Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 6
6 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR BANDARÍKIN, AP Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, og aðrir háttsettir embættismenn í stjórn George W. Bush forseta, gáfu heimild til þess að beita grunaða hryðjuverkamenn vatnspynting- um og öðrum harkalegum yfir- heyrsluaðferðum. Cheney og hinir embættismenn- irnir, þar á meðal, gættu þess vandlega að halda Bush forseta utan við fundi sína um yfirheyrslu- aðferðir bandarísku leyniþjónust- unnar. Á fundunum, sem haldnir voru í beinu framhaldi af árásun- um 11. september 2001 fram á árið 2003, voru John Ashcroft, þáver- andi dómsmálaráðherra, Colin Powell, þáverandi utanríkisráð- herra, George Tenet, yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, og Cond- oleezza Rice, þáverandi þjóðarör- yggisráðgjafi, auk varaforsetans. Umræðuefnið var hvort laga- legar heimildir væru fyrir því að leyniþjónustan CIA beitti þessum umdeildu aðferðum á fanga, sem grunaðir voru um hryðjuverk. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC skýrði fyrst frá þessu. Fréttastofan AP fékk þetta síðan staðfest hjá fyrrverandi yfir- manni í bandarísku leyniþjónust- unni, sem vildi þó ekki láta nafns síns getið þar sem hann hefur ekki heimild til að ræða þessi mál opinberlega. - gb Nánir samstarfsmenn Bandaríkjaforseta ræddu umdeildar yfirheyrsluaðferðir: Cheney heimilaði pyntingar DICK CHENEY Varaforseti Bandaríkjanna gaf, ásamt fleiri nánum samstarfsmönn- um Bush forseta, leyfi til þess að banda- ríska leyniþjónustan beitti pyntingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Samningaviðræður grunnskólakennara og samninga- nefndar sveitarfélaganna ganga vel og má búast við að viðræður um launaliði hefjist í næstu viku. Grunnskólakennarar stefna að því að gera 12-14 mánaða samning að þessu sinni. Líkur eru á því að gildistími kjarasamninga kennara verði samræmdur gildistíma ann- arra starfs- manna sveitar- félaga í tveimur áföngum. „Of djúpt er í árinni tekið að segja að við séum að ljúka þessum samningum en við erum búnir að ná í höfn lang- flestum öðrum málum, aðallega ágreiningsmálum sem hafa komið upp á samningstímanum,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Karl Björnsson, formaður samninganefndar sveitarfélag- anna, segir að kjaraviðræðurnar hafi verið vinsamlegar og gengið vel. Stefnt sé að því að ljúka samn- ingum fyrir mánaðamót. „Við höfum rætt um að á ein- hverjum tímapunkti sé mikilvægt að kjarasamningur kennara hafi sama gildistíma og aðrir kjara- samningar. Þeir hafa yfirleitt verið með lausa samninga á öðrum tímum en aðrir starfsmenn sveit- arfélaga. Vilji er til að færa kjara- samninga kennara inn í þann far- veg. Mjög miklar líkur eru á því að þetta þurfi að gera í tveimur áföngum. Síðari samningurinn yrði þá með sama endapunkt og aðrir samningar sem sveitarfé- lögin gera næsta haust,“ segir hann. Kjarasamningar annarra starfs- manna sveitarfélaga losna 30. nóvember. - ghs ÓLAFUR LOFTSSON Viðræður að hefjast um launaliði í kjarasamningum grunnskólakennara: Kjaraviðræður ganga vel KJARABARÁTTA Grunnskólakennarar fóru síðast í verkfall árið 2004. Ekki er útlit fyrir að kennarar fari í verkfall nú miðað við góðan gang samningaviðræðna. EFNAHAGSMÁL Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, ASÍ, segir að Alþýðu- sambandið hafi „í vaxandi mæli“ áhyggjur af því að stjórn og staða efnahagsmála sé komin í hið mesta óefni. Verðbólga verði á næstu mánuðum í átján ára hámarki. Hún stefni í tveggja stafa tölu á tólf mánaða grunni og hafi þá ekki verið meiri frá því fyrir gerð þjóð- arsáttar. Með sama framhaldi stefni í „nauðlendingu“. „Það þýðir að allur sá árangur sem þjóðarsáttin skóp er endan- lega fyrir bí. Kaupmáttur okkar félagsmanna mun fara mjög illa, verðtryggð lán munu fara upp úr þakinu, atvinnulífið mun frjósa yfir með þessa vaxtastefnu. Það er enginn sem getur staðist þessa vexti, hvorki fólk né fyrirtæki,“ segir Gylfi. „Besta leiðin til að takast á við þessa óvissu er að vinna sameigin- lega að því að sporna gegn henni. Ég hélt að ríkisstjórnin væri þannig samsett að hún hefði skiln- ing á þessu. Hún hafði frumkvæði að því að stofna formlegan vett- vang um mótun efnahagsstefn- unnar. Fyrsti fundur var haldinn í byrjun júlí en hópurinn hafi ekki verið kallaður saman síðan. „Hvers konar samráðsvettvangur er þetta þá?“ spyr Gylfi. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að bankar og sparisjóðir muni vænt- anlega hækka strax vexti á óverð- tryggðum lánum, til dæmis yfir- dráttarlánum. „Þannig að við sláum enn eitt heimsmetið í háum vöxtum,“ segir hann. „Þetta eru dapurleg tíðindi fyrir neytendur að mínu mati.“ Jóhannes vonar að bankarnir hækki vexti sem minnst og minnir á að heimilin séu þegar að kikna undan háum vöxtum. „Þau mega varla við meiru,“ segir hann. „Þetta er því miður hálfgerð hrossalækning og ég er ekkert voðalega hrifinn af svona hrossa- lækningum,“ segir Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda. „Það er verið að lækna erfiðan sjúkdóm með hrossalækningu sem virkar afar takmarkað. Stýrivaxtahækk- unin virkar aðallega á yfirdráttar- heimildir landsmanna og vextirn- ir eru alltof háir. Ég held að þarna þurfi önnur lækningatæki til, til dæmis gjaldmiðil sem virkar,“ segir Gísli spurður um það hvaða lækningatæki það væru. Stjórn- málamenn verði að leysa úr því sem fyrst. ghs@frettabladid.is Verðbólga stefnir í átján ára hámark Talsmenn neytenda telja að bankar og sparisjóðir hækki strax vexti á óverð- tryggðum lánum. Framkvæmdastjóri ASÍ segir verðbólgu stefna í átján ára hámark. Samráðsvettvangur um mótun efnahagsstefnunnar talinn óvirkur. DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Seðlabankinn hækkaði í vikunni stýrivexti um hálft prósentustig og eru þeir nú 15,5 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Er umferðarmerkingum á Reykjanesbraut ábótavant? JÁ 76,1% NEI 23,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú líklegt að fasteignaverð lækki um 30 prósent á næstu tveimur árum? Segðu skoðun þína á visir.is KOSOVO, AP Carla Del Ponte, fyrrverandi aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag, segir í nýrri bók að hópur Kosovo-Albana hafi árið 1999, í lok Kosovostríðsins, drepið tugi Serba og selt líffæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja hana styðja mál sitt nægilega sterkum rökum til að hefja þurfi rannsókn á málinu. Í bókinni segir Carla að nokkur hundruð manns hafi verið fluttir frá Kosovo inn í Albaníu. Sumt af yngra fólkinu í hópnum hafi verið drepið og læknar hirt úr því líffæri, sem síðan voru seld. - gb Fyrrverandi saksóknari í Haag: Sakar Serba um líffærasölu KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.