Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 26
26 17. maí 2008 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
TÓNLISTARKONAN ENYA ER 47
ÁRA.
„Ég get aðeins verið sú sem
ég er.“
Írska söngkonan Enya söng
bakraddir með hljómsveit-
inni Clannad í upphafi níunda
áratugarins, en sló í gegn á
heimsvísu í kjölfar tónlistar
sem hún samdi og söng í sjón-
varpsþáttum BBC um Kelta
árið 1987.
MERKISATBURÐIR
1724 Mývatnseldar hefjast
og standa með hléum í
fimm ár.
1756 Bretland lýsa yfir stríði við
Frakkland, sem stendur
yfir í sjö ár.
1846 Antoine Joseph Sax fær
einkaleyfi á saxófóni.
1916 Breskur sumartími er
kynntur til sögunnar í
fyrsta sinn.
1920 Hollenska flugfélagið KLM
er stofnað.
1940 Breskir hermenn koma til
Akureyrar með varðskip-
inu Ægi, viku eftir upphaf
hernámsins.
1949 Bresk stjórnvöld viður-
kenna Lýðveldið Írland.
1997 Sylvester Stallone kvænist
Jennifer Flavin í Lundún-
um.
Það var þennan dag fyrir 38
árum að hinn merki, norski
landkönnuður Thor Heyer-
dahl náði að sigla papírus-
bát yfir Atlantshafið.
Heyerdahl hafði látíð
smíða tvo báta úr papírus-
sefi á árunum 1969 og 1970
og freistaði þess að komast
á þeim yfir Atlantshafið frá
ströndum Marokkó í Afríku,
en bátarnir voru byggðir á
teikningum og líkönum Forn-Egypta.
Fyrsta bátinn, sem Heyerdahl nefndi Ra, smíð-
uðu bátasmiðir í lýðveldinu Chad úr reyr sem
þeir fengu úr Tana-vatni í Eþíópíu og settu á flot
við strendur Marokkó. Eftir fáeinar vikur í leið-
angri sínum yfir hafið tók Ra á sig sjó eftir að
áhöfnin gerði á bátnum smábreytingar og tók
fljótlega að svigna og brotna.
Báturinn var yfirgefinn, en ári
síðar komst á flot Ra II, sem
byggður var úr papírusreyr úr
Titicaca-vatni í Bólivíu, og í
þetta sinn með afbragðs ár-
angri. Ra II náði ströndum
Barbados og sýndi fram á að
sjófarendur hefðu getað kom-
ist yfir Atlantshafið með því
að sigla meðfram Kanaríeyja-
straumnum.
Megintilgangur ferðanna var að sannreyna sjó-
færni fornra skipa sem smíðuð voru úr flothæf-
um reyr og þeim verið siglt milli fjarlægra þjóða
og menningarheima á forsögulegum tímum.
Lesa má um leiðangra Thors Heyerdahls í bók-
inni The Ra Expeditions, eða sjá víðfræga heim-
ildarmynd um ferðalög Ra-skipastólsins.
ÞETTA GERÐIST: 17. MAÍ 1970
Á papírusbáti yfir Atlantshafið
Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag.
Af því tilefni stendur norska sendiráð-
ið og Félag Norðmanna á Íslandi fyrir
hátíðahöldum frá morgni til kvölds, en
alls búa á Íslandi um 300 norskir ríkis-
borgarar sem öllum er árnað heilla á
þessum degi.
„Félag Norðmanna á Íslandi var
stofnað 1933 og ári síðar er hald-
ið fyrsta 17. maí-ballið í Reykjavík,“
segir Per R. Landrø, menningarfull-
trúi norska sendiráðsins á Íslandi.
„Hátíðahöldin tóku á sig form-
legri blæ á stríðsárunum, en síðan
1943 hefur dagskráin hafist í Foss-
vogskirkjugarði og frá árinu 1947 við
minnisvarða þeirra 36 norsku her-
manna sem fórust hér á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Þar leggjum við
blómsveig í minningu látinna, syngj-
um þjóðsönginn og þjóðarsálminn
og hlustum á hátíðarræðu Margit F.
Tveiten sendiherra. Að því loknu göng-
um við að öðrum minnisvarða í Naut-
hóls vík, þar sem norsk flugsveit hafði
aðsetur á stríðsárunum,“ segir Per
sem búið hefur á Íslandi í árafjöld.
„Fjöldi Norðmanna hérlendis hefur
haldist svipaður í mörg ár og er lít-
ill í samanburði við þá mörgu Íslend-
inga sem búsettir eru í Noregi, en þeir
eru vel á fimmta þúsund. Flestir flytj-
ast hingað út af ástinni og vissulega
auðvelt fyrir Norðmenn að flytjast
búferlum til Íslands. Við erum jú ná-
skyldar þjóðir og norskt blóð í æðum
Íslendinga og í Landnámabók segir að
hér hafi norskir kóngar og hefðarfólk
hafið landnám,“ segir Per brosmildur.
„Í Noregi er 17. maí ávallt tileink-
aður börnunum. Hátíðahöld eru mun
stórtækari en á þjóðhátíðardegi Ís-
lendinga og mikið lagt upp úr barna-
skrúðgöngum sem ganga tímunum
saman fram hjá konungshöllinni þar
sem kóngafólkið stendur og veifar frá
svölum sínum allan tímann. Við gerum
vitaskuld líka vel við norsku börn-
in okkar með leikjum, söng, pylsum
og ís, að norskum sið, í Norræna hús-
inu klukkan hálfellefu og göngum
svo fylktu liði með lúðrablæstri yfir
í Dómkirkjuna þar sem séra Hjálmar
Jónsson prédikar í þjóðhátíðarmessu
klukkan tvö. Þar flytur hátíðarræðu
frú Bjørg Juhlin, sem er móðir Sivjar
Friðleifsdóttur, sem flutti ræðuna í
fyrra, en Bjørg er 100 prósent norsk
en Siv er 50 prósent norsk,“ segir Per
kátur og rifjar upp tilurð þjóðhátíð-
ardagsins. „Stjórnarskrá Noregs var
undirrituð 17. maí 1814 og þá losnuð-
um við undan Dönum. Áfram vorum
við undir konungsveldi Svíþjóðar til
ársins 1905 að Noregur var gefinn til
baka af Svíum,“ segir Per, sem eftir
messuhlé fer til hátíðarmóttöku norska
sendiráðssins í Norræna húsinu klukk-
an fimm og þaðan á samkomu Hjálp-
ræðishersins í Herkastalanum klukk-
an sjö, en tengls Noregs og hersins eru
rótgróin og sterk.
„Deginum fylgir alltaf mikil og
sérstök stemning, og þeir sem eiga
norska þjóðbúninga í fórum sínum
skarta þeim í tilefni dagsins. Heimþrá
og söknuður eftir fósturjörðinni lætur
vissulega á sér kræla; ekki síst eftir
að auðveldara var að ná útsendingum
norska ríkissjónvarpsins og sjá frá
17. maí-skrúðgöngum héðan og þaðan
í Noregi. Það hríslast óneitanlega um
mann geðshræring að fylgjast með
prúðbúnum börnum ganga framhjá
konungshöllinni og sumir fá eflaust
ljúfsár tár á hvarminn.“
thordis@frettabladid.is
NORÐMENN Á ÍSLANDI: HALDA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG NOREGS HÁTÍÐLEGAN Í DAG
Heimþrá, söngur, ís og pylsur
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Per R. Landrø er menningarfulltrúi Norska sendiráðsins á Íslandi, en sendiráðið ásamt Félagi Norðmanna stendur
fyrir fjölbreyttum hátíðahöldum frá morgni til kvölds í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Elskulegur faðir og tengdafaðir,
Jock Kim Tan (Jimmý)
er látinn.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Júlía Tan Kimsdóttir
Alex Tan Kimsson
Kristján Arnar.
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Ingvarsson
bóndi, Skipum, Stokkseyrarhreppi,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 8. maí.
Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
17. maí kl. 14.00.
Ingigerður Eiríksdóttir
Gísli Vilhjálmur Jónsson Herdís Hermannsdóttir
Móeiður Jónsdóttir Ólafur Benediktsson
Ragnheiður Jónsdóttir Vilhjálmur Vilmundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
AFMÆLI
GUNNLAUG-
UR STEFÁNS-
SON prestur
er 56 ára.
ÞORGILS
ÓTTAR
MATHIESEN
viðskipta-
fræðingur er
46 ára.
„Kæri borgarstjóri“ er yfirskrift sýningar sem opnar í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 15.00. Tilefnið
er að öld er liðin frá því fyrsti borgarstjórinn var kjörinn
í embætti í Reykjavík. Embætti borgarstjóra var auglýst
laust til umsóknar í Ingólfi hinn 23. febrúar 1908 og sóttu
þeir Knud Zimsen bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslu-
maður í Hafnarfirði, um stöðuna. Páll var kjörinn borgar-
stjóri til sex ára og hann réðst meðal annars í ýmsar mik-
ilsverðar framkvæmdir á borð við vatnsveitu, hafnargerð,
holræsi og gasstöðvar sem áttu sinn þátt í því að breyta
Reykjavík úr smábæ í borg.
Síðastliðin 100 ár hafa hafa nítján manns setið á borg-
arstjórastóli. Ellefu þeirra eru á lífi í dag og leggja sitt
af mörkum til sýningarinnar og koma meðal annars fram
í stuttri heimildarmynd. Þar segja þeir í stuttu máli frá
samskiptum sínum við borgarbúa í embættistíð sinni auk
þess sem myndir af þeim við sína uppáhaldsstaði í borginni
verða til sýnis. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á þróun sam-
bands borgarbúa við borgarstjóra í gegnum tíðina. Meðal
annars með bréfum sem borgarbúar hafa sent borgarstjór-
um og eru nú geymd á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Auk
þess prýða sýninguna ýmsir munir, viðtöl og ljósmyndir úr
sögu Reykjavíkur. Sýningin er opin almenningi og stendur
til 25. maí næstkomandi.
Borgarstjórar í öld
Ó BORG MÍN BORG Öld er síðan fyrsti borgarstjóri var kjörinn í emb-
ætti í Reykjavík. Af því tilefni opnar í dag sýningin „Kæri borgarstjóri“ í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.