Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 50

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 50
● heimili&hönnun „Á þessari sýningu eru hlutir sem hafa orðið á vegi mínum, til dæmis í Góða hirðinum eða Kolaportinu. Þetta eru hlutir sem er búið að af- skrifa og ég hanna í kringum þá og reyni að skapa þeim nýja sögu,“ segir Ragnheiður Ágústsdóttir, myndlistarmaður og iðnhönnuður sem opnaði sýninguna Bræðingur á Skörinni í maí. Ragnheiður stundaði myndlistar- nám í Frakklandi en hélt síðan til Mílanó á Ítalíu og lauk þaðan mast- ersnámi í iðnhönnun. Verk henn- ar bera keim af bæði handverki og hönnun en að þessu sinni hafa gamlir hlutir fengið glænýtt hlut- verk og áður óþekkt framhalds- líf. „Endurvinnsla er þema sem liggur svolítið í loftinu núna. Ég er líka mikill náttúruverndarsinni svo endurvinnsla tengist því líka,“ segir Ragnheiður, sem notaði stytt- ur sem prýddu áður mörg íslensk heimili sem mikilvægan innblást- ur. „Verkið hófst með pínustyttun- um sem sumir kannast við. Bæði magapínu- og tannpínustyttur, en úr henni hannaði ég til dæmis nammiskál,“ útskýrir hún. Í fram- haldi af nammiskálinni bættist við verk sem vaknaði til lífsins á bað- herberginu. „Maðurinn minn var gjarn á að týna lyklum og þegar ég var að þvo mér um hendurnar einn daginn kviknaði hugmyndin að lyklakippunni með baðtappanum,“ segir Ragnheiður, sem stingur nú lyklinum í litla skál með niður- falli á símaborðinu hjá sér. Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum og Ragnheiður nefnir þar bæði íslenska náttúru og aðra hönnuði sem áhrifavald. „Öll falleg hönnun hefur áhrif á mig og kannski sérstaklega hönnun sem er þægileg fyrir augun. Ég er mjög hrifin af danskri hönnun og mjúk- um línum en get einnig nefnt hol- lenska hönnuðinn Hellu Jongerius, Droog Design-hópinn, spænska hönnuðinn Jaime Hayon, hinn ít- alska Ettore Sottsass úr Memphis- hópnum og Helen Amy Murray sem hefur verið að gera nýstárlega hluti í textíl.“ Fram undan eru fleiri hug- myndir sem heimta að verða að veruleika, eða eins og Ragnheið- ur sjálf segir: „Skapandi hugur er stöðugt að og það er enginn stopp- takki hjá svoleiðis fólki.“ Sýn- ingin stend- ur til 27. maí á Skörinni, sem er til húsa í Aðalstræti 10. www.hand- verkoghonnun.is. - rh Þægileg viðkomu fyrir augun ● Nýtt líf og endurvinnsla eru kveikjan að sýningu Ragnheiðar Ágústsdóttur, myndlistar- manns og hönnuðar, sem var opnuð nýlega á Skörinni. Hugmyndin að þessari lyklakippu fæddist á baðinu. Nú eiga lyklarnir sinn stað í niðurfalli á símaborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ragnheiður Ágústsdóttir, myndlistar- kona og iðnhönnuður, er hrifin af danskri hönnun og mjúkum línum. Lítið folald hefur eignast nýtt engi í höndum Ragnheiðar. 17. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.