Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 12
12 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR „Þrátt fyrir afar neikvæða umfjöll- un sem unglingar fá í dag þá er staðreyndin sú að sífellt færri nota vímuefni, en þeir sem mis- stíga sig eitthvað á þessari braut lenda hins vegar ansi illa í því,“ segir Gabríela Unnur Kristjáns- dóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskólanema. Í þessum orðum formannsins kristallast einnig skilaboðin sem Fréttablaðið fékk frá nemendum í Rimaskóla, Austurbæjarskóla og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Og þegar leitað er svara í rann- sóknum bendir ekkert til annars en að þau hafi á réttu að standa. Bindindisfélag í Garðabæ Bæði rannsóknir Þór- odds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði í Háskólanum á Akureyri, og Rannsóknar og greining- ar sýna fram á að sífellt færri ungling- ar í efstu bekkj- um grunnskóla neyta vímuefna. Reynd- ar segir Þóroddur neysluna hér á landi vera með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Rannsóknir og greining gerði samanburð á vímuefnaneyslu fram- haldsskólanema á árunum 2000 og 2004. Þar kemur fram að eilítið færri neyttu áfengis árið 2004 en fjórum árum þar á undan en mun- urinn á hassneyslu var óverulegur, eða 0,1 einu prósentustigi minni árið 2004. Álfgeir Logi Kristjáns- son, sem vann rannsóknina ásamt Ingu Dóru Sigfúsdóttur, forseta kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og Jóni Sig- fússyni, segir þó mikilvægt að hafa það í huga að líklega sé vímuefna- neyslan meiri hjá þeim unglingum á aldrinum 16 til 20 ára sem ekki eru í framhaldsnámi og mælast því ekki í rannsókninni. En þess má einnig geta að framhaldsskólanem- endum fjölgaði um tæp tvö þúsund á tímabilinu. Stefán Rafn Sigurbjörnsson, for- maður nemendafélagsins í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar (FG), segir að ekki hafi dregið úr aðsókn á dansleikjum á vegum skólans þrátt fyrir að nú sé strangt eftirlit sem meðal annars beinist að því að gestir mæti ekki ölvaðir. Gabríela segir flesta framhaldsskóla einnig hafa þann háttinn á og með góðum árangri. Í FG er einnig starfandi bindind- isfélag frá því í haust og eru félags- menn orðnir um 40. „Við erum ekki að segja það að við munum aldrei koma til með að drekka heldur hitt að það er ekki á dagskrá núna,“ segir Hjálmar Örn Elísson Hinz sem er í stjórn félagsins. Það er því kannski ekki nema von að allir þeir sem Fréttablaðið ræddi við skyldu vera ósáttir við það að hóp- urinn „sem lendir ansi illa í því“, eins og Gabríela komst að orði, skuli fá mestu athyglina. Nærsamfélagið er öryggisnet unglinganna Inga Dóra og Álfgeir Logi segja að þennan árangur í efstu bekkjum grunnskóla megi að miklu leyti rekja til þess að tekist hefur að skapa það sem þau kalla nærsamfé- lag sem virki eins og stuðningsnet fyrir unglingana. Þetta nærsamfé- lag samanstendur af foreldrum, kennurum og öðrum sem vinna með unglingum og allir leggjast á eitt um að veita þeim athygli og aðhald. Af viðtölum við nemendur í Aust- urbæjarskóla að dæma er afar lítil áfengisneysla meðal nemenda þar. Sigrún Lilja Jónasdóttir kennari er einnig þeirrar skoðunar og þakkar því að þar sé þetta nærsamfélag mjög virkt. „Margir foreldranna þekkjast og hjálpast því að við að hafa eftirlit með börnunum svo hver foreldri veit hvar barnið sitt er og með hverjum það er,“ segir hún. „Svo hafa margir kennaranna starfað hér lengi og það er gott því ég tel að nemendurnir finni fyrir meira öryggi þar sem lítið rót er á hlutunum.“ Framhaldsskólanemarnir sem Fréttablaðið ræddi við voru einnig á þeirri skoðun að jafningjafræðsl- an hefði haft verulega mikið að segja í forvarnastarfinu en hún byggist á því að unglingar fræði jafnaldra sína um málefni sem á þeim brenna. Álfgeir segir þó að á meðan forvarnastarfið í grunnskól- um sé afar vel heppnað sé eins og botninn detti úr því þegar nemend- urnir komi í framhaldsskóla og úr því verði að bæta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra er þessu sammála og segir það áhyggjuefni hversu margir byrja að neyta vímuefna á fyrstu árunum í framhaldsskóla. „Þess vegna er í nýju framhaldsskóla- frumvarpi gert ráð fyrir því að fræðsluskyldan nái til 18 ára aldurs og að komið verði á foreldraráði í framhaldsskólum,“ segir hún. „Grýluáróður“ virkar ekki lengur Allmargir nemendur sem Frétta- blaðið talaði við höfðu nokkuð út á Í skugga þeirra sem afvega fóru Forvarnastarfið í efstu bekkjum grunnskóla hefur borið mikinn árangur. Vímuefnaneysla í framhaldsskólum hefur ekki aukist en mennta- málaráðherra, sem og fleiri, hefur áhyggjur af því að margir hefji neyslu á fyrstu árum framhaldsskóla. Því verður forvarnastarf þar eflt. Unglingum á Vogi hefur fækkað frá aldamótum en hlutfall ungra sjúklinga er samt enn hátt. Unglingar krefjast viðurkenningar fyrir það sem meirihluti þeirra er að gera í stað þess að vera dæmdir af misnotkun og myrkraverkum fárra. FORMAÐUR NEMENDAFÉLAGSINS OG STJÓRNARMAÐUR Í BINDINDISFÉLAGINU Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður nemenda- félags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að ekki hafi dregið úr aðsókn á skólaböllin þó að nú sé grannt fylgst með því að gestir mæti ekki ölvaðir. Hjálmar Örn Elísson Hinz er í stjórn bindindisfélags skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GABRÍELA UNNUR KRISTJÁNS- DÓTTIR Formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla- nema segir nóg um athyglina sem unglingar fá sem farið hafi villu vegar meðan minni gaumur sé gefinn að því jákvæða sem unglingar aðhafast. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR VÍMUEFNANEYSLA 9. OG 10. BEKKINGA 1998 2007 Hafa drukkið áfengi síðustu 30 daga 42% 20% Hafa reykt hass síðustu 30 daga 17% 10% Hafa reykt tóbak síðustu 30 daga 23% 7% HEIMILD: RANNSÓKNIR OG GREINING VISSIR ÞÚ AÐ... ■ að árið 2001 fóru fleiri stúlkur 17 ára og yngri á Vog en strákar í sama aldurshópi*? ■ að þeir framhaldsskólanemendur sem reykja daglega eru óánægðari með námsárangur sinn en þeir sem reykja ekki eða sjaldnar en daglega**? ■ að til er bindindisfélag í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar með um 40 félagsmönnum? ■ að skylda var að vera í bindind- isfélagi í Lærða skólanum og leiddi það til uppþots sem jafnan er kallað „pereatið“ árið 1850? * HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA SÁÁ 2007 ** HEIMILD: RANNSÓKNIR OG GREINING 2005 250 200 150 100 50 0 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 UNGIR EINSTAKLINGAR Á SJÚKRAHÚSINU VOGI 19 ára og yngri á árunum 1991-2006 10 6 10 7 1 26 1 42 13 7 18 0 20 6 2 27 25 7 28 8 29 4 28 2 25 6 23 7 22 0 23 4 HEIMILD: SÁÁ FRÉTTASKÝRING: Unglingar á hraðferð inn í harðan heim 2. hluti – Vímuefnaneysla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.