Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 86

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 86
58 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT: 2. íþrótt 6. rykkorn 8. háttur 9. lyftiduft 11. ónefndur 12. rithöf- undur 14. hégómi 16. ólæti 17. titill 18. rell 20. mergð 21. ögn. LÓÐRÉTT: 1. hluta sólahrings 3. fæddi 4. jarðbrú 5. skelfing 7. starf- ræksla 10. gyðja 13. hrós 15. uppurið 16. flýti 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. póló, 6. ar, 8. lag, 9. ger, 11. nn, 12. skáld, 14. snobb, 16. at, 17. frú, 18. suð, 20. úi, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. ól, 4. landbrú, 5. ógn, 7. rekstur, 10. rán, 13. lof, 15. búið, 16. asa, 19. ðð. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Á Hofsósi 2 Margrét Sverrisdóttir 3 3,5 prósent „Ég fæ mér yfirleitt ab-mjólk með haframjöli og banönum og ristað brauð með osti og marm- elaði, og svo kaffi.“ Sesselja Kristjánsdóttir söngkona. „Þetta verður tilfinningalegt uppgjör,“ segir bæjar- fulltrúinn Margrét Gauja Magnúsdóttir sem rýfur þögnina eftir tuttugu ára hlé og syngur Eurovision- lagið Sólarsamba með föður sínum Magga Kjartans á Organ 23. apríl. „Við ætlum að gera þetta með stæl. Það eru tuttugu ár síðan við vorum í Eurovision og við höfum náttúr- lega ekkert elst,“ segir Margrét og hlakkar mikið til. „Þetta er flott lag og við ætlum bara að hafa gaman af þessu. Það er líka frábært að þeir skuli hafa hugsað til lagsins þegar þeir settu þessa tónleika á.“ Að sögn Margrétar stendur til að færa Sólarsömb- una til nútímans með aðstoð plötusnúðs og slagverks. „Við ætlum að lengja það töluvert og fá smá stæla í það.“ Auk heiðursgestanna Margrétar og Magnúsar koma fram á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Sólarsamba 2008, hljómsveitirnar Seabear, Skátar, Kimono og Swords of Chaos. Margrét segist hafa lent í nokkru aðkasti í æsku fyrir að hafa sungið lagið en er löngu hætt að láta það á sig frá. „Ég er ekki kölluð Magga Sólarsamba í Hafnarfirði fyrir ekki neitt. Ég var ekkert sérstak- lega sátt við þetta í mörg ár á eftir og ég var fúl út í pabba í smá tíma,“ segir hún en vill ekki meina að hún hafi orðið fyrir einelti. „Börn geta samt verið grimm, það er alveg staðreynd en þetta var ekkert sem ég bar skaða af. Fyrir tíu árum kom ákveðinn tímapunktur sem ég ákvað að sætta mig við að þetta væri hluti af minni fortíð og í dag er ég stolt af því að vera hluti af Eurovison-sögu Íslands.“ Ef frá er talið örstutt brot úr Sólarsömbu sem Mar- grét flutti í söngleik Kvennaskólans árið 1996 hefur hún látið lagið algjörlega eiga sig öll þessi ár. Hún hefur þó aldrei hætt að syngja með pabba sínum, þó svo að Sólarsamban hafi aldrei komist á efnisskrána. „Síðast sungum við saman í sænskri kirkju síðasta sumar í brúðkaupi vinkonu minnar lagið Islands in the Stream eftir Dolly Parton. Síðan höfum við stund- um tekið lagið við hátíðlegar athafnir fyrir vini og vandamenn.“ Æfingar vegna Sólarsömbu hefjast í næstu viku og þá munu feðginin stilla saman strengi sína og gera upp fortíðina í eitt skipti fyrir öll. freyr@frettabladid.is MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR: STÍGUR ÚR SKUGGA SÓLARSÖMBU Tuttugu ára þögn rofin SÓLARSAMBA Feðginin Magnús Kjartansson og Margrét Gauja syngja Sólarsömbu í undankeppni Eurovision 1988. Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við bandarísku kvikmyndina The Code. Þetta kemur fram á vef- síðunni imdb.com. Leikstjóri The Code er Mimi Leeder en hún á að baki leikstjórn í nokkrum af þekktustu sjónvarpsseríum heims, þeirra á meðal West Wing og E.R. Auk þess hefur hún leikstýrt kvik- myndum á borð við The Peacemaker með George Clooney og Nicole Kid- man og Pay it Forward með Kevin Spacey í aðalhlutverki. Atli hefur náð að skapa sér gott orð sem tón- skáld í hinni stóru Hollywood-verksmiðju og hefur meðal annars komið að gerð tónlistar við kvikmyndirnar The Simpsons og Pirates of the Caribbean. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá samdi Atli síðan tónlistina við The Vantage Point sem nú er sýnd í kvik- myndahúsum borgarinnar og hefur fengið prýðilega dóma fyrir. Hann var að klára tónverkið við Babylon A.D. með rapparanum R.Z.A. og bassaleikara System of a Down en þar fer harðhausinn Vin Diesel með aðal- hlutverkið auk Gér- ards Depardieu og Michelle Yeoh. The Code segir frá gömlum þjófi sem þarf á einu góðu verki að halda til að borga rússnesku mafíunni gamla skuld. Hann fær til liðs við sig ungan og metnaðarfullan glæpamann og kennir honum allt sem hann kann í þessum fræðum. Með aðalhlutverkin fara Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman og spænska sjarmatröllið Ant- onio Banderas auk Roberts Forster. Áætlað er að myndin verði frumsýnd seinna á þessu ári. - fgg Atli semur fyrir Banderas og Freeman SLÆR Í GEGN Stórverk- efnin hlaðast inn á borð til Atla sem er að semja tónlistina við The Code. LÆRLINGURINN OG LÆRIMEIST- ARINN Antonio Banderas og Morgan Freeman leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The Code. Símafyrirtækin hafa augljóslega ekki farið á mis við vinsældir Eurovision-keppninnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Merzedes Club í aðal- hlutverki í nýrri herferð Símans með lag sitt Meira frelsi. Og í dag verður myndband Eurobandsins við Eurovision-framlagið This Is My Life frumsýnt á heimasíðu símafyrirtækisins Nova. „Þetta er náttúrlega allt annars eðlis, við erum ekki að fara í neina herferð fyrir Nova heldur fannst þeim þetta bara skemmtilegt og sýndu þessu mikinn áhuga,“ segir Grétar Örvarsson, umboðsmaður Eurobands- ins. „Annars hefur síminn líka bara verið vinsæll síðan Alexander Graham Bell fann hann upp og þetta er því ekkert óeðlilegt,“ bætir Grétar við en viðurkennir um leið að þetta sé kannski svolítið fyndið í ljósi aðstæðnanna. Eurobandið verður á ferð og flugi á næstunni en hljómsveitin fer í heilu lagi til Kaupmannahafnar og heldur uppi stuðinu eftir stórtónleika Björgvins Halldórssonar. Strax um morguninn fljúga þau Regína Ósk og Friðrik Ómar til London þar sem þau koma fram í ógnarstóru Eurovision-partíi en þar munu stíga á stokk allar helstu Eurovision-stjörnur þessa árs. Loks er væntanleg plata með Eurovision- laginu en þar verður auk þess að finna Hold Me Now eftir Johnny Logan í nýrri útsetningu Örlygs Smára. „Við ætlum ekkert að fara af stað með neina flugeldasýningu heldur viljum toppa á réttum tíma,“ segir Grétar. - fgg Nova frumsýnir Eurobandið NOVASTUÐ Eurobandið frumsýnir nýtt myndband á heimasíðu símafyrirtækisins Nova, nova.is. MARGRÉT GAUJA Bæjarfulltrúinn Margrét Gauja ætlar að syngja Sólarsömbu eftir tuttugu ára hlé. Þegar Kaffibarinn var það heitasta í skemmtanalífi Reykjavíkur tóku þeir Eiður Snorri og Einar Snorri sig til og mynduðu fastagestina. Afraksturinn, myndaröðin Barflies, svart-hvítar portrettmyndir af djammlandsliðinu sumarið 1994, hefur verið hengdur upp í galleríum víðs vegar og er nú á leiðinni í bók. Með bókinni fylgir listi yfir störf fólksins þá og nú og hafa mismikl- ar breytingar orðið á högum fólks. Flestir eru reyndar enn að gera það sama og fyrir fjórtán árum, nema kannski helst Eyþór Arnalds. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með partíi og hvar annars staðar en á Kaffibarnum? Eiríkur Hauksson er væntanlegur til landsins og verður gestadómari í úrslitaþætti Bandsins hans Bubba á morgun. Eiki kemur þó víðar við og verður „metalhaus mánaðarins“ í útvarpsþættinum Metall!!! sem Arnar Eggert Thoroddsen sér um á Rás 2 í kvöld. Eiríkur er auðvitað mikill þungarokkari eins og störf hans í Start, Drýsli og Artch bera vitni um. Eiríkur mun spila sín uppáhaldsslög og spjalla um uppvöxt sinn sem þunga- rokkara. Þáttur Arnars hefst eftir tíufréttir. Mikil stemning virðist vera að myndast fyrir lokaþætti Bandsins hans Bubba annað kvöld. Þar kljást Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Arnar Már Friðriksson um sigurinn. Áhorf á þáttinn hefur tekið kipp og þannig herma óstaðfestar tölur að 39 prósent landsmanna á aldrinum 18-49 ára hafi fylgst með und- anúrslitaþættinum. - glh FRÉTTIR AF FÓLKI Linda B. Stefánsd. lögg. fasteignasali Reykjavík Einstakt tækifæri í byggingariðnaði Til sölu heildsölufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í byggingaiðnaðinum með góðum umboðum. Miklir vaxtamöguleikar og góð framlegð. Einstakt tækifæri fyrir dugmikla einstaklinga. Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is sími 840 2100

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.