Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 79

Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 79
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2008 G O T T F Ó LK /Ö LG E R Ð IN ANDAKÍLSÁ Í BORGARFIRÐI - SILUNGASVÆÐI Rúmgott veiðihús. Veitt á 3 stangir. Dagverð á stöng aðeins 3.500 kr. HÍTARÁ II Sérlega fallegt og vinsælt svæði. 4 stangir í júní. Tímabil 23. júní – 28. júní. Dagverð á stöng 7.900 kr. TUNGUFLJÓT Í SKAFTÁRTUNGU Eftirsótt veiðisvæði með stórgóðri og ný-endurbættri aðstöðu. Veitt á 4 stangir í maí, dagverð á stöng aðeins 4.900 kr. Vika frá föstudegi til föstudags í júní á 44.900 kr. STEINSMÝRARVÖTN Stutt frá Kirkjubæjarklaustri. Vinsælt og skemmtilegt svæði með góðu veiðihúsi m/heitum potti. Í allt sumar er dagverð á stöng 6.100 kr. og seldar eru 4 stangir. SOG – VORVEIÐI Í Soginu er hægt að fá sumarhús með veiði á mjög hagstæðu verði. Á silungasvæðunum í Bíldsfelli, Ásgarði og Alviðru er boðið upp á veiði með húsi á mjög lágu verði í apríl og maí. Allar upplýsingar á heimasíðu okkar www.svfr.is og í síma 568 6050. Sumarhús með veiði Heimildarmyndin The King of Kong segir frá nútíma keppend- um gamla spilakassaleiksins Donkey Kong, fólki sem á það sameiginlegt að vera komið langt fram á fullorðinsaldurinn. Lífið hjá þeim virðist hafa stöðvast á níunda áratugnum og metnaður þeirra liggur í ná sem flestum stigum í spilakassaleikjum, þá helst Donkey Kong, sem talinn er sá erfiðasti. The King of Kong kynnir til sögunnar ótrúlegan hóp karakt- era; þar á meðal Billy Mitchell, sjálfumglaða stórstjörnu í tölvu- leikjaheiminum og heimsmethafa í Donkey Kong, og Walter Day, dómara í heimsmetum spilakassa- leikja, sem sér um að atlögur við metin fari fram á réttmætan hátt. Veröld Billys hrynur hins vegar þegar Steve Wiebe, grunnskóla- kennari sem hefur mistekist margt í lífinu, tekur sig til og slær heimsmet hans. Við það fer atburðarás myndarinnar af stað, og Billy gerir hvað hann getur til að sverta mannorð Steve og slá honum við í leiknum. Leikstjórinn Seth Gordon fylg- ir ótrúlegri atburðarásinni eftir með afskaplega vel völdum mynd- skeiðum og nær að hnýta saman heildstæða frásögn. Persónurnar og atburðarásin er óvænt að því leyti að hvaða handritshöfundur sem er væri stoltur af því að finna það upp. Kostulegheitin geta jafn- vel minnt á gerviheimildarmynd- ir (e. mockumentary) Christop- hers Guest, án þess auðvitað að vera leikið. Gordon gerir ekki lítið þessu úr viðfangsefni sínu heldur sýnir þessa iðkun líkt og hvert annað keppnisáhugamál. Myndin höfðar þannig til allra, sama hver þekk- ing þeirra á tölvuleikjum sem slíkum sé. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Átök í Donkey Kong KVIKMYNDIR The King of Kong Leikstjóri: Seth Gordon. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. ★★★★ Ein skemmtilegasta heimildarmynd sem gerð hefur verið um nokkurt skeið. Emilio Diaz, faðir leikkonunnar Cameron Diaz, er látinn úr lungnabólgu. Emilio, sem var 58 ára, hafði verið með flensu sem þróaðist síðan út í lungnabólgu. Hann hafði alla tíð verið heilsu- hraustur og því kom dauði hans öllum í opna skjöldu. Hann lék á móti dóttur sinni í litlu hlutverki í myndinni There´s Something about Mary. Framleiðslu á nýjustu mynd Cameron, My Sister‘s Keeper hefur verið frestað vegna atburðarins. Hún sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni What Happens in Vegas á móti Ashton Kutcher en óvíst er hvort hún tekur þátt í að kynna hana. Faðir Diaz lést óvæntHljómsveitin Hjaltalín hitar upp fyrir Múm á tvennum tónleikum í New York dagana 22. og 23. apríl. Einnig spilar sveitin í útvarpsþætti hjá East Village Radio 19. apríl, eða næstkomandi laugardag. „Þetta á eftir að verða gaman. Ég hef aldrei komið til New York þannig að þetta verður bara mikið fjör fyrir mig og okkur öll,“ segir Högni Egils- son úr Hjaltalín. „Við spilum á einum tónleikum í Brooklyn og öðrum á Manhattan á áhugaverðum stöðum. Staðurinn í Brooklyn heitir Brooklyn Masonic Temple og er stór staður í eigu frímúrarareglunnar.“ Í lok maí spilar Hjaltalín síðan í London, París, á tveimur tónlistar- hátíðum í Danmörku og í Svíþjóð. Er tónleikaferðin liður í að kynna fyrstu plötu Hjaltalín sem verður dreift í Skandinavíu á næstunni. Áður en Hjaltalín fer til New York spilar hún í Norðurkjallara MH í kvöld ásamt Carpet Show og Retro Stefson. - fb Spila í New York HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín hitar upp fyrir Múm á tvennum tónleikum í New York.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.