Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 4
4 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 10° 7° 7° 8° 14° 12° 13° 11° 10° 20° 17° 14° 12° 21° 20° 31° 24° Á MORGUN Hæg, breytileg átt. 0 MÁNUDAGUR Hæg, breytileg átt. 0 -2 0 0 3 2 3 3 1 -2 6 5 4 6 6 8 2 4 4 8 6 0 0 -1 23 1 1 0 33 HELGIN Þessa helgina má búast við rólegheit- arveðri um mest allt land. Í dag verður víða nokkuð bjart veður, einkum þó sunnan til og vestan. Á morgun þykknar hins vegar víða upp og verður nokkuð þungbúið. Er hætt á að víða falli lítilsháttar úrkoma og þá él norðan til en skúrir eða slydduél syðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur 2 fyrir 1 FÉLAGSMÁL Í Kvennaathvarfið leit- uðu 288 konur á síðasta ári. Mun fleiri konur en áður nefndu líkam- legt ofbeldi sem ástæðu komu og segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, það vekja áhyggjur um hvort ofbeldi sé hugsanlega að harðna. Á síðasta ári leituðu hins vegar færri konur ásjár Kvennaathvarfs- ins en árið 2006. Það segir Sigþrúð- ur þó ekki endilega gleðifréttir og segi lítið um ofbeldi sem viðgangist á heimilum í samfélaginu heldur aðallega um það hve margar konur leiti sér hjálpar. Einnig bendir hún á að á þessu ári hafi rúmlega tvö- falt fleiri konur komið til athvarfs- ins vegna heimilisofbeldis en á sama tíma í fyrra. Ásókn eftir þeirri aðstoð sem veitt er í Kvenna- athvarfinu sé mjög sveiflukennd. Einnig vekur athygli að þótt sam- tals hafi komur í athvarfið verið 469 í fyrra en 712 árið á undan voru fleiri í fyrra sem komu í til dvalar og dvöldu þær lengur í athvarfinu en áður. Það segir Sigþrúður líkleg- ast skýrast af ástandi á húsnæðis- markaðnum. Þegar erfiðara sé að verða sér úti um húsnæði sé ljóst að konur sem verði fyrir heimilis- ofbeldi eigi í færri hús að venda. Reynt sé að taka saman tölur um hvert konur fari að lokinni dvöl og sýni þær að í fyrra fóru þrjátíu pró- sent aftur í óbreyttar aðstæður, tólf prósent í breyttar aðstæður og er þá átt við við að ofbeldismaðurinn hafi flutt af heimilinu, farið í með- ferð eða byrjað að vinna í sínum málum, en 22 prósent kvennanna þurftu að flytja í nýtt húsnæði. „Sem þýðir í raun að konan og börn- in þurfa að flytja af heimilinu vegna ofbeldis en ofbeldismaður- inn verður eftir heima án þess að þurfa að takast á við nein vandræði sem flutningum fylgja,“ segir Sig- þrúður. Rúmlega tuttugu prósent kvennanna fluttust þá til vina eða ættingja eftir dvöl í athvarfinu. Í fyrra tók Kvennaathvarfið í fyrsta skipti saman upplýsingar um líðan þeirra kvenna sem þangað leituðu. Langflestar þeirra þjáðust af kvíða, þreytu og einkennum þunglyndis, um helmingur þeirra hafði tíða höfuðverki og vöðvabólg- ur, tæplega þriðjungur þeirra hafði íhugað sjálfsvíg og þriðjungur sagð- ist hafa greinst með sjúkdóm þann tíma sem þær bjuggu við ofbeldi svo sem þunglyndi, átröskun og gigt. Aðeins fimmtán prósent kvenn- anna kærðu ofbeldið og er það fækkun frá árinu 2006 en Sigþrúður bendir á að langfæstar kærurnar leiði til ákæru og því hafi lagaum- hverfið og réttarkerfið ekki hvetj- andi áhrif. „Það er afar sjaldgæft að dómar falli í svona málum og eru þeir þá venjulega mjög vægir,“ segir Sigþrúður. karen@frettabladid.is Fleiri konur með áverka en færri kæra Mun fleiri konur sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra nefndu líkamlegt ofbeldi sem ástæðu komu. Framkvæmdastýra athvarfsins segist hafa áhyggjur af því að ofbeldi sé að harðna. Færri konur kæra. SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir fleiri konur leita til athvarfsins sem hafi líkamlega áverka. Andlegt ofbeldi sé þá ávallt óumflýjanlegur fylgifiskur líkamlegs ofbeldis og veki fjölgunin áhyggjur um hvort ofbeldi sé að harðna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld fordæma ályktun Bandaríkjaþings, þar sem Kínastjórn er hvött til þess að hætta að berja niður mótmæli í Tíbet og hefja viðræður við Dalai Lama. Kínverskir ríkisfjölmiðlar sögðu samtök ungra Tíbeta á Indlandi vera hryðjuverkasamtök. Kína- stjórn rökstyður þessar ásakanir með því að segja mótmæli Tíbeta lið í ofbeldisherferð, sem hafi það markmið helst að kollvarpa Kínastjórn og eyðileggja Ólympíu- leikana. Samtökin, sem eru í tengslum við útlagastjórn Tíbeta á Indlandi, sögðu ekkert hæft í þessum ásökunum. - gb Kínastjórn harðorð: Bregst ókvæða við ályktun MÓTMÆLI Á INDLANDI Tíbetar á Ind- landi hafa óspart mótmælt Kínastjórn undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FLUG Flugmaður tveggja hreyfla flugvélar frá Flugskóla Íslands lenti vélinni á öðrum hreyflinum á Reykjavíkurflugvelli upp úr hádegi í gær. Var flugvélin að koma inn til lendingar þegar flugmanninum tókst ekki að draga úr afli á öðrum hreyflinum. Ákvað hann því að slökkva á hreyflinum og lenti hann vélinni án nokkurra vandræða. Nokkur viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli vegna þessa. - ovd Viðbúnaður vegna flugvélar: Drap á hreyfli Öll þrjú á batavegi Fólkið sem slasaðist í árekstri á Reykjanesbraut á miðvikudagsmorg- un er enn á sjúkrahúsi. Einn liggur enn á gjörgæslu en hin tvö hafa verið útskrifuð þaðan á aðrar deildir. Að sögn læknis eru þau öll á batavegi. SLYS FRAKKLAND, AP Sjóræningjar hafa látið lausa 30 gísla sem voru um borð í snekkju sem þeir rændu undan strönd Sómalíu í síðustu viku. Franski forsetinn Nicolas Sarkozy greindi frá þessu í gær. Í yfirlýsingu frá forsetanum segir að hann þakki franska hernum og öðrum frönskum aðilum fyrir það hve snögglega tókst að binda enda á málið. Í yfirlýsingunni kom ekki fram hvar eða hvenær gíslarnir voru látnir lausir. Hjá franska utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að gíslarnir væru komnir til Djíbúti og flogið yrði með þá til Parísar. - aa Franskir gíslar frelsaðir: Lausir úr hönd- um sjóræningja GENGIÐ 11.4.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 148,096 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,91 73,25 143,87 144,57 115,32 115,96 15,458 15,548 14,518 14,604 12,268 12,34 0,7183 0,7225 119,52 120,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MÓTMÆLI Hópur atvinnubílstjóra tafði umferð í Ártúnsbrekku upp úr í hádegi í gær. Keyrðu þeir langt undir löglegum hámarks- hraða og tepptu allar akreinar. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, segir þessa aðgerð hafa verið óskipulagða. „Menn voru að fá sér að borða saman og ákváðu að taka einn hring eftir matinn. Þetta datt bara í menn,“ segir Sturla. Fulltrúar bílstjóra funda með lögfræðingi fjármálaráðuneytis á þriðjudag. Sturla segir engin frekari mótmæli fyrirhuguð, en atvikið sýni að allt geti gerst. - kóp Atvinnubílstjórar minna á sig: Töfðu umferð í Ártúnsbrekku STURLA JÓNSSON Talsmaður bílstjóra segir aðgerðina í gær hafa verið óskipu- lagða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Velta minnkar Velta á fasteignamarkaði dróst saman í síðustu viku frá vikunni á undan. Veltan var 2,2 milljarðar miðað við 2,8 í vikunni á undan. FASTEIGNAMARKAÐUR KOMUR Í KVENNA- ATHVARFIÐ 2006-2007 2006 2007 Komur samtals 469 712 Viðtöl 368 613 Dvöl 101 99 Dvalarkonur án barna 55 58 Dvalarkonur með börn 46 41 Fjöldi barna 68 57 VIÐSKIPTI „Þetta er ákveðið áfall, það er ekki hægt að neita því,“ segir Már Másson, talsmaður Glitnis banka. Dótturfyrirtæki Glitnis, Glitnir Privatökonomi, hefur verið svipt starfsleyfi fyrir alvarleg og kerf- isbundin brot á lögum um verð- bréfaviðskipti, að því er segir í yfirlýsingu norska fjármálaeftir- litsins. Greint er frá þessu í Aften- post en, einu útbreiddasta dagblaði Noregs, auk þess sem fréttastofa Reuters hefur þegar greint frá málinu. Norska fjármálaeftirlitið segir í yfirlýsingu að málið snerti ekki aðrar deildir Glitnis. Már Másson segir að þótt starfs- leyfi hafi verið skilað inn til fjár- málaeftirlitsins snúi málið að tak- mörkuðum þætti í rekstri Glitnis Privatökonomi og hafi hverfandi áhrif á rekstur Glitnis í Noregi. „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Már, spurður um alvarleika þess að nafn bankans sé í útbreiddum fjölmiðlum tengt við starfsleyfissviptingu og lögbrot á sama tíma og íslensk fjármálafyr- irtæki leitist við að bæta ímynd sína og auka traust erlendis. Hann bætir því við að náið sé starfað með fjármálaeftirliti Noregs auk þess sem allir innri ferlar í Glitni Privatökonomi séu í endurskoðun. Í nýlegri skýrslu forsætisráðu- neytisins um ímynd Íslands erlendis segir að hún sé almennt jákvæð, en veikburða. - ikh Dótturfyrirtæki Glitnis í Noregi staðið að lögbrotum og svipt starfsleyfi: Áfall hjá Glitni í Noregi HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Norska fjár- málaeftirlitið hefur svipt dótturfyrirtæki Glitnis í Noregi starfsleyfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.