Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 76
48 17. maí 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Það er tilhlökkunarefni að kynna þessar bækur á íslenskum bóka- markaði,“ segir hinn glaðbeitti útgefandi Jóhann Páll Valdimars- son hjá Forlaginu. Hann þykist nú hafa fundið nýjan Potter og ætlar að gefa út fyrstu bók í bókaflokki sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkj- unum nú í haust. Magnea Matt - híasdóttir þýðir. Jóhann Páll, sem hefur um árin verið klókur í að líkja bókum minni spámanna sinna við bækur metsöluhöfunda, er sannarlega ekki að tala út í loftið. Hann veifar The Times orðum sínum til stuðn- ings. Þar segir af höfundinum Stephenie Meyer sem í fyrirsögn er sögð hin nýja J. K. Rowling, sem samdi Harry Potter bækurn- ar. „Harry who? Meet the new J.K. Rowling“. Meyer er þriggja barna móðir, mormóni og yfirlýst bind- indiskona sem hefur selt sjö millj- ónir skáldsagna sem fjalla um vampírur í skólum. Sögur hennar hafa slegið Harry Potter af toppi sölulista í Bandaríkjunum. „Bækurnar eru nýjung sem hafa hitt rækilega í mark erlendis og eru í raun ansi vel heppnaðar. Ég er handviss um að íslenskir les- endur munu taka þeim fagnandi,“ segir Jóhann Páll. Hann segir bækurnar til marks um breyttar áherslur í efnistökum í bókum fyrir ungt fólk og þær hafi fallið rækilega í kramið. „Þær eru síður en svo eitthvað drasl heldur virki- lega vel skrifaðar og hugsaðar bækur.“ - jbg JPV læsir klóm í nýjan Potter JÓHANN PÁLL Hefur náð í réttinn á bókum Stephenie Meyer sem slegið hefur J.K. Rowling út af sölulistum. Fyrirtækið Axe, sem framleiðir rakspíra, svitalyktareyði og annað slíkt fyrir karlmenn, hefur sent leikaranum Matthew McConaughey ársbirgðir af nýju líkamsspreyi, en hann greindi nýlega frá því að hann notaði aldrei svitalyktareyði. Í bréfi sem fylgdi gjöfinni er ástæðan sögð vera sú að fyrirtækið beri hag hans fyrir brjósti og vilji að hann haldi í kærustu sína, fyrirsætuna Camilu Alves. Vísað er í rannsókn á vegum Axe sem leiddi í ljós að 89% kvenna myndu hætta við karlmann ef hann lyktaði illa. „Við lásum að þú notaðir aldrei svitalyktareyði, og við viljum að þú haldir í Camilu, svo við sendum þér hér með ársbirgðir af nýja Axe bullet,“ segir í bréfinu. McConaughey og Alves hafa verið saman í rúmt ár og eiga von á fyrsta barni sínu saman. Illa lyktandi Matthew > DÝR RAKSTUR Leikkonan Megan Fox, sem nýlega var kosin kynþokka- fyllsta kona í heimi af lesend- um FHM, var ekki alltaf fræg og rík. Hún kveðst hafa verið svo fátæk þegar hún flutti fyrst til Los Angeles að hún neyddist til að ganga um með loðna fót- leggi. „Ég átti ekki einu sinni fyrir einnota rakvél, svo ég varð bara að vera í síðbux- um,“ segir leikkonan. Guðmundur Pálsson Baggalútur er allur að koma til eftir að hann skarst illa á hægri hendi nýlega þegar vindhviða feykti útidyra- hurðinni á hendina. „Ég verð nokkrar vikur í gifsi, svo í sjúkraþjálf- un, en ég stefni að því að verða góður, ef ekki betri áður en yfir lýkur,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki fyrsta slysið sem hrellir Baggalút því í fyrra stórskaðaði Bragi Valdimarsson á sér fótlegg- inn þegar hann reyndi að klifra yfir rimlagrindverk í Pétursborg. „Allir í hljómsveitinni eru búnir að skrifa dónalegar kveðjur á gifsið með varanlegum geisladiskapenna,“ segir Guðmundur. „En þetta eru samt vel uppaldir strákar sem hjálpa mér í hvívetna, smyrja brauð og blanda djús.“ Eins og glöggir útvarpshlustendur hafa tekið eftir er Fréttaauki Bagga- lúts ekki lengur á dagskrá Rásar 2. „Þetta var bara orðið ágætt, rúm- lega áttatíu þættir af nákvæmlega sama brandaranum,“ segir Guð- mundur. „Það er hins vegar gaman að skýra frá því að við höfum verið hækkaðir í tign hjá útvarpinu og byrjum með glænýjan fræðsluþátt á Rás 1 í júní.“ Þátturinn verður á dagskrá á laug- ardögum kl. 18.30 og í honum verða fluttir upplýsandi pistlar. „Þetta verð- ur mjög fræðandi þáttur fyrir alla fjölskylduna.“ Annað yfirvofandi er hið árlega sumarfrí vefsíðunnar baggal- úts.is, en ritstjórn hennar ætlar saman í frí á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum. „Það verður sjálf- sagt dásamlegt, eins og allt sem við gerum.“ - glh Baggalútur á góðum batavegi NÝ PLATA, NÝR ÚTVARPSÞÁTTUR, SUMARFRÍ, FERÐALAG Guðmund- ur Pálsson lætur ekki handar- meiðsl stoppa sig. Á hverju ári flykkist slatti af Íslendingum á kvik- myndahátíðina á Cannes enda er þetta mekka bransans. Kvikmyndamiðstöð Íslands heldur úti skrifstofu á meðan á hátíðinni stendur ásamt kvik- myndamiðstöðvum hinna Norðurlandanna. Þar er alltaf hægt að hitta norræna frændur sína í „happy hour“ á Scandinavian Terrace. Dagurinn í dag byrjaði reyndar þar með sameiginlegum blaðamannafundi þar sem allt það helsta í norrænni kvikmyndagerð var kynnt. Fimm íslenskar myndir eru sýndar á markaðnum. Það eru Astrópía, Veðramót, Duggholufólkið og tvær myndir sem ekki hafa enn verið sýndar á Íslandi, Skrapp út eftir Sólveigu Anspach og Amazing Truth about Queen Raquela sem vann Teddy verðlaunin í Berlín. Mesti spenningurinn í herbúðum Íslendinga er þó fyrir stuttmyndinni hans Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar, en hún keppir um Gullpálmann í flokki stuttmynda. Stórkostlegt afrek það. Þetta er önnur stuttmynd Rúnars en fyrsta myndin hans Síðasti bærinn í dalnum var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er gullfalleg og þykir mjög líkleg til að vinna. Hvort það sé bara Eurovision-stemningin hjá Íslendingunum kemur í ljós. Íslendingarnir runnu annars á lyktina og enduðu í partíi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem bauð upp á brennivín og hákarl, við misjafna hrifningu gesta, niður við strönd. Þó að partíið væri á ströndinni lét íslenska veðráttan sig ekki vanta og stundvíslega þegar partíið átti að byrja gerði hellid- embu. En Gulllundinn var á sínum stað og Hörður DJ hélt uppi stemningunni. Það vakti líka lukku að Íslandsvinurinn Harrison Ford skyldi eiga leið hjá. Kannski rann hann bara á hákarlslyktina en stoppaði þó ekki til að fá sér heldur hélt sínu striki. Annars heldur keppnin áfram af fullum krafti, tvær myndir voru frum- sýndar í dag. Tyrkneska myndin Uc Maymum sem þykir mjög sterk og franska myndin Un Conte de Noël. Veislan er rétt að byrja. CANNES 2008 HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR FYLGIST MEÐ BESTU KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HEIMI Íslendingadagur í Cannes Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta: TILBOÐ kr.: 18.900 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.