Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 25
Nánari upplýsingar veitir Arngrímur Blöndahl í síma 595 4400 / 822 4401 - arngrimur@eykt.is LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 25 hrekklaus og engin illska í honum. Bara einhverjir bannsettir dyntir. Kannski er hann með athyglisbrest því að hann virtist eiga soldið erfitt með að ein- beita sér að því sem hann átti að gera. Þegar við komum úr reiðtúrn- um góndi klárinn á mig, eins og hann væri að furða sig á því að ég skyldi ekki troða upp í hann heil- um rúgbrauðshleif í þakklætis- skyni. Ég gaf honum nokkra gras- köggla og hvíslaði að honum að hann yrði að standa sig betur næst. ÞRIÐJUDAGUR, 8. APRÍL. Graskögglar handa stjórnmálamönnum Hélt áfram að streða við klárinn. Hann er svo skrambi fallegur og hæfileikaríkur að það pirrar mig að ég skuli ekki geta fengið hann til að gleyma allri sérvisku og leyfa hæfileikunum að njóta sín. Ég hef soldið verið að skemmta mér við að blogga á Eyjunni, það er að segja eyjan.is. Þar get ég rausað um pólitík og hellt úr skál- um reiði minnar yfir spillingu, hégóma, heimsku og hroka. Mér finnst það vera borgaraleg skylda mín að tjá skoðanir mínar á því hvernig landinu okkar er stjórnað. Hvort skoðanirnar eru réttar eða rangar er ekki aðalat- riði heldur hitt að tómlæti gagn- vart störfum stjórnmálamanna er hættulegt fyrir lýðræðið. Stjórnmálamenn þurfa aðhald og eftirlit eins og aðrir starfsmenn hérna í víngarðinum. Þeir eru hrekkjóttari en brúni klárinn að því leyti að þeir bíða ekki eftir því að ég fari í vasa minn eftir ein- hverju til að umbuna þeim með, heldur sækja þeir sér verðlaunin sjálfir í vasa mína hvort sem mér líkar betur eða verr. MIÐVIKUDAGUR, 9. APRÍL. Að kjafta sig undan ábyrgð Í dag varð ekki undan því vikist lengur að taka ákvörðun um hest- inn sem ég hef verið að prófa að undanförnu. Þetta er ótrúlega flottur klár en of fjörugur fyrir mig, nema mér fari fram og honum aftur. Hann fer því aftur í sína heima- sveit og bíður eftir að yngri og betri reiðmaður en ég taki hann að sér. Núna loksins stendur víst til að gera eitthvað rótttækt til að koma í veg fyrir fleiri slys vegna ófull- nægjandi merkinga á Reykjanes- brautinni. Eftir síðasta slys sagði blaðafull- trúi Vegagerðarinnar: „Það er auð- velt að vera vitur eftir á.“ Hvaða dónaskapur er þetta? Eftir á – hvað? Hinn 21. mars sl. skrifaði ég um heimferð mína frá Keflavíkurflugvelli: „...mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hugsa til þess að drengirnir (mínir) skyldu leggja sig í lífshættu til að taka af mér það ómak að ferðast með rútubíl síðasta áfangann. Þótt varlega væri ekið var öku- ferðin frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur beinlínis lífshættuleg í náttmykrinu vegna furðulegra umferð- arhindrana og enn furðulegri ljósabúnaðar sem komið hefur verið upp á nokkrum stöðum á leiðinni eftir að einhver verktaki fór á hausinn.“ Ég er ekki sá eini sem hefur bent á þessa slysagildru – og þær ábend- ingar komu fyrirfram, ekki eftir á – með allri virðingu fyrir blaðafullatrúa Vega- gerðarinnar. Samgönguráð- herra sagði eitthvað í þá veru að orsök slysa væri of hrað- ur akstur. Það má til sanns vegar færa – en þær slysagildrur sem mest hefur verið kvartað undan á Reykja- nesbrautinni eru af manna völdum. Og frá þeirri ábyrgð geta menn ekki kjaftað sig. Hvort og hvernig þeir axla hana kemur svo í ljós. FIMMTUDAGUR, 10. APRÍL. Verðbólguhitastig á vor- degi Í dag er tíundi apríl og það var tíu stiga hiti í Seltjarnarneslaug- inni og verðbólgan komin í um tíu prósent. Vonandi eltir verð- bólguprósentan ekki hitastigið í sumar. Ég er sammála Davíð Odds- syni (ef ég hef þá skilið hann rétt) um að ríkið á ekki að skaffa bönkunum fallhlífar. Ef ég mætti ráða byðist ríkið til að kaupa bankana aftur með skuldum og eignum og listaverkasöfnum fyrir eina evru stykkið. Tilboðið gæti staðið þangað til á mánu- daginn. Þeir bankar sem höfnuðu því þyrftu ekki að vænta frekari aðstoðar frá ríkissjóði. En hvað sem verðbólgunni líður er það notalegt að hitastigið skuli smám saman fara hækk- andi. Kannski kemur einhvern tímann sumar á landinu bláa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.