Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 62

Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 62
34 17. maí 2008 LAUGARDAGUR O ft vilja staðir þar sem reistir eru minnisvarðar um stolt þjóða verða slegnir of hátíðlegum blæ sem á lítið skylt við ærslafulla borgarbúa og gesti þeirra. Þessu var þó ekki fyrir að fara á Klambratúni í þessari viku þegar sól skein í heiði. Æskan og eldra fólk fjöl- menntu þá á túnið. Einir léku með knött, aðrir kylfu og svo eru það alltaf einhverjir sem kjósa að liggja og láta sólina leika um sig eða rölta bara um. Ekki er ólíklegt að þjóðskáldin myndu skerast í leikinn væru þau af holdi og blóði en ekki bronsi. Klambratúni var breytt í skrúðgarð á sjöunda ára- tugnum og hlaut þá nafnið Miklatún. Það nafn er enn notað en þó virðist íhaldssemi landsmanna hafa leitt til þess að gamla nafnið, Klambratún, máist ekki af tungunni. Heitið er komið frá bænum Klömbrum sem þarna stóð fram á miðja síðustu öld Fyrir tveimur árum hélt hljómsveitin Sigur Rós tónleika á túninu og er talið að um 20 þúsund manns hafi komið til að leggja við hlustir. Það hefur því ekki alltaf verið hljótt um þá Þorstein og Einar þó hátíð- legur blær sveipi þá jafnan. jse@frettabladid.is Kapp og kæti á Klambratúni Ef einhver heldur að Klambratún sé einmanalegur staður þar sem skáldin Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlingsson stara í sínu bronslíki á tré og græna grundu þá ætti sá hinn sami að kíkja þangað á sólríkum degi. Þá iðar allt af blómlegu og ærslafullu lífi eins og ljósmyndarar Fréttablaðsins gátu staðfest. ÞESSI SKAL FLJÚGA Í NÆSTA PÓSTNÚMER Þessi knái Pakistani kann greinilega til verka þegar kylfa er látin fylgja kasti í þjóðaríþróttinni, krikket. Ef einhver finnur bolta í Hlíðunum kann að vera að hann sé frá þessum kylfingi kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KOMDU ÞÉR OFANÍ! Það skortir ekkert á tilþrifin. Þau blasa við hverjum þeim sem gerir sér ferð um Klambratún á sólskins- degi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GRÍPTU NÚ GÓÐI! Það fylgir ekki sögunni hvort það kom í hlut ljósmyndara að grípa þennan disk. Þeir sem ekki vilja leggja slíkt á aðra gætu skemmt sér á túninu með bjúgverpil í hendi en þá getur hann bæði kastað og gripið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KNÁIR KNATTSPYRNUMENN Það eru ekki allir íþróttamannslega til fara en það segir ekkert til um frammistöðuna sem fer ekki eftir því hvort menn eru í íþróttagalla eða gallabuxum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KNÖTTURINN Á KASSANN Það getur verið kúnstugt að taka við sendingum knatt- spyrnumanna. Menn þurfa jafnvel að setja sig í hinar undarlegustu stellingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á TALI Á TÚNINU Aðrir láta sér fátt um finnast um kapp og knetti en ræða í rólegheitum í farsímann á leið sinni um Klambratúnið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.