Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 2
2 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK LÖGREGLUMÁL Fjórar kærur hafa nú verið lagðar fram á hendur séra Gunnari Björnssyni, sókn- arpresti á Selfossi. Fjórða kæran barst á þriðjudag og að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslu- manns á Selfossi snýr hún að kyn- ferðisbroti. Konan er um tvítugt, eða um tveimur árum eldri en þær þrjár sem áður höfðu kært Gunnar. Brotin munu hafa átt sér stað þegar hún var undir lögaldri. Stúlkurnar þrjár sem fyrst lögðu inn kærur mættu í skýrslu- töku í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Rannsókn málsins heldur áfram í kjölfarið. - kg Séra Gunnar Björnsson: Fjórða kæran borin fram FÉLAGSMÁL Alþjóðahús hlaut mannréttindaverðlaun á mann- réttindadegi Reykjavíkur sem haldinn var í fyrsta sinn í gær. Eru verðlaunin veitt þeim ein- staklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektar- verðan hátt staðið vörð um mann- réttindi tiltekinna hópa. Markmið mannréttindadagsins er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkur- borgar. Í tilkynningu frá Reykja- víkurborg segir að Alþjóðahús hafi gegnt lykilhlutverki í mann- réttindamálum í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og þágu innflytjenda. - ovd Mannréttindaverðlaun: Alþjóðahús verðlaunað ALÞJÓÐAHÚS Meginhlutverk hússins snýr að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT FÉLAGSMÁL Frumvarp um breytingar á Íbúðalánasjóði verður lagt fyrir Alþingi í haust. Almenn lán og félags- leg lán verða aðskilin, og ríkisábyrgð á almennum lánum afnumin. Lengi hefur legið í loftinu að fara þurfi í breyting- ar á sjóðnum vegna kæru frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Breytingarnar verða aðallega þær að skilið verður á milli almennra lána og félagslegra lána. ESA telur núverandi fyrirkomulag ganga gegn ákvæðum um ríkisstyrki, vegna ríkisábyrgðar á lánum sjóðsins. Jóhanna segir að verið sé að bregðast við þessu. „Íbúðalánasjóður mun áfram starfa sem heildstætt þjónustukerfi, bæði með almennum lánum og félags- legum. Félagslegu lánin verða þá áfram með ríkis á- byrgð en almennu lánin ekki vegna kröfu frá ESA um að við jöfnum samkeppnisskilyrði,“ segir Jóhanna. „Ég mun að sjálfsögðu standa vörð um Íbúðalánasjóð áfram.“ Finna má sóknarfæri í þessum breytingum, hægt verður að styrkja félagslegt hlutverk sjóðsins, segir Jóhanna. Útfærsla á breytingunum er ekki fullunnin, en nauðsynlegar lagabreytingar verða gerðar á haustþingi. „Sjóðurinn verður áfram hluti af því öryggisneti sem þjóðin þekkir. Við sjáum í þeim hremmingum sem við erum í að nauðsynlegt er að hafa hann áfram,“ segir Jóhanna. Hún þvertekur fyrir að breyt- ingarnar séu fyrsta skrefið í því að leggja niður aðra starfsemi en félagslegar lánveitingar. Jóhanna óttast ekki að það skapi óvissu að tilkynna um breytingar nú, án þess að tímasetja þær eða skýra nákvæmlega hvað í þeim muni felast. Ekki sé víst að þessi breyt- ing verði til þess að hækka vexti á almennum lánum sjóðsins. Breytingarnar muni til að mynda gefa sjóðn- um færi á að fjármagna sig með sérvörðum skulda- bréfum, og sameiginlegum útboðum með öðrum lána- stofnunum. Engar breytingar verða gerðar á lánum þeirra sem hafa tekið lán áður en breytingarnar taka gildi. brjann@frettabladid.is Skilið milli almennra og félagslegra lána Breyta á lögum um Íbúðalánasjóð á haustþingi til þess að sjóðurinn uppfylli skil- yrði eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisstyrki. Útfærsla liggur ekki fyrir. Sérfræðing- ur segir óvissu á fasteignamarkaði muni aukast þar til breytingar verði lögfestar. ÍBÚÐIR Jóhanna Sigurðardóttir segir ekki víst að breyting á Íbúðalánasjóði muni leiða til hækkunar á vöxtum til almennra lántaka. Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri hjá sjóðnum, segir nær öruggt að útlánsvextir muni hækka. Óskar, mætti nokkur ruslara- lýður í veisluna? „Nei alls ekki, bara gamlir og góðir félagar.“ Óskar Ágústsson hefur starfað í fimmtíu ár samfellt við sorphirðu í Reykjavík. Af því tilefni var honum haldið heiðurshóf í Grasagarðinum á fimmtudag. LEIKLIST Leiksýningin Ívanov eftir Anton Tsjekhov hlaut flestar til- nefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna 2008, eða tíu talsins. Tilnefningarnar voru tilkynntar í Þjóðleikhúsinu í gær. Ívanov var meðal annars til- nefnd sem sýning ársins, Baltas- ar Kormákur var tilnefndur leik- stjóri ársins, og leikarar úr sýningunni hlutu tilnefningu sem leikarar ársins í aðal- og auka- hlutverki. Leikritið Hamskiptin eftir Franz Kafka hlaut næstflestar til- nefningar, átta talsins, og Fool 4 Love eftir Sam Shepard hlaut sex Grímutilnefningar. Þrír dansarar úr sýningunni Kvart í sviðsetningu Íslenska dansflokksins fengu tilnefningu sem dansari ársins og tveir söngv- arar úr La Traviata í uppsetningu Íslensku óperunnar voru tilnefnd- ir sem söngvarar ársins. Gael Garcia Bernal fékk til- nefningu sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í Kommúnunni, og þeir Nick Cave og Warren Ellis sem sömdu tón- listina í Hamskiptum hlutu til- nefningu fyrir tónlist ársins. - kg Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, voru kynntar í gær: Ívanov fékk tíu tilnefningar TILNEFNINGAR TIL GRÍMUNNAR 2008 SÝNING ÁRSINS Brák Dubbeldusch Fool 4 Love Hamskiptin Ívanov LEIKSTJÓRI ÁRSINS Baltasar Kormákur fyrir Ívanov. David Farr og Gísli Örn Garðarsson fyrir Hamskiptin Kristín Eysteinsdóttir fyrir Þann ljóta Stefán Jónsson fyrir Óhapp Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir Engisprettur „Það er óskynsamlegt að skella svona breytingum fram í því efnahagsástandi sem er í dag,“ segir Hallur Magnússon, ráðgjafi og fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Hann varar við óvissu í kjölfarið. „Það á að breyta starfsemi Íbúða- lánasjóðs einhvern tíma í haust, á einhvern hátt sem er að miklu leyti óskilgreindur. Þetta er ekki það sem fasteignamarkaðurinn þarf á að halda í dag,“ segir Hallur. Nauðsynlegt geti verið að breyta sjóðnum, en það geti verið skaðlegt fyrir efnahagslífið að breytingarnar séu tilkynntar með þessum hætti. Hann segir að nær hefði verið að tilkynna um fyrirhugaðar breytingar með því að leggja fram frumvarp á haustþingi, í stað þess að tilkynna um að breytingar verði gerðar síðar, með tilheyrandi óvissu fram á haust. Nær öruggt er að fyrirhugaðar breytingar munu hækka útlánsvexti íbúðalánasjóðs, segir Hallur. Hann segir ennfremur hættu á því að Íbúðalánasjóð- ur fái óhagstæðari kjör til félagslegra lána, með þeim afleiðingum að niðurgreiða þurfi þau lán í framtíð- inni með skattfé. Frá stofnun hefur Íbúðalánasjóður staðið undir sér sjálfur, og ekki fengið styrki frá ríkinu nema vegna félags- legra leiguíbúða sjóðsins. ÓVISSA UM SJÓÐINN FRAM Á HAUST HALLUR MAGNÚS- SON LÖGREGLUFRÉTTIR Guðmundur Jónsson, sem kenndur er við Byrgið, hefur ekki enn lagt inn formlega kæru vegna líkamsárás- ar sem hann varð fyrir síðastlið- inn mánudag. Samkvæmt sýslumanninum á Selfossi var Guðmundi úthlutaður tími til að leggja inn kæru á fimmtudag. Hann kaus hins vegar sjálfur að fresta kærunni fram á mánudag. Talið er að Guðmundur hafi orðið fyrir lítilsháttar meiðslum þegar ráðist var á hann við heimili hans í Grímsnesi. Hann var nýlega dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. - kg Guðmundur í Byrginu: Hefur ekki enn lagt inn kæru GUÐMUNDUR JÓNSSON Frestaði að leggja fram kæru vegna líkamsárásar til mánudags. EGYPTALAND, AP Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al Kaída, segir að samtökin muni berjast heilögu stríði gegn Ísrael og bandamönnum þess allt þar til Palestína hefur verið frelsuð. Þetta sagði hann í hljóðrituðu ávarpi sem birt var í gær, sama daginn og George W. Bush Bandaríkjaforseti lauk heimsókn sinni til Ísraels í tilefni þess að sextíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis. Bin Laden sagði jafnframt að málstaður Palestínu væri mikilvægasta ástæða „stríðs okkar menningar gegn ykkar menningu“. - gb Bin Laden um Ísrael: Segir al Kaída berjast áfram BORGARSTJÓRN Guðrún Ásmunds- dóttir, fulltrúi minnihlutans í menningar- og ferðamálaráði, leggur til að Fríkirkjuvegur 11 verði gerður að Ævintýrahöll barnanna í sumar. Eins og kunnugt er hefur borg- arstjórn samþykkt að selja Björ- gólfi Thor Björgólfssyni Frí- kirkjuveg 11 í Hallargarðinum. Guðrún segir að langafi Björ- gólfs, Thor Jensen, sem lét byggja húsið á sínum tíma, hafi verið mikill barnakarl. „Þau hjónin áttu sex börn og hlúðu að þessu liði sínu á skemmtilegan hátt. Til dæmis er í kjallara hússins leiksvið sem börnin höfðu til umráða, því eins og allir vita er það eitthvað sem börn elska að fá að leika leikrit og eru fullorðnir ætíð skipaðir sem áhorfendur að þessum upp- átækjum,“ segir í greinargerð Guðrúnar með tillögunni. „Börnunum yrði sýnt eldhúsið en þar eru bakdyr sem vísa að hestagerðinu. Hér áður fyrr fengu fátæk börn, sem ekki áttu þess kost að fá morgunmat heima hjá sér áður en þau fóru í skólann, að koma inn um þessar bakdyr og inn í eldhúsið hjá Thor Jensen hjónun- um. Þar fengu þau staðgóðan morgunverð áður en þau hlupu í skólann. Menningar- og ferðamálaráð vísaði tillögunni um Ævintýra- höllina til Höfuðborgarstofu. „Mér þykir vænt um hversu góðar móttökur þessi tillaga fékk,“ segir Guðrún. - gar Fulltrúi minnihlutans vill sumarævintýri fyrir börn í Hallargarðinum: Ævintýrahöll við Fríkirkjuveg GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Vill meðal annars sýna nútímabörnum hvernig athafnamaðurinn Thor Jensen gaf fátæk- um börnum í Reykjavík morgunmat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Grunsamlegur leitaði katta Lögreglu var tilkynnt um mann sem hegðaði sér grunsamlega á bíla- stæði í Breiðholti í fyrrinótt. Þegar lögreglumenn komu á staðinn skýrði maðurinn fyrir þeim að hann væri að leita katta sem sluppu frá honum, og reyndi að lokka þá til sín með katta- mat, án árangurs. LÖGREGLUMÁL Hafði í hótunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem í tví- gang réðist inn á skrifstofur Félags- þjónustunnar í Hafnarfirði. Maðurinn réðist þar inn á fimmtudag og hótaði starfsfólki. Hann endurtók svo leikinn í gær, en var handtekinn af lögreglu. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.