Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 Ævintýrið er hafið Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-9 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Opið allar helgar frá 12-16 á virkum dögum frá 10-18 Polar hjólhýsi Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur, galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður. 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi iDC Fjöðrun f. ísl. aðstæður Vatn tengt heitt/kalt CD spilari/ útvarp Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Rockwood fellihýsi Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum. Evrópskar þrýstibremsur Evrópskar þrýstibremsur NORÐURLANDAMÓTIÐ Í KARATE 2008 LAUGARDAGINN 12. APRÍL Í LAUGARDALSHÖLL KL. 1000 KEPPT VERÐUR Í KATA OG KUMITE KEPPENDUR FRÁ: DANMÖRKU, EISTLANDI, FINNLANDI, ÍSLANDI, NOREGI OG SVÍÞJÓÐ LIÐ ÍSLANDS Í KATA UNDIR STJÓRN HELGA JÓHANNESSONAR SKIPA: MAGNÚS KR. EYJÓLFSSON PATHIPAN KRISTJÁNSSON TÓMAS LEE RÓBERTSSON ÁSA KATRÍN BJARNADÓTTIR HEKLA HELGADÓTTIR RAGNA KJARTANSDÓTTIR NORDIC KARATE CHAMPIONSHIP, SATURDAY APRIL 12TH 2008, REYKJAVÍK, ICELAND LIÐ ÍSLANDS Í KUMITE UNDIR STJÓRN JÓNS INGA ÞORVALDSSONAR SKIPA: ANDRI SVEINSSON, -80 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ ARI SVERRISSON, -75 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ GUÐBJARTUR ÍSAK ÁSGEIRSSON, -70 KG OG LIÐ KRISTJÁN Ó. DAVÍÐSSON, -70 KG OG LIÐ GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR, +60 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ HELENA MONTAZERI, -60 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ BJÖRG JÓNSDÓTTIR, LIÐ Eiður borgar oftast Þið eigið líka fleiri vini. Hvernig er að vera „bestu vinir“ Eiðs Smára og rata alltaf í blöðin fyrir það? Auddi: Sveppi og hann ólust auð- vitað upp saman og hafa alltaf verið bestu vinir. Ég kynnist Eiði svo bara í gegnum Sveppa. En Eiður og allt sem hann gerir vekur alltaf athygli. Sveppi: Ég man einmitt að það kom heil opna í DV einhvern tím- ann síðasta sumar þar sem allt sem Eiður hafði gert frá því að hann kom heim í sumarfrí og þar til hann fór út aftur – var rakið eins og atburðarás í fíkniefna- máli. „19. júní sást hann á Oliver með Sveppa. 20. júní á snekkju. 30. júní sást til hans í þrítugs- afmæli og var laminn í bænum. Og þar eftir.“ Auddi: En hann er auðvitað súper- stjarna svo ég er ekkert hissa á því að blöð á Íslandi fylgist með honum þegar hann er heima. Sveppi: Svo eiginlega verður maður bara að hætta að pæla í þessu. Maður getur ekki farið út og fengið sér bjór og verið að velta því fyrir sér hvort maður eigi ekki bara að vera heima. Er Eiður Smári eins og Tom Cruise er víst við vini sína – borgar alltaf fyrir þá þegar þeir fara út að borða og svona – græðið þið eitt- hvað á þessu? Sveppi: Jú, jú, það dettur inn og það dettur líka alveg inn að við borgum – bara svona til að sýna lit. Meinarðu að hann borgi oftast af því að hann er ríkastur? Auddi: Tja, ef við eigum að vera hreinskilnir, Sveppi, þá borgar hann oftar en við. Sveppi: Það er líka þannig að þegar við erum erlendis og förum eitthvað mjög, mjög fínt út að borða – þar sem maður myndi annars ekkert láta sjá sig og myndi heldur líklega ekkert fá borð nema af því að maður er með Eiði – að þá kannski borgar Eiður. Auddi: En ef við förum kannski á Vegó og fáum okkur tvo bjóra og Lúsíana-kjúkling þá borgum við Sveppi. Hinn glaður og annar fífl Nú hafið þið nýlokið við að leika saman í sjónvarpsþáttunum Ríkinu – hvað leikið þið? Og hvernig finnst ykkur að leika eftir skrifuðu handriti? Sveppi: Ég leik Pál og Auddi leikur Sighvat. Auddi: Sighvatur er algjört fífl. Sveppi: Og Páll er góður gæi. Jákvæður og hress og finnst gaman í vinnunni. Auddi: Páll er saklaus og góður meðan Sighvatur er fáviti og mér hefur aldrei fundist jafn- gaman að leika neinn. Sveppi: En samt meikar það alveg sens að Páll sé leiðinleg- ur, maður skilur það alveg því fólkið í kringum hann er allt algjörir vitleysingar. En þetta eru sketsa-þættir. Auddi: Svolítið sambland af til dæmis Svínasúpunni og Nætur- vaktinni. Við leikum alltaf sömu karaktera en samt er þetta skrifað í sketsa-formi. Þannig á ég kannski eina eiginkonu í einum þætti og svo aðra í þeim næsta. Sveppi: Að fara eftir skrifuðu handriti getur verið fínt en ég finn það samt stundum í leik- húsinu að ég á svolítið erfitt með að halda mig við textann, það er svo gaman að bulla eitt- hvað. Enda fæðist oft svo mikið í kringum það. Auddi: Blandað er fínt – handrit og spuni. Ég er ekkert það heill- aður af leiksviðinu en ég væri til í að leika í bíómynd og finnst virkilega gaman að leika í leiknu sjónvarpsefni. Ég hugsa að það henti mér betur. Pródúksjón bak við myndavélina er hins vegar nokkuð sem ég get jafnt hugsað mér sem og að vera fyrir framan myndavélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.