Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 42
● heimili&hönnun
„Ég hef alltaf verið mikið fyrir
að hafa fínt í kringum mig. Það
var einmitt þess vegna sem ég
keypti verslunina síðastliðið
haust og fór út í rekstur,“ segir
Margrét sem er viðskiptafræð-
ingur og eigandi verslunarinnar
Sia á Laugavegi 86.
Margrét býr ásamt manni
sínum og tveimur börnum í
fallegri íbúð í litlu fjölbýlishúsi
í Kópavogi. Þar hafa þau verið í
fimm ár og líkar vel.
„Íbúðin er opin og björt og út-
sýnið er fallegt. Ég myndi lýsa
heimilinu sem hlýlegu og nota-
legu og eiginlega má segja að
Sia-stíllinn sé allsráðandi. Ég er
mikið fyrir kerti og blóm og þar
sem ég er heimakær skiptir það
mig miklu máli að heimilið sé
hlýlegt,“ segir Margrét og bætir
við að rómantískur stíll Sia henti
sér vel. „Ég held að þessi hlýlega
stemning sé að koma inn aftur.
Undanfarið hefur tískan verið
frekar einföld og mínimalísk en
nú virðist það vera að breytast,“
segir Margrét.
Á heimilinu leynast bæði
gamlir og nýir hlutir. „Þetta er
eitthvað sem við höfum verið að
safna að okkur í gegnum okkar
búskap og mér finnst gaman að
hafa eldri hluti innan um. Mál-
verkið í stofunni er til dæmis úr
búi foreldra minna. Það er eftir
listakonuna Tonný og ég fékk
það þegar ég flutti að heiman.
Mér finnst gott að hafa eitthvað
uppi við sem minnir á æsku-
heimilið,“ segir Margrét.
- þo
Hlýlegt fyrir heimakæra fjölskyldu
● Margrét Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Sia, á fallegt heimili. Hún er mikið fyrir notalegheit og vill hafa hlýlegt í kringum sig.
Húsgögnin í stofunni eru úr Tekk-Company en litlu hlutirnir koma flestir úr verslun-
inni Sia. Stóra málverkið er úr búi foreldra Margrétar.
Margrét er mikið fyrir að hafa blóm og kerti í kringum sig og
skiptir þeim gjarnan út eftir árstíðum.
Smáhlutir úr Sia leynast víða, til dæmis
þessi fallegi kertabakki.
Fagurskreytt barnaborð og stólar sem fást í versluninni Sia.
Margrét hefur alltaf verið mikið fyrir fallega hluti og því má segja að gamall draumur
hafi ræst þegar hún tók við rekstri Sia.
Herbergi tveggja ára heimasætunnar er innréttað með húsgögnum og munum úr barnalínu Sia. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
17. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6