Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 50
 12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR8 ● fréttablaðið ● börn Börn og unglingar geta hitað upp fyrir heita sumardaga í Kramhúsinu um þessar mundir, þar sem nú eru að hefjast vornámskeið og margt spennandi í boði. Kramhúsið er þekkt fyrir að fara nýjar slóðir og verður þar engin breyting á að þessu sinni. Krump og hiphop er ein tegund af nýjum dansi sem kenndur er í Kramhúsinu, þar sem þátttak- endur fá útrás fyrir reiði, leiða, gremju og stress. Sandra Er- lingsdóttir kennari lærði krump í New York og segir hann götu- dans sem átti upptök sín hjá krökkum í fátækari hverfum Los Angeles. Dansinn notuðu þau til að fá útrás fyrir reiði sem áður leiddi til slagsmála eða eiturlyfjanotkunar. „Krakkarnir í Kramhúsinu skemmta sér vel í krumpinu,“ segir Sandra, sem byrjaði sjálf að dansa þegar hún var aðeins fimma ára. „Ég blanda saman krumpi og hip hop hjá yngstu krökkunum en eldri hóparnir taka krumpinu á annan hátt og fá meiri útrás. Það er svo gott að hitna og svitna til að brjótast út úr amstrinu og stressinu sem hver og einn dílar við. Dansinn er góð leið til að ná jafnvægi til móts við annað áreiti í lífinu,“ segir hún rólega. Af öðrum nýjum námskeið- um má nefna afródans fyrir sjö til tíu ára börn, en hópar geta einnig bókað fjölskyldudaga og allir dansað saman, bæði börn og fullorðnir. „Í afró kynnast börnin afrískri tónlist og rytma, læra afríska söngva, þýðingu þeirra og létta dansa. Taktur er stór þáttur í námskeiðinu og eins að leyfa börnunum að kynn- ast þessari tegund tónlistar og fá tilfinningu fyrir menningunni,“ útskýrir Þórunn Óskarsdóttir, verkefnastýra hjá Kramhúsinu. Að sögn Bryndísar Jónsdótt- ur, hjá Kramhúsinu, líkar börn- um einnig vel að geta prófað aðrar tómstundir en þær sem krefjast stöðugrar ástundunar og keppni. „Hjá Kramhúsinu er megináhersla lögð á leikgleði, spuna og frelsi,“ segir Bryndís brosandi. „Á dögunum voru tveir leiklistarhópar að klára og settu upp frábæra sýningu þar sem þeir fjölluðu um ástina út frá Rómeó og Júlíu. Framhaldshóp- ur verður nú á vordögum og þar kenna þrár frábærar leikkonur, þær Harpa Arnardóttir, Álfheið- ur Árnadóttir og Magnea Valdi- marsdóttir. Þær sjá um að spinna með krökkunum og líklega fá borgarbúar að sjá afraksturinn þegar sól hækkar á lofti.“ Þórunn bætir við að í júní hefj- ist sumarskóli Kramhússins þar sem börnum á aldrinum sjö til tólf ára gefst kostur á fimm daga námskeiði í leiklist og spuna, hip hop og afródansi, myndlist og jóga auk þess sem skyggnst er í sirkusheiminn. „Hvert nám- skeið endar með lítilli sýningu þar sem foreldrum gefst kost- ur á að sjá afrakstur vikunn- ar. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að virkja leikgleði og sköpunarkraft og er markmiðið að þroska persónuleika einstakl- ingsins, samskiptahæfileika og auka sjálfsöryggi.“ Reynd- ir kennarar standa að námskeið- inu en í Kramhúsinu hefur verið starfrækt listasmiðja barna og unglinga síðastliðin 25 ár. - vaj Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl. Þar verður fjallað um leiðir til að hlusta á raddir leikskólabarna og gefa sjónar- miðum þeirra aukið vægi. Ráðstefnan Rödd barnsins verður hald- in í Borgarleikhúsinu 18. apríl. Þar verð- ur fjallað um leiðir til að hlusta á raddir leikskólabarna og hvernig tryggja megi að þau hafi áhrif á viðfangsefni sín og um- hverfi. Eins og segir í tilkynningu frá Leik- skólasviði Reykjavíkurborgar, sem ásamt RannUng stendur að ráðstefnunni, er við- fangsefnið nýstárlegt og mikilvægt, og fjallað er um hvernig megi tryggja vellíð- an og gefandi námsumhverfi fyrir börnin á þeirra forsendum. Einn fyrirlesara er Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri. Fyrir- lestur hennar kallast „Hvert barn er sinn eigin kór“ og fjallar um aðferðir til að gefa röddum barna vægi í leikskólastarfinu. Heiti fyrirlestrarins er vísun Kristínar í frægan uppeldisfræðing og heimspeking, Loris Malaguzzi að nafni, sem lét eitt sinn hafa eftir sér að hvert barn kynni hundrað mál en frá því væru tekin níutíu og níu. „Það eru ótal aðferðir til að gefa röddum barna vægi,“ segir Kristín. „Það má ekki gleyma því að raddir barna eru ekki bara þessi rödd sem kemur úr kokinu, heldur eru raddirnar miklu fleiri. Barn sem lyftir höndum til starfsmanns er að tjá sig með líkamanum. Barn sem leikur sér er dæmi um rödd. Sömuleiðis þegar það syngur eða teiknar. Að gefa röddum barna vægi og hlusta er ekki bara að eiga í samræðum heldur að veita þeim eftirtekt á miklu fjöl- breyttari og nærfærnari hátt.” Frá því að fyrsta uppeldisáætlunin um leikskóla á Íslandi kom fram árið 1985 hefur verið inni í uppeldisáætluninni ákvæði um barnafundi þar sem börn fá að taka ákvarðanir um ákveðin mál, ræða reglur og annað slíkt að sögn Kristínar. Hún segir það samt sem áður ekki þýða að börnin fái þá að ráða öllu. „Sumir telja þetta þýða að börnin séu brúðumeistarar leikskólakennara og þeir strengjabrúður barnanna. En við fylgjum okkar markmið- um í gegn, en tökum inn sjónarmið barna með því að hlusta á þau,“ segir Kristín. „Á einum leikskóla í Reykjavík er búið að hanna spil þar sem þátttakendur eiga á ákveðnum tímapunkti að segja hvað sé skemmtilegt, erfitt, leiðinlegt eða áhuga- vert í skólanum. Þannig er spilið notað til að komast að því hverju börnin hafa áhuga á. Næsta skref væri að kennararn- ir spyrðu sjálfa sig hvers vegna eitthvað er skemmtilegt eða leiðinlegt,“ bendir Kristín á. „Varðandi lýðræðislegt val í leikskólum þá er mikilvægt að það standi um eitthvað sem skiptir máli,“ heldur hún áfram. „Það er til dæmis algengt að leikskólakennar- arnir velji hvaða myndir eftir börnin for- eldrar fá að sjá en það á að gera í samstarfi við barnið, því myndin er stolt þess.“ Um þetta og fleira mun Kristín fjalla í Borgarleikhúsinu 18. apríl. Aðrir fyrir- lesarar eru Sue Dockett sem fjallar um þátttöku ungra barna í rannsóknum, Anne Trine Kjörholt sem flytur fyrirlesturinn Beyond Listening, Jóhanna Einarsdóttir sem ræðir ólíka sýn á börn og hvernig sú sýn hefur áhrif á barnarannsóknir og loks Anna Magnea Hreinsdóttir sem flytur fyr- irlesturinn „Út af því að fjögurra ára stelp- ur eru í leikskóla“. - nrg Álfheiður Anna Pétursdóttir og Sandra Erlingsdóttir kenna hip hop, krump og afró hjá Kramhúsinu, þar sem börn og ungmenni geta ýmist lært að tileinka sér rytma, sungið eða fengið útrás fyrir reiði og streitu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Leikgleði, spuni og frelsi Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri, fjallar um aðferðir til að gefa röddum barna vægi í leik- skólastarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hvert barn hefur hundrað mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.