Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 51 Sumardagskrá Rásar 2 er nú óðum að komast í gang og á fimmtu- dagskvöldum eftir tíufréttir hefur umhverfisvæni útvarpsþátturinn Rúnturinn verið ræstur á ný. Kristinn Pálsson sér um þáttinn og segir helsta markmið þáttarins að koma hlustendum í rétta helgar- gírinn, en þó ekki með yfirborðs- kenndum útvarpshressleika. „Lagavalið miðast við fjölbreytta flóru af athyglisverðri og sígildri rokk- og dægurtónlist allra tíma og sérstaklega er leitast við að hafa uppi á kunnuglegum númerum sem ekki hafa heyrst í langan tíma,“ segir Kristinn. Aftur á rúntinn Bandaríska rokksveitin Pearl Jam er byrjuð að semja lög á nýja plötu. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar, sem hét einfaldlega Pearl Jam, kom út. Gítarleikarinn Mike McCready segir að platan sé á byrjunarreit og sveitin hafi aðeins hist einu sinni til að bera saman bækur sínar. „Sumar lagahugmyndirnar eru poppaðar en aðrar eru harðari,“ segir hann. Pearl Jam er á leiðinni í tónleikaferð um Norður-Ameríku sem hefst 11. júní á Flórída. Þremur dögum síðar spilar sveitin á Bonnaroo-hátíðinni í Tennessee. Undirbúa nýja plötu PEARL JAM Rokkararnir gera nýja plötu. Tónlistarsjóðurinn Kraumur hefur sett á fót verkefnið Innrásin sem mun styðja hljómsveitir og tón- listarmenn við tónleikahald á landsbyggðinni. Stundum virðist auðveldara fyrir flytjendur að spila erlendis frekar en hérlendis og ætlar Innrásin að ráða bót á því. „Það liggur ákveðin rannsóknar- vinna að baki þessu. Við gerðum könnun hjá þeim listamönnum sem hafa farið út á land og hafa lagt heilmikið undir með því að halda tónleika þar. Það hefur oft verið fjárhagslegur baggi að ráð- ast í þetta,“ segir Eldar Ástþórs- son, framkvæmdastjóri Kraums. „Við teljum þetta mikilvægt, ekki bara fyrir þekkta listamenn, heldur líka fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri. Að spila úti á landi er mikilvægur þáttur í því að koma sér upp aðdáendahóp og það eru dæmi um að þeir sem hafa bitið á jaxlinn og farið þennan rúnt hafi náð að selja plötur í aukn- um mæli.“ Eldar segist hafa fengið mjög góð viðbrögð hjá tónlistarmönn- um við verkefninu, sem telja þetta þarft framtak. „Þessi heimamark- aður vill kannski gleymast. Menn telja að þessi reynsla að spila á tónleikum víðar en á höfuðborgar- svæðinu sé til dæmis mjög gott veganesti fyrir frekari landvinn- inga úti í heimi.“ Kraumur auglýsir eftir umsókn- um í Innrásina og geta áhugasam- ir sent póst á netfangið kraumur@ aurorafund.is. Tilgreina þarf nafn flytjanda, símanúmer og fyrirhug- aða tónleikastaði. - fb Kraumur efnir til Innrásar ELDAR ÁSTÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Kraums hefur umsjón með verkefninu Innrásin. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Breski leikarinn Daniel Day-Lewis er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í söngvamyndinni Nine. Hún er byggð á hinni frægu mynd Ítalans Federicos Fellini, 8 1/2, sem kom út árið 1963. Fjallar hún um þekktan leikstjóra sem glímir við vandamál bæði í starfi sínu og ástarlífi. Javier Bardem átti upphaflega að leika í Nine en hætti við og nú virðist sem Day-Lewis muni hlaupa í skarðið fyrir hann. Mót- leikkonur Day-Lewis í myndinni verða Penélope Cruz, Marion Cot- illard, Sophia Loren, Nicole Kid- man og Judi Dench. Leikstjóri verður Rob Marshall, sem leik- stýrði söngvamyndinni Chicago með góðum árangri árið 2002. Day-Lewis syngur DANIEL DAY-LEWIS Breski leikarinn Daniel Day-Lewis mun hugsanlega leika í söngvamyndinni Nine. Laugardaginn 17. maí í Laugarásbíói kl. 13:00. Öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Þorsteinn Einarsson Steini’s Inferno The Myth - The Legend - The Music Ragnar Pétur Pétursson Þjófur þjófur Hvað ungur nemur... Steinþór Einarsson Stóra frumsýningin Ný upplifun Stefán Friðrik Friðriksson Yfirborð Trúir þú á tilviljanir? Óttar Vignisson Hinsti túrinn Fast land undir fótum. Fullar hendur fjár. Fjandinn er laus. Úlfur Karlsson Einskonar Alaska Mögnuðustu myndirnar sem þú hefur séð, sástu með lokuð augun Ólafur Már Jónsson Allt fyrir ástina Ert þú tilbúinn að leggja allt í sölurnar? Guðrún Lína Thoroddsen Álfablót Úr álfheimum á enginn afturkvæmt Sölvi Mar Guðjónsson Tómur strigi Málarinn Pétur Kjærnested ID Óttastu sjálfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.