Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 4
4 17. maí 2008 LAUGARDAGUR
KÍNA, AP Stjórnvöld í Kína áttu í
gær í mestu vandræðum með að
svara spurningum frá reiðum
almenningi um það hvers vegna
svo margar skólabyggingar hefðu
hrunið eins og spilaborgir þegar
jarðskjálftinn mikli reið yfir á
mánudaginn.
Loforð voru gefin um að rífa
skólabyggingar, sem vitað er að
standast ekki sterka jarðskjálfta,
og byggja nýjar.
Stjórnvöld hafa einnig verið
gagnrýnd fyrir að vara fólk ekki
við hugsanlegum skjálfta. Sagt er
að stjórnvöldum hafi borist í tæka
tíð spá frá jarðfræðingum, sem
töldu miklar líkur á stórum
skjálfta á þeim slóðum þar sem
hann svo varð. Þessar upplýsingar
eru sagðar hafa verið þaggaðar
niður.
Björgunarfólk hefur nú loksins
komist til allra þeirra svæða sem
urðu illa úti í jarðskjálftanum.
Gríðarleg eyðilegging blasir við í
Beichuan-sýslu, þar sem björgun-
arfólk hefur átt erfitt með að kom-
ast leiðar sinnar vegna skemmda
á vegum.
Nánast engar heilar byggingar
eru í sýslunni og rústirnar gnæfa
víða við himin. Um tíu manns var
bjargað á lífi úr rústunum í gær,
fjórum dögum eftir að skjálftinn
varð.
Nokkrir sterkir eftirskjálftar
ollu enn frekara tjóni í gær og
skriðuföll lokuðu á ný vegum, sem
ruddir höfðu verið. - gb
Eftirskjálftar valda frekara tjóni í Kína og torvelda björgunarstörf:
Reiði almennings brýst út
FÓLKI BJARGAÐ Í BEICHUAN Kínastjórn
er sökuð um að hafa þaggað niður spá
jarðfræðinga um jarðskjálftann mikla í
Sechuan-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÁTTÚRUHAMFARIR Íslensk
stjórnvöld hafa ákveðið að veita
Kínverjum aðstoð að andvirði 7,8
milljóna íslenskra króna vegna
náttúruhamfaranna í Sichuan-
héraði, segir í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu.
Féð rennur til hjálparstarfs
kínverska Rauða krossins sem
hefur sinnt neyðarhjálp í kjölfar
jarðskjálftans, sem sagður er sá
mannskæðasti í landinu í þrjá
áratugi.
Kínversk stjórnvöld telja
líklegt að yfir 50.000 manns hafi
farist í hamförunum í suðvestur-
hluta landsins. Einnig er talið að
tugir þúsunda annarra séu grafnir
lifandi undir húsarústum. - kg
Jarðskjálftinn í Kína:
Íslendingar
veita aðstoð
AÐSTOÐ Kínverski Rauði krossinn fær
7,8 milljónir frá Íslendingum.
STJÓRNSÝSLA Magnús Pétursson,
fyrrverandi
forstjóri Landspít-
alans, hefur verið
ráðinn til tíma-
bundinna starfa í
félags- og
tryggingamála-
ráðuneytinu.
Verður hann
ráðgefandi við
stefnumótun og samskipti
ráðuneytisins við stofnanir þess.
Magnús, sem er ráðinn til
félagsmálaráðuneytisins til
áramóta, lét af starfi forstjóra
Landspítalans 1. apríl síðastlið-
inn. Hann var áður ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins. - bþs
Magnús Pétursson:
Til ráðgjafar í
félagsmálaráðu-
neytinu
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Grill og
ostur
– ljúffengur
kostur!
EFNAHAGSMÁL Með aðgerðum
Seðlabanka Íslands í gær batna
forsendur til að verðbólguskotið,
sem nú stendur yfir, gangi yfir
með eðlilegum hætti, að mati
Ólafs Ísleifssonar, lektors við
viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík. „Hins vegar er ekki
annað að sjá en hagkerfið hafi
kólnað mjög og verkefnið fram
undan kannski ekki einungis að
gæta að verðbólgu, heldur að því
að hagkerfið kólni ekki um of,“
bætir hann við og bendir á að
teikn séu um að margt sé þegar
tekið að frjósa fast.
Helsta vandamál krónunnar
um þessar mundir er skertur
vaxtamunur á gjaldmiðlaskipta-
markaði, segir greiningardeild
Kaupþings. Vandinn kemur
meðal annars fram í að kaup á
krónum í framvirkum samning-
um bera enga vexti og gera hana
að lakari fjárfestingarkosti.
Greiningardeildin bendir á að
kjör á gjaldmiðlaskiptamarkaði
hafi ekki batnað í kjölfar kynn-
ingar á gjaldeyrisskiptasam-
komulagi Seðlabanka Íslands við
seðlabanka Svíþjóðar, Danmerk-
ur og Noregs í gær. „Enda hafa
aðgerðirnar ekki bein áhrif á
aðgengi bankanna að gjaldeyri,“
segir í skrifum greiningardeild-
arinnar. Helsta forsenda þess að
gjaldmiðlaskiptamarkaðurinn
komist í betra horf er sögð vera
að aðgangur bankanna að erlend-
um gjaldeyri batni.
„Samningarnir sem Seðlabank-
inn kynnti í gær hafa að megin-
markmiði að gefa Seðlabankan-
um færi á að lána bönkunum
laust fé í erlendri mynt ef aðra
kosti þrýtur og að því leytinu til
skapar þetta aukið traust á fjár-
málakerfinu. En þetta er verk-
efni á sviði fjármálastöðugleika,
ekki allsherjarinnlegg við lausn
efnahagsvanda,“ segir Ólafur
Ísleifsson og bætir við að hér hafi
ríkisvaldið horft upp á mikinn
uppgang bankakerfisins og með
glöðu geði tekið við tugum millj-
arða skatttekna úr því í ríkissjóð
án þess þó að hreyfa legg eða lið
til að bæta starfsumhverfi
atvinnugreinarinnar. „Aðgerð
Seðlabankans nú er því mjög
jákvæð og menn hljóta að mega
vænta þess í ljósi yfirlýsinga
bankans og forsætisráðherra að
sambærilegir samningar við
Seðlabanka Evrópu og Englands-
banka líti dagsins ljós,“ segir
hann, og í sama streng tekur
greiningardeild Kaupþings.
olikr@markadurinn.is / sjá síðu 12
Frost í hagkerfinu má
ekki verða of mikið
Bankarnir þurfa erlendan gjaldeyri að láni frá Seðlabankanum til að stuðla að
frekari styrkingu krónunnar. Verðbólguskotið gæti nú gengið yfir með eðlileg-
um hætti. Horft er til fleiri samninga Seðlabankans um gjaldeyrisskipti.
DAVÍÐ ODDSSON Við kynningu á nýju samkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um gjaldmiðlaskipti í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL Forystusveit Starfs-
greinasambandsins, SGS, átti
fund með forsætis-, utanríkis-,
félagsmála- og fjármálaráðherra
í gærmorgun og var farið yfir
stöðu kjaraviðræðna við samn-
inganefnd ríkisins. Skúli Thor-
oddsen, framkvæmdastjóri SGS,
sagði að fundurinn hefði verið
jákvæður.
Samninganefnd SGS og ríkis-
ins hittast í dag. Skúli segir að
ekki hafi verið mikil alvara í við-
ræðunum fram að þessu en vonir
standi til að nú komi meiri kraft-
ur í þær. - ghs
Starfsgreinasambandið:
Vilja meiri kraft
í viðræður
STARFSGREINASAMBANDIÐ TIL FUNDAR
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
15°
6°
10°
16°
15°
19°
20°
18°
22°
22°
22°
18°
17°
23°
22°
31°
18°
6
Á MORGUN
Hæg, SA-læg átt.
MÁNUDAGUR
5-13 m/s, hvassast
með suðurströndinni
6
8
5
8
8
6
8
8
9
9
5
2
1
2
4
8
3
8
5
7
5
6
10
10
109
6 8
8
78
VÆTUSAMT
NORÐVESTAN TIL
Það er nokkuð
ákveðið úrkomu-
svæði á leiðinni yfi r
á norðvestanvert
landið. Þetta þýðir
að fyrir hádegi má
gera ráð fyrir vætu
á öllum vestur-
helmingi landsins,
en eftir hádegi
styttir að mestu
upp syðra en þá
verður farið að
blotna austan til
á Norðurlandi, allt
austur að Eyjafi rði.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Samningarnir sem
Seðlabankinn kynnti í
gær hafa að meginmarkmiði að
gefa Seðlabankanum færi á að
lána bönkunum laust fé í erlendri
mynt ef aðra kosti þrýtur og að
því leytinu til skapar þetta aukið
traust á fjármálakerfinu.
ÓLAFUR ÍSLEIFSSON
LEKTOR VIÐ VIÐSKIPTADEILD
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
MENNTUN Nýjar úthlutunarreglur
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
fyrir næsta skólaár taka gildi 1.
júní næstkomandi.
Fela nýju reglurnar í sér meiri
breytingar milli ára en viðskipta-
vinir sjóðsins hafa átt að venjast
undanfarin ár. Meðal breytinga er
að í stað kröfu um tiltekna
námsframvindu á hverju misseri
eða hverri önn er nú litið á
skólaárið heildstætt. Þá hækkar
grunnframfærsla um 7 prósent,
eða úr 94.000 í 100.600 krónur, og
námsmenn erlendis öðlast nú
sama rétt og námsmenn á Íslandi
til lána vegna skólagjalda. - ovd
Grunnframfærslan hækkar:
Nýjar úthlutun-
arreglur LÍN
Átta sóttu um embætti
Átta umsóknir bárust um embætti
sýslumannsins í Keflavík. Dómsmála-
ráðherra mun skipa í embættið frá
1. júní til fimm ára í senn. Umsækj-
endur eru: Árni Haukur Björnsson,
Ásgeir Eiríksson, Brynjar Kvaran, Halla
Bergþóra Björnsdóttir, Halldór Frí-
mannsson, Úlfar Lúðvíksson, Þórólfur
Halldórsson, og Þuríður Árnadóttir.
STJÓRNSÝSLA
GENGIÐ 16.05.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
147,7172
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
73,88 74,24
143,94 144,64
114,22 114,86
15,307 15,397
14,518 14,604
12,224 12,296
0,7047 0,7089
119,44 120,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR