Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 22
22 17. maí 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 9. MAÍ. Spænsk póst-rómantík Venjulegur dagur. Hið fullkomna atburðaleysi og tíðindaleysi sem fylgir því að sitja við skriftir hefur bæði góðar og slæmar hliðar. Af slæmu hliðunum er einsemdin sem fylgir því að sitja og kraka tilfinn- ingar og hugsanir upp úr undirvitundinni, færa í orð og festa á blað kannski erfiðust. Maður dæmir sjálfan sig til einveru og veit að fyrir utan dyrnar hopp- ar og skoppar veröldin og maður er ekki beinn þátttakandi í neinu sem gerist fyrir utan eigin höfuðkúpu. Góðu hliðarnar eru reyndar margar þegar maður er farinn að venjast starfinu. Það er kyrrlátt og friðsælt á ytra borði en undir krauma hugsanir, skoðanir, til- finningar og jafnvel hugsjónir svo að maður getur orðið löður- sveittur af æsingi – og jafnvel barnslega uppnuminn í þá veröld sem maður er að lýsa. Maður þarf að vera heilsu- góður til að geta setið grafkyrr við lyklaborðið marga klukku- tíma á dag. Það segir konan mín og tekur mig með sér í sund í sundlaugina á Seltjarnarnesi. Í kvöld nennti ég engu, hugsaði með mér að ég væri kom- inn í hvítasunnufrí og horfði á Viggo Morten- sen í myndinni Alatriste á DVD. Það er dýrasta stór- mynd sem Spánverjar hafa gert og er byggð á sögum frá sautjándu öld, Gullöld Spánar, eftir Arturo Pérez- Reverte. Mér fannst gaman að þessari mynd, hún var fallega tekin, bún- ingarnir og leik- myndin gífur- lega flott og Viggó er prýði- legur leikari. Tempóið eða frá- sagnarhraðinn í Hollywood-mynd hefði verið helmingi meiri, en hjartað í mér slær á evrópskum hraða. Pérez-Reverte hefur skrifað nokkrar sögur um Alatriste, óbreyttan hermann sem lifir á því að bregða sverði sínu fyrir föðurlandið – og þess á milli fyrir aðila sem þurfa á aðstoð atvinnu- drápara að halda. Sem rithöfund- ur er Pérez-Reverte bráðflinkur svo að persónan Alatriste er mun margslungnari en starfslýsingin gefur til kynna og líður miklar samvisku- og ástarkvalir. Nokkrar skáldsögur eftir þenn- an vinsæla spánska höfund hafa verið þýddar á íslensku. Mér er minnisstæðust frábær þýðing Kristins R. Ólafs- sonar í Madríd á „Brík- inni frá Flandri“. Sögurnar um Alat- riste eru nútíma- vinkill á hina róm- antísku skáldsögu nítjándu aldar eftir meistara eins og Victor Hugo og Alexandre Dumas eldri, nokk- urs konar „póst-róm- antík“ sem brennur eins og eilífur logi meðan módern- ismi er eins og blossi af eldspýtu. L A U G A R - DAGUR, 10. MAÍ. Kínversk- ur krimmi Ekki eins vætu- samt og ráð hafði verið fyrir gert. Maður fer ekki fram á að veður sé gott heldur dugir ágætlega að það sé ekki beinlínis vont. Var að lesa ljóm- andi skemmtilega skáldsögu um glæp: „Jaði augað“ eftir Diane Wei Llang, kín- verska konu sem býr í Bandaríkjunum eða Kanada. Ég keypti þessa bók á ensku á Kast- rup-flugvellinum og uppgötvaði svo að hún er nýkomin út á íslensku hjá Forlaginu). „Jaði augað“ gerist vitanlega í Kína og gefur lesandanum notalega innsýn í framandi menn- ingarheim – án þess að börnum sé nauðgað, eins og í peninga- og tilfinningaplokks bókinni „Flug- drekahlauparan- um“ sem Sólveigu minni finnst góð bók en mér ógeðfelld og útspekúleruð. SUNNUDAGUR, 11. MAÍ. HVÍTASUNNU- DAGUR. Hummer í stað úlfalda Svona eiga frídag- ar að vera. Engar skyldur. Bara frí. Góður dagur í Reykjavík. Í kvöld var rausnarlegt matar- boð hjá Jóhönnu og Ingólfi fyrir eftirlegukind- urnar sem af einhverjum ástæðum kom- ust ekki til að samgleðjast þeim hjónum á sextugs- afmæli Ingólfs í síðustu viku. Megi Ingó verða sextugur sem oftast! Við matborðið var margt spjallað og allt gáfulegt. Hummer í stað úlfalda Í dagbók Þráins Bertelssonar er gerð tillaga um nýja biblíuþýðingu. Einnig er minnst á eilífa rómantík, augnbotna í sundlaugar- gestum, kínverska glæpasögu, geisla vorsólarinnar og tvennar langþráðar framfarir á vegum Reykjavíkurborgar. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is MEISTARANÁM Í Á HEILBRIGÐISSVIÐI Nýtt og spennandi meistaranám fyrir stjórnendur og leiðtoga sem vilja starfa við nýsköpun, rekstur, þjónustu og stjórnun á sviði heilbrigðismála. Unnið er í náinni samvinnu við þrjá erlenda háskóla: Columbia University í New York, McGill University í Montreal og Mayo Clinic í Rochester. FORYSTUFRÆÐUM OG NÝSKÖPUN MPH Ex-nám (Master of Public Health Executive) er fyrir • framsækna stjórnendur í heilbrigðismálum • frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk • metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum Íslendinga Námið miðar að því að þátttakendur öðlist afburðaþekkingu og færni í stjórnun stofnana og fyrirtækja. MPH Executive er kennt í lotum tvær helgar í mánuði og sniðið að þörfum þeirra sem stunda atvinnu með námi. Mayo Clinic Columbia University McGill University Háskólinn í Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.