Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 50

Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 50
● heimili&hönnun „Á þessari sýningu eru hlutir sem hafa orðið á vegi mínum, til dæmis í Góða hirðinum eða Kolaportinu. Þetta eru hlutir sem er búið að af- skrifa og ég hanna í kringum þá og reyni að skapa þeim nýja sögu,“ segir Ragnheiður Ágústsdóttir, myndlistarmaður og iðnhönnuður sem opnaði sýninguna Bræðingur á Skörinni í maí. Ragnheiður stundaði myndlistar- nám í Frakklandi en hélt síðan til Mílanó á Ítalíu og lauk þaðan mast- ersnámi í iðnhönnun. Verk henn- ar bera keim af bæði handverki og hönnun en að þessu sinni hafa gamlir hlutir fengið glænýtt hlut- verk og áður óþekkt framhalds- líf. „Endurvinnsla er þema sem liggur svolítið í loftinu núna. Ég er líka mikill náttúruverndarsinni svo endurvinnsla tengist því líka,“ segir Ragnheiður, sem notaði stytt- ur sem prýddu áður mörg íslensk heimili sem mikilvægan innblást- ur. „Verkið hófst með pínustyttun- um sem sumir kannast við. Bæði magapínu- og tannpínustyttur, en úr henni hannaði ég til dæmis nammiskál,“ útskýrir hún. Í fram- haldi af nammiskálinni bættist við verk sem vaknaði til lífsins á bað- herberginu. „Maðurinn minn var gjarn á að týna lyklum og þegar ég var að þvo mér um hendurnar einn daginn kviknaði hugmyndin að lyklakippunni með baðtappanum,“ segir Ragnheiður, sem stingur nú lyklinum í litla skál með niður- falli á símaborðinu hjá sér. Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum og Ragnheiður nefnir þar bæði íslenska náttúru og aðra hönnuði sem áhrifavald. „Öll falleg hönnun hefur áhrif á mig og kannski sérstaklega hönnun sem er þægileg fyrir augun. Ég er mjög hrifin af danskri hönnun og mjúk- um línum en get einnig nefnt hol- lenska hönnuðinn Hellu Jongerius, Droog Design-hópinn, spænska hönnuðinn Jaime Hayon, hinn ít- alska Ettore Sottsass úr Memphis- hópnum og Helen Amy Murray sem hefur verið að gera nýstárlega hluti í textíl.“ Fram undan eru fleiri hug- myndir sem heimta að verða að veruleika, eða eins og Ragnheið- ur sjálf segir: „Skapandi hugur er stöðugt að og það er enginn stopp- takki hjá svoleiðis fólki.“ Sýn- ingin stend- ur til 27. maí á Skörinni, sem er til húsa í Aðalstræti 10. www.hand- verkoghonnun.is. - rh Þægileg viðkomu fyrir augun ● Nýtt líf og endurvinnsla eru kveikjan að sýningu Ragnheiðar Ágústsdóttur, myndlistar- manns og hönnuðar, sem var opnuð nýlega á Skörinni. Hugmyndin að þessari lyklakippu fæddist á baðinu. Nú eiga lyklarnir sinn stað í niðurfalli á símaborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ragnheiður Ágústsdóttir, myndlistar- kona og iðnhönnuður, er hrifin af danskri hönnun og mjúkum línum. Lítið folald hefur eignast nýtt engi í höndum Ragnheiðar. 17. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.