Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 8
8 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
1 Hvar tóku forsetahjónin
fyrstu skóflustungu að nýrri
sundlaug á þriðjudag?
2 Hver er nýr formaður Kven-
réttindafélags Íslands?
3 Hvað verður mikið atvinnu-
leysi á Íslandi 2010 gangi spá
fjármálaráðuneytisins eftir?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 58
TILBOÐ FYRIR ALLA FÉLAGA
Í VILDARKLÚBBI ICELANDAIR
Dagana 16.–18. apríl bjóðum við öllum okkar
félögum 50% afslátt af flugi þegar greitt
er með Vildarpunktum.
Ferðatímabil er til og með 31. desember.
Bókunum lýkur föstudaginn 18. apríl kl. 17:00.
Tilboðið bókast inn á www.vildarklubbur.is.
Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir.
Flugvallarskattar ekki innifaldir.
Evrópa 19.–21.000 Vildarpunktar
Bandaríkin 25.–30.000 Vildarpunktar
Kanada 25.000 Vildarpunktar
* Tilboðið gildir ekki til Barcelona, Mílanó og Madrid.
+ Skilmálar og allar nánari upplýsingar
á www.vildarklubbur.is.
FLUG FYRIR
HELMINGI
FÆRRI
VILDAR-
PUNKTA*
– TAKMARKAÐ
SÆTAFRAMBOÐ
Vildarklúbbur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.IS
IC
E
41980
04
/08
WWW.VILDARKLUBBU
R.IS
Vegna mikils álags á símkerfinu,
bendum við á www.vildarklubbur.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
BANDARÍKIN, AP Aftökur hefjast
brátt á ný í Bandaríkjunum, en
þær hafa legið niðri að mestu í
vetur meðan Hæstiréttur Banda-
ríkjanna velti því fyrir sér hvort
það teldist ómannúðleg refsing að
taka fanga af lífi með eitur-
sprautu.
Hæstirétturinn í Washington
komst í gær að þeirri niðurstöðu
að notkun á eitursprautum bryti
ekki í bága við bann stjórnarskrár-
innar gegn ómannúðlegri refs-
ingu.
Sjö dómarar af níu stóðu að
úrskurðinum, en tveir voru honum
andvígir. Einungis tveimur stund-
um eftir að úrskurður Hæstarétt-
ar var birtur, skýrði ríkisstjóri
Virginíu frá því að bráðabirgða-
banni á aftökum hefði verið aflétt.
Virginíuríki hætti aftökum, eins
og önnur ríki Bandaríkjanna,
meðan beðið var úrskurðar Hæsta-
réttar.
Eitursprautur hafa árum saman
verið algengasta líflátsaðferðin í
Bandaríkjunum, og fáar aftökur
eru nú orðið gerðar með öðrum
hætti.
Tveir fangar á dauðadeild í
Kentucky náðu því fram að Hæsti-
réttur tók málið fyrir. Fangarnir
tveir sögðu aðferðina brjóta í bága
við stjórnarskrá vegna þess hve
oft eitthvað hefur farið úrskeiðis
við framkvæmd hennar, meðal
annars vegna þess að starfsmenn
sem sjá um líflát fanga kunna ekki
nógu vel á þær. - gb
Eitursprautur ekki talin ómannúðleg aftökuaðferð:
Aftökur hefjast á ný
í Bandaríkjunum
LÍFLÁTSKLEFI Í KALIFORNÍU Hæstiréttur Bandaríkjanna gerir enga athugasemd við
aftökur með eitursprautum. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Byggðarráð Borgar-
byggðar telur mun mikilvægara
að bæta vegasamgöngur milli
höfuðborgarsvæðisins og Vest-
urlands en að koma á lestarsam-
göngum milli Keflavíkurflug-
vallar og Reykjavíkur, sem og
innan höfuðborgarsvæðisins.
Þessi afstaða birtist í umsögn
byggðarráðsins um þingsálykt-
unartillögu um að hagkvæmni
lestarsamgangna yrði könnuð.
Ítrekuð er sú afstaða að innan-
landsflugvöllur verði áfram í
Vatnsmýri og að byggingu sam-
göngumiðstöðvar þar verði hrað-
að. Ráðið leggst þó ekki gegn
hagkvæmniathugun.
Í umsögn Vegagerðarinnar er
vitnað til fyrri úttektar á hag-
kvæmni lestarsamgangna en nið-
urstaða hennar var að fram-
kvæmdin væri ekki hagkvæm.
Segir Vegagerðin að í fljótu
bragði verði ekki séð að líkur séu
á annarri niðurstöðu nú. Ekki er
þó lagst gegn því að hagkvæmni,
kostir og gallar verði könnuð að
nýju.
Opinberu stofnanirnar Land-
helgisgæslan, Byggðastofnun,
Siglingastofnun og Umhverfis-
stofnun lýsa sig samþykkar hag-
kvæmniathuguninni og telur
Umhverfisstofnun að með notk-
un lesta eða léttlesta megi draga
úr svifryki og losun gróðurhúsa-
lofttegunda. - bþs
Borgfirðingar vilja vegabætur áður en lestarsamgöngur verða byggðar upp:
Vilja betri vegi frekar en lest
ÞJÓÐVEGUR 1 Borgfirðingar telja rétt að
vegir verði bættir áður en lestarteinar
verða lagðir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SKÓLAR Börn í Árborg mæta ekki
nógu vel í skólann ef marka má
félagsmálanefnd sveitarfélags-
ins.
„Mörg börn eru með mjög
slaka skólasókn. Mikilvægt er að
hlúa vel að þessum einstakling-
um,“ segir í fundargerð félags-
málanefndar sem á miðvikudag
ræddi málefni barna, mætingu
þeirra í skóla og leiðir til úrbóta:
„Félagsmálanefnd telur brýnt
að allar stéttir sem vinna að
málefnum barna og unglinga
vinni náið saman. Verkefnisstjóra
félagslegrar ráðgjafar var falið
að skoða nánar útfærslu varðandi
samvinnu á milli kerfa.“ - gar
Skrópsýki í Árborg:
Börn trassa að
mæta í skólann
VEISTU SVARIÐ?