðn-
ingsmönnum stjórnarandstöðunn-
ar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna
um stjórnarskrárbreytingar sem
fram fór í upphafi þessa áratugar.
Yfir 600 stjórnarandstæðingar
voru myrtir. Tveir af hverjum
fimm þingmönnum Lýðræðis-
hreyfingarinnar sættu líkams-
meiðingum, þar á meðal Tsvang-
irai sjálfur. Valdhafarnir vita líka
upp á sig ábyrgðina á aðgerðum
sérsveitar Simbabvehers, sem
hlaut þjálfun í Norður-Kóreu á
níunda áratugnum og var beitt til
að kveða niður uppreisn í hérað-
inu Matabelelelandi. Liðsmenn
sveitarinnar myrtu tugþúsundir
fjölskyldumeðlima uppreisnar-
manna af Ndebele-ættbálknum.
Og þannig mætti áfram telja.
Mugabe leggur rækt við tryggð
ráðherra í ríkisstjórninni, flokks-
forkólfa og æðstu manna stjórn-
kerfisins með því að útdeila til
þeirra bújörðum sem teknar hafa
verið eignarnámi eða gjaldeyri úr
hinum síminnkandi sjóðum ríkis-
ins. Þessir skjólstæðingar óttast
líka valdaskipti og leggja þess
vegna sitt af mörkum til að halda
öldungnum í forsetastólnum. And-
stætt hinum allslausa meirihluta
almennings í landinu hafa þeir
einhverju að tapa ef Mugabe er
flæmdur frá völdum eða safnast
til feðra sinna.
Öldungurinn rígheldur í völdin
Þrátt fyrir að hafa lotið í lægra haldi í kosningum er Robert Mugabe ekki á þeim buxunum að sleppa valdataumunum í Simbabve
sem hann hefur haldið um í 28 ár, skrifar Auðunn Arnórsson. Sívaxandi neyð er í landinu sem eitt sinn bauð upp á beztu lífskjör í Afríku.
LANDFLÓTTI Kona frá Simbabve skríður með barn sitt á bakinu undir landamæragirðingu til að komast til Suður-Afríku. Fjórði hver íbúi Simbabve hefur flúið land. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Robert Gabriel Mugabe fæddist 21. febrúar 1924 í
þorpinu Matabiri norðaustur af bænum Salisbury í
þáverandi Suður-Ródesíu. Hann var að mestu alinn upp
í kaþólskri trúboðsmiðstöð og gekk í skóla sem reknir
voru af jesúítum. Stjórnmálaferill hans hófst á sjöunda
áratugnum þegar hann reis til metorða innan hreyfingar
svartra sjálfstæðis sinna, ZANU, sem rak skæruhernað
gegn minnihlutastjórn hvítra. Hvíta minnihlutastjórnin,
undir forystu Ians Smith, lýsti yfir einhliða sjálfstæði
Ródesíu frá Bretaveldi árið 1965, en
í samræmi við stefnu Bretlands-
stjórnar um að viðurkenna aðeins
sjálfstæði fyrrverandi nýlendna
sinna er í þeim var komin til
valda stjórn sem studdist við
meirihluta heimamanna hlaut
sú sjálfstæðisyfirlýsing ekki
alþjóðlega viðurkenningu.
Árið 1964 var Mugabe hnepptur
í varðhald fyrir „undirróður“ og
eyddi næstu tíu árum í fangelsi.
Í fangavistinni aflaði hann sér
þriggja háskólagráða í fjarnámi
við suður-afrískan háskóla. Árið 1974, er hann var enn í
fangelsi, var Mugabe kjörinn til forystu fyrir ZANU. Laus
úr fangelsi stýrði Mugabe ZANU úr útlegð í Mósambík.
Eftir klofning samtakanna stýrði hann herskáum armi
hennar.
Þegar leið á áttunda áratuginn sýndi stjórn Smiths
vilja til samningaviðræðna við leiðtoga svarta meiri-
hlutans. Úr varð að samþykkt var stjórnarskrá nýs
lýðveldis undir nafninu Simbabve og nýtt þing var
kosið í febrúar 1980. Svarti meirihlutinn fagnaði mjög
heimkomu Mugabe úr útlegð í desember 1979 og hann
varð forsætisráðherra í stjórninni sem mynduð var eftir
fyrstu frjálsu kosningarnar. Árið 1987 var stjórnarskránni
breytt þannig að embætti forsætisráðherra var aflagt en
þess í stað fór forsetinn fyrir ríkisstjórninni. Um leið var
Mugabe kjörinn forseti.
Um 60 prósent hvíta minnihlutans fluttu úr landi strax
á níunda áratugnum. Nú eru innan við 20.000 hvítir eftir
meðal hinna 12 milljóna íbúa landsins. Frá því árið 2000
hefur stjórn Mugabe kerfisbundið flæmt hvíta bændur
af jörðum sínum sem hefur valdið hruni í matvælafram-
leiðslu. Þetta, ásamt annarri óstjórn og gerræði, hefur
valdið algeru efnahagshruni í landinu.
➜ FRÁ SJÁLFSTÆÐISHETJU TIL EINRÆÐISHERRA