Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 42
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Framleiðandinn McHale er með aðstöðu í þessu glæsilega húsnæði á Írlandi. MYND/ÚR SAFNI JÖTUNS VÉLA Fusion 2 er nýuppfærð gerð af sambyggðri rúllu- og pökkunarvél. Í vélinni er einföld- uð stjórntölva á íslensku með myndrænu viðmóti. Í byrjun marsmánaðar hélt stór hópur á vegum Jötuns véla í víking til Írlands að tileinka sér þjónustu við vélar frá fram- leiðandanum McHale, með aðaláherslu á Fusion 2 nýupp- færða gerð af sambyggðri rúllu og pökkunarvél. Í vélinni er ný og einfölduð stjórntölva á íslensku með myndrænu viðmóti. Að sögn Birgis Guðmundssonar, varahlutasérfræðings Jötuns véla, voru Írarnir höfðingjar heim að sækja. „Við fórum þarna út og vorum komnir á sunnudagskvöldi. Strax um kvöldið var borðað í boði McHales og Guinness með,“ segir Birgir. „Svo á mánudeginum byrjaði námskeiðið, sem var aðallega bók- legt til að byrja með, en svo fórum við í salinn hjá þeim þar sem vél- arnar voru í pörtum og þeir sýndu okkur hvert stykki. Þá var haldið í verksmiðjuna og Fusion 2 skoðuð.“ McHale Fusion 2 sambyggða rúllu- og pökkunarvélin er hönnuð frá grunni með það í huga að rúlla og pakka í sömu vélinni. Búið er að endurhanna allt burðarvirki en við það léttist hún um nærri sex hundr- uð kíló. Meginkostir vélarinnar eru einfaldleiki, afköst við pökkun og áreiðanleiki. Vélin státar af því að geta rúllað yfir 100.000 rúllur án þess að skipta þurfi um legur. „Við erum með fjórtán þjónustu- verkstæði í kringum landið sem þjónusta bændur fyrir okkur í við- haldi og þess háttar,“ segir Birgir og fullvissar blaðamann um að nú verði allir til reiðu þegar hey skapur hefst í sumar. „Bændur eru að vísu mjög snöggir að læra á vélar, ef þeir vilja,“ segir Birgir og hlær, „en ef þeir laga vélarnar ekki sjálfir koma verkstæðin til með að laga þær. Við fórum í ferðina svo menn fái ekki vél inn á verkstæði án þess að hafa séð svona áður og viti ekki hvernig eigi að laga hana. Við sláum ekki slöku við í því.“ Starfsmenn Jötuns véla voru sammála um að ferðin hefði heppn- ast vel í alla staði og verða starfs- menn þjónustuverkstæða fyrir- tækis ins vel undirbúnir fyrir hey- skapinn. - nrg Fóru í víking til Írlands Hópurinn sem fór til Írlands til að tileinka sér þjónustu við Fusion 2-vélar frá fram- leiðandanum McHale. Námskeiði hófst með bóklegri kennslu. Síðan var haldið út í sal. F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti Venjulegir fólksbílar hafa oft massa í kringum eitt tonn þegar þeir eru tómir. Þeir geta tekið farþega og farangur sem nemur samtals um 400 kílóum. Bílarn- ir eru síðan þyngri eftir því sem þeir eru stærri og geta tekið meiri farm. Venjulegir vörubílar eru nokk- ur tonn á þyngd tómir og geta tekið álíka mikinn farm eða meira, en þyngstu vagnlestir sem leyfðar eru á íslenskum vegum eru tæp fimmtíu tonn með farmi. Á það við stóran vörubíl með álíka stórum tengivagni. Oft er í þessu samhengi talað um ásþunga eða öxulþunga í stað heildarþunga ökutækis eða vagn- lestar. Ástæðan er sú að það er þunginn á hvern ás sem ræður mestu um áhrif bílsins eða lestar- innar á veginn. Vegaslit af völd- um þungrar vagnlestar getur auð- veldlega verið mörg þúsund sinn- um meira en af einum fólksbíl. Vegna þess hversu vörubílar og vagnlestir geta verið þungar getur líka orðið mikið tjón ef eitthvað ber út af. Þess konar ökutæki geta til dæmis skemmt hús og önnur mannvirki ef þau fara út af vegi eða götu og slitið niður brýr, svo ekki sé talað um manntjón sem orðið getur af þeirra völdum. Ef þau eru fullfermd þurfa þau að fara mun hægar í beygj- ur en önnur farartæki vegna þess að svokölluð massamiðja (áður kölluð þyngdarpunktur) liggur hátt og tækið í heild er valt; það er nánar tiltekið óstöðugt gagnvart því að velta á hliðina. Eins eru slík ökutæki viðkvæm fyrir hliðarvindi, sérstaklega bílar eða tengivagn með farm- geymslu sem er tóm. Þá má geta þess að sérstök hætta getur skap- ast ef farmur færist til á palli eða í geymslu á svona tæki. Það sem var stöðugt getur þá orðið valt. Sjá: www.visindavefur.is Þyngd trukka Vörubílum verður að aka sérstaklega varlega, en vegna stærðar sinnar geta þeir skemmt hús og mannvirki ef þeir fara út af vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.