Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 6
6 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Vilt þú að Íslendingar taki á móti erlendum flóttamönnum? Já 40,7% Nei 59,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild Íslands að ESB á þessu kjörtímabili? Segðu þína skoðun á visir.is KALIFORNÍA, AP Samkynhneigðir íbúar í Kaliforníu fögnuðu ákaft þegar hæstiréttur ríkisins felldi á fimmtudag úr gildi bann við því að samkynhneigðir gangi í hjóna- band. „Ríkisvald okkar viðurkennir nú að geta einstaklings til þess að stofna til kærleiksríks og langvar- andi sambands við annan einstakl- ing og að sinna og ala upp börn af fullri ábyrgð fer ekki eftir kyn- hneigð hans,“ sagði Ronald George, yfirdómari hæstaréttar Kaliforníu. Í Kaliforníu er þó enn að finna harða andstæðinga þess að sam- kynhneigðir gangi í hjónaband. Þeir ætla nú að krefjast þess að stjórnarskrá Kaliforníu verði breytt, þannig að í hana verði sett ákvæði sem banni slík hjónabönd. Arnold Schwarzenegger ríkis- stjóri hefur þó sagst ætla að berj- ast gegn slíkri stjórnarskrárbreyt- ingu. Í Rússlandi sendu samkyn- hneigðir beiðni í gær til Dimitrís Medvedev, arftaka Vladimírs Pútín á forsetastóli, um að fá að halda gleðigöngu í Moskvu í lok mars. Júrí Lúskov, borgarstjóri í Moskvu, hefur ítrekað bannað þeim að ganga stoltir um götur borgarinnar, og segist líta svo á að samkynhneigð sé frá djöflinum komin. Benedikt XVI páfi í Róm ítrek- aði í gær andstöðu sína við hjóna- bönd samkynhneigðra. - gb Hæstiréttur Kaliforníu felldi úr gildi bann við hjónabandi samkynhneigðra: Áköf fagnaðarlæti brutust út DANSAÐ Í SAN FRANCISCO Samkyn- hneigðir fögnuðu ákaft þegar niðurstaða hæstaréttar lá fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MATARVERÐ Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lítið í flestum verslun- um milli síðustu viku aprílmánað- ar og annarrar viku maí. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Nóatúni, eða um 1,9 prósent, um 1,5 prósent í 11-11 og um tæplega eitt prósent í Samkaupum-Úrvali. Mest lækkaði verð körfunnar í Nettó, eða um 2,7 prósent. Lækkunina má að mestu leyti rekja til lækkunar á verði kjötvöru í vörukörfunni en aðrir vöruflokkar hækkuðu almennt. Þetta kemur fram á fréttavef ASÍ. Litlar breytingar urðu á verði í öðrum verslanakeðjum. - ghs Vörukarfa ASÍ: Verðið breyttist lítið milli vikna Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is EVRÓPUMÁL „Það er samhljómur í þingflokknum en menn eru hins vegar með skiptar skoðanir á því hvernig á að nálgast viðfangsefn- ið,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, spurð hvort ágreiningur sé á milli hennar og annarra ráðherra Sjálf- stæðisflokksins um Evrópumál. „Ég fagna því að við erum að dýpka umræðuna og það er gott fyrir alla. Ég hef engar áhyggjur af því þó það sé einhver ágreining- ur um Evrópumálin, hvort sem það er innan Sjálfstæðisflokksins eða í samfélaginu. Mikilvægast er að það fari fram fordómalaus umræða og ég er orðin þreytt á því ofstæki sem er á báða bóga, hvort sem menn eru Evrópusinnar eða andstæðingar aðildar.“ Þorgerður Katrín lýsti þeirri skoðun sinni á fundi í Kópavogi í vikunni að þjóðaratkvæðagreiðsla kæmi til greina á næsta kjörtíma- bili um hugsanlegar viðræður um ESB-aðild. Eins að gerðar verði nauðsynlegar stjórnarskrárbreyt- ingar í því sambandi. Undir þessa skoðun hafa aðrir ráðherrar Sjálf- stæðisflokks, þar á meðal Geir H. Haarde forsætis- ráðherra, ekki tekið. „Ég tel að mik- ilvægt sé að breyta stjórnar- skránni svo við höfum þann mögu- leika að fara með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt að það eru ekki allir þeirrar skoðunar en ég segi það óhikað engu að síður. Í því er ekki fólgið að menn fari sjálfkrafa í aðildar- viðræður en menn verða tilbúnir og það er ekki búið að loka leiðum ef menn komast að málefnalegri niðurstöðu eftir kosning- ar“, segir Þorgerður. Þorgerður og Björn Bjarnason hafa bæði sagt að umræðan um Evrópumál sé hálfgerður blekk- ingarleikur. Spurð um mál- flutning Samfylkingarinnar segir Þorgerður að þeim orðum sé ekki beint að samstarfsflokknum í rík- isstjórn. „Við verðum að gera okkur grein fyrir að Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur þetta á stefnuskránni en það er líka ljóst að þessi ríkisstjórn hefði aldrei verið mynduð ef aðild að ESB hefði verið uppi á borðinu.“ Björn Bjarnason hefur lýst þeirri skoðun sinni að Evrópumál- ið sé þess eðlis að deilur gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn. Því samsinnir Þorgerður ekki. „Við erum það sterk að við getum tek- ist á við umræðuna. Mín afstaða er skýr. Ég er mótfallin því að ganga í Evrópusambandið en ég vil sjá umræðuna þróast með öðrum hætti en hingað til.“ svavar@frettabladid.is Umræða um Evrópu- málin er á villigötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir samhljóm í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins um Evrópumál. Hins vegar séu skiptar skoðanir um hvernig nálgast skuli þetta mikilvæga mál. Hún segir umræðuna á villigötum og skila engu svona. ÞORGERÐUR KATRÍN Menntamálaráðherra segir umræðu um Evrópumál verða að vera lausa við ofstæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Ríkisskattstjóri og Skattrannsóknarstjóri ríkisins eru stofnanir ársins 2008, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar SFR, stéttarfélags í almanna- þágu. SFR birti í gær niðurstöður úr viðamikilli könnun á íslenskum ríkisstofnunun, þriðja árið í röð. Stofnunum var nú í fyrsta skipti skipt í tvo flokka. Í flokki stofnana með 50 eða fleiri starfs- menn fékk Ríkisskattstjóri hæsta einkunn, og hækkar sig um 45 sæti milli ára. Skattrannsóknarstjóri ríkisins fékk bestu einkunninna í hópi smærri stofnana, en stofnunin var valin stofnun ársins síðustu tvö ár. Árangur Ríkisskattstjóra vekur athygli, segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, í leiðara SFR-blaðsins. Þar er fjallað um niðurstöður könnunar- innar. Skúli Eggert Þórðarson tók við embætti Ríkissaksóknara á síð- asta ári, en hafði þar á undan gegnt starfi Skattrannsóknar- stjóra. Þórarinn spyr hvort þessi góði árangur stofnana undir stjórn Skúla sé tilviljun. „Varla eru þetta galdrar,“ skrif- ar Þórarinn. „Líklegri skýring er sú að viðkomandi forstöðumaður beiti þeim áherslum í stjórnun sinni sem kallar fram það besta í starfsmönnum og það skili sér í þessari niðurstöðu.“ - bj Ríkisskattstjóri og Skattrannsóknarstjóri ríkisins stofnanir ársins að mati SFR: Varla galdrar hjá Skúla Eggert SIGURSÆL Þau Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins, tóku í gær við viðurkenningum fyrir að stýra stofnunum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.