Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 2
2 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
ÞORLÁKSHÖFN Lögfræðingur Lýsis
hf. krefst þess að Guðmundur
Oddgeirsson, talsmaður hóps íbúa
í Þorlákshöfn, sem mótmælt hefur
fiskþurrkun í bænum, dragi til
baka ummæli sín um fyrirtækið í
fjölmiðlum ellegar fari fyrirtækið
í mál.
Í yfirlýsingu frá Lýsi segir að í
blaðaviðtölum hafi Guðmundur
haft uppi gífuryrði um Lýsi og að
lögfræðingur félagsins kanni nú
réttarstöðu þess með málshöfðun í
huga. „Hann kallar fyrirtækið
umhverfissóða og síbrotafyrir-
tæki,“ segir Katrín Pétursdóttir,
forstjóri Lýsis. „Við sitjum ekki
undir svona áburði.“
Á mánudag barst Guðmundi
bréf frá lögfræðingi Lýsis. Þar er
ummælum hans mótmælt og þau
sögð til þess fallin að skaða ímynd
Lýsis og valda því fjárhagslegu
tjóni. Er þess krafist að Guðmund-
ur dragi ummæli sín til baka í
öllum helstu fjölmiðlum landsins
og birti afsökunarbeiðni. Að
öðrum kosti áskilur Lýsi sér rétt
til að höfða mál gegn honum til
ómerkingar ummælanna sem og
til heimtu skaðabóta og eða miska-
bóta.
„Ég er að skoða mín mál með
mínum lögfræðingi,“ segir Guð-
mundur. „Ég er að verja heimili
mitt fyrir þeirri mengun sem
berst frá hausaþurrkun Lýsis. Ég
er talsmaður 527 íbúa Þorláks-
hafnar og hef talað í anda þess.“
Í yfirlýsingu frá Lýsi segir að
fyrirtækið harmi það ástand sem
skapast hefur um atvinnurekstur
fyrirtækisins í Þorlákshöfn þar
sem íbúar hafa kvartað yfir lykt-
armengun frá fiskþurrkun þess.
Mengunarbúnaður hafi verið til-
búinn í eitt og hálft ár en leyfi ekki
fengist frá bæjaryfirvöldum til að
setja hann upp.
„Erfitt sé að draga aðrar álykt-
anir af þessari synjun en þær að
bæjaryfirvöld vilji viðhalda
óánægju íbúa Þorlákshafnar með
starfsemi fiskþurrkunarinnar.
„Bæjaryfirvöld skýla sér bak við
að það stríði gegn skipulagi eða
einhverju slíku,“ segir Katrín. Um
tvo turna sé að ræða sem bæjaryf-
irvöld telji of háa.
„Við synjuðum þessum turnum
ekki,“ segir Ólafur Áki Ragnars-
son, bæjarstjóri í Ölfusi. Skipu-
lagslög segi til um að svo háir
turnar þurfi að fara í deiliskipulag
sem sé Lýsis að gera. „Tillagan
hefur ekki borist okkur enn þá,“
segir Ólafur sem telur Lýsi ekki
hafa unnið sína vinnu eins og þeim
beri að gera. Segir hann ekkert lát
á viðvarandi lyktarmengun frá
verksmiðjunni. „Okkur finnast
þetta ekki merkileg vinnubrögð
hjá aðila eins og Lýsi sem gefur
sig út fyrir að vera fyrirtæki með
hreina og heilsusamlega vöru.“
Ólafur gagnrýnir einnig Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands. „Við
höfum margoft mótmælt þessu
við heilbrigðiseftirlitið en það
hefur ekkert tillit verið tekið til
þess og fyrirtækið ekki einu sinni
krafið um að fara eftir skilyrðum
starfsleyfis.“
„Það getur komið fyrir, sérstak-
lega í norðanátt, að það sé lykt frá
verksmiðjunni,“ segir Katrín. Það
segi sig sjálft að alltaf berist lykt
frá fiskþurrkun. „En það er fisk-
þurrkunarlykt, ekki ýldufýla.“
olav@frettabladid.is
Lýsi hótar talsmanni
íbúa málshöfðun
Mengunarbúnaður liggur við hlið fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn.
Leyfi til uppsetningar fæst ekki hjá bæjaryfirvöldum þar sem búnaðurinn þarf
að fara í deiliskipulag sem Lýsi hefur ekki unnið. Viðvarandi lyktarmengun.
FRÁ ÞORLÁKSHÖFN Forráðamenn Lýsis saka bæjaryfirvöld í Ölfusi um að standa í
vegi fyrir uppsetningu á mengunarbúnaði og viðhalda þannig óánægju íbúa með
fiskþurrkunarverksmiðju. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ELÍASSON
Bjarni, býður þú upp á sam-
göngusvið?
„Já, en þetta geta líka verið leiksvið,
aðallega eru þetta þó átsvið.“
Ný samgöngumiðstöð mun rísa í Vatns-
mýrinni. Bjarni Alfreðsson, veitingamaður
á BSÍ, vonar að hann geti áfram boðið
upp á kjamma og kók í samgöngumið-
stöðinni og hefur gefið sig út fyrir að vera
verndari sviðakjammans.
LÖGREGLA Tölur ríkislögreglu-
stjóra sýna að um 73 prósentum
fleiri tilkynningar um líkams-
meiðingar bárust
lögreglu nú í
mars miðað við
sama mánuð fyrir
tveimur árum.
Aukningin er um
29 prósent frá því
í mars í fyrra.
„Það er ekki
hægt að draga
neinar víðtækar
ályktanir af
samanburði á
svona stuttum tímabilum, aðeins
einum mánuði, en að sjálfsögðu
höfum við áhyggjur af því ef
ofbeldisbrotum er almennt að
fjölga,“ segir Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri höfuðborgarsvæð-
isins. Stefán bendir á að fyrstu
tvo mánuði þessa árs hafi fjöldi
hegningarlagabrota verið
svipaður og sömu mánuði í fyrra.
Þá hafi apríl enn sem komið er
verið í rólegri kantinum. - gar
Tölur frá ríkislögreglustjóra:
Ofbeldisverk-
um fjölgar
STEFÁN
EIRÍKSSON
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri neitar að hafa banað manni
sem fannst látinn á heimili sínu í
fjölbýlishúsi við Hringbraut í okt-
óber síðastliðnum.
Maðurinn hefur verið ákærð-
ur fyrir manndráp en ákæran var
þingfest í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Í ákæru er hann sagð-
ur hafa barið húsráðanda þrisvar
sinnum með slökkvitæki í hausinn
með þeim afleiðingum að hann
hlaut heilablæðingu og dó.
Maðurinn sem ákærður er var
sá hinn sami og tilkynnti lögreglu
um að maður lægi rænulaus í rúmi
sínu. Aðalmeðferð fer fram þrítug-
asta þessa mánaðar. - mh
Manndráp á Hringbraut:
Ákærði neitar
sök í dómsal
DANMÖRK Tveir grímuklæddir
menn rændu í gær fimm ára
dreng úr bíl móður hans í Virum í
Danmörku.
Var móðirin að sækja drenginn
á leikskóla og hafði sett hann í
barnabílstól þegar mennirnir
réðust á hana. Rifu þeir drenginn
út úr bílnum, fleygðu honum inn í
svartan skutbíl og óku á brott.
Hóf lögreglan á Norður-Sjálandi
þegar í stað leit að mönnunum og
drengnum og tók mikið lið
lögreglu þátt í leitinni. Drengur-
inn, sem er af kínverskum
uppruna, heitir Oliver. Hefur
móðirin sagt lögreglunni að hún
hafi ekki þekkt ræningjana. - ovd
Hrifsuðu dreng af móður:
Barnsrán í
Danmörku
DANMÖRK Nærri 100.000 starfs-
menn í umönnunarstörfum í Dan-
mörku fóru í verkfall í gær í kjöl-
far þess að kjaraviðræður
strönduðu. Þetta er umfangsmesta
verkfall í landinu síðan árið 1998.
Hjúkrunarfólk, starfsfólk í
félagsþjónustu og á barnaheimil-
um er meðal þeirra sem taka þátt
í verkfallinu. Bráðadeildum
sjúkrahúsa er þó haldið opnum.
Verkalýðsfélögin krefjast 15
prósenta launahækkunar en
samninganefndir hafa boðið 12,8
prósenta hækkun og sumir
opinberir starfsmenn hafa þegið
hana. Ríkisstjórnin hyggst ekki
grípa inn í verkfallið. - aa
Kjaradeila í Danmörku:
Nærri 100.000
manns í verkfall
TÓMIR GANGAR Danskt hjúkrunarstarfs-
fólk gekk út af sjúkrahúsunum.
EINKALÍF Lög um persónuvernd
voru brotin á starfsstúlku á elli-
heimilinu Grund með skráningu
upplýsinga um veikindi hennar í
gagnagrunn.
Vegna ungs aldurs var stúlkan
ekki lögráða þegar hún starfaði á
Grund. Forráðamaður hennar leit-
aði til Persónuverndar í nóvember
síðastliðinn vegna þess sem hann
taldi vera óþarfa skylduskráningu
og söfnun heilsufarsupplýsinga
um stúlkuna án samþykkis hans
sem forráðamanns.
Grund hafði falið einkafyrir-
tæki sem nú heitir Heilsuverndar-
stöðin að annast veikindaskrán-
ingu starfsmanna elliheimilisins.
Áttu starfsmenn að tilkynna því
fyrirtæki um veikindi og eðli
þeirra. Um þetta var síðan haldin
skrá.
Fulltrúar Persónuverndar heim-
sóttu Heilsuverndarstöðina í lok
janúar síðastliðinn til að kanna
gögn fyrirtækisins um ungu stúlk-
una:
„Kom í ljós að þar voru skráðar
upplýsingar um fjarvistir hennar
frá vinnu vegna veikinda og í
sumum tilvikum einnig um eðli
veikindanna,“ segir í úrskurði
Persónuverndar.
Niðurstaða Persónuverndar var
að Grund hefði ekki gert stúlkunni
næga grein fyrir því að henni væri
ekki skylt að veita viðkvæmar
persónuupplýsingar um sjálfa sig.
- gar
Ekki farið að lögum um persónuvernd gagnvart ólögráða starfsstúlku á Grund:
Skráðu veikindasögu án leyfis
GRUND Starfsfólki elliheimilisins var gert
að tilkynna veikindi til einkafyrirtækis út
í bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
LÖGREGLUMÁL Stefnt er að auknu
og bættu samstarfi pólskra og
íslenskra lögregluyfirvalda. Er
það eitt af því sem rætt var á
fundi Stefáns Eiríkssonar,
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins, og Michal Síkorskí,
ræðismanns Póllands, í gær.
Var fundur þeirra haldinn í
framhaldi af máli Premyslaw
Plank, sem grunaður er um morð
í Póllandi en hefur verið búsettur
hér á landi. - ovd
Samskipti Íslands og Póllands:
Aukið samstarf
lögregluliðanna
ORKUMÁL Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, telur augljóst ósamræmi vera í
yfirlýsingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
varðandi verkefni Reykjavík Engergy Invest í
Afríku. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi sagt á
borgarstjórnarfundi á þriðjudag að Kjartan
Magnússon hefði fullt umboð borgarstjórnarflokks-
ins til að undirrita samninga í Djíbútí, sem skuld-
bindur REI til að leggja 300 milljónir króna í
hagkvæmnisathugun vegna fyrirhugaðrar jarð-
varmavirkjunar, ef erlendir sjóðir koma upp með
aðrar 1.200 milljónir sem verkefnið kostar.
„Síðan segir Gísli Marteinn Baldursson í viðtali
við RÚV að hann treysti Kjartani til að draga
fyrirtækið út úr verkefnum og lágmarka alla
áhættu og einhugur sé innan borgarstjórnarflokks-
ins um að skattpeningar borgarbúa sé ekki notaður
í áhætturekstur í Afríku eða annars staðar.“
Óskar telur að á meðan ekki fæst skýr lína í
málflutningi pólitískrar yfirstjórnar Orkuveitunn-
ar og REI skaðist bæði fyrirtækin og íslenska
orkuútrásin í heild.
„Orkuútrásin hefur hingað til notið virðingar og
trausts úti um allan heim. En vandræðagangurinn í
yfirstjórn fyrirtækjanna er stórskaðlegur fyrir
orkuútrásina,“ segir Óskar. - shá
Borgarfulltrúi segir ósamræmi í málflutningi sjálfstæðismanna um málefni REI:
Stórskaðlegt fyrir orkuútrás
ÓSKAR BERGSSON Pólítísk yfirstjórn REI og OR skaðar fyrir-
tækin, að hans mati. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS