Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 6
6 7. júní 2008 LAUGARDAGUR SLYS Drengurinn sem brenndist í sprengingu í húsbíl í Grindavík á föstudagskvöldið í síðustu viku er á batavegi að sögn læknis. Hann var útskrifaður af gjörgæsludeild í gær og færður á barnadeild Landspítalans. Drengurinn er á þriðja ári og var með afa sínum í húsbílnum þegar slysið varð. Hann brenndist illa á höfði og höndum. Afi hans, maður á sjötugsaldri, slasaðist einnig en ekki alvarlega. - ovd Gassprengingin í Grindavík: Drengurinn á batavegi BAUGSMÁL „Það virðist vera afar torsótt að ná fram sakfellingu í flóknum efnahagsbrotamálum,“ segir Sigurður Tómas Magnús- son, settur saksóknari í Baugs- málinu. Í dómi Hæstaréttar í Baugs- málinu, sem féll á fimmtudag, gagnrýnir dómurinn langa máls- meðferð. Þar segir að lögum um hraða meðferð sakamáls hafi „ekki verið fylgt sem skyldi“. Er þar aðallega vísað til þess að tæp þrjú ár liðu frá því að rannsókn lögreglu hófst þar til ákæra var gefin út. „Þetta eru flókin og snúin mál, en það má alltaf deila um það hvort ekki megi flýta þeim meira. Það væri vissulega æskilegt, ég tek undir það,“ segir Sigurður. Hann segir dóm Hæstaréttar sýna að erfitt sé að ná fram sak- fellingu í umfangsmiklum efna- hagsbrotamálum. „Ég tel að það kunni að verða stefnan í framtíðinni að ákæra eingöngu fyrir örfá atriði. Það virðist vera að réttarkerfið ráði ekki vel við svona mörg og flókin sakarefni,“ segir Sigurður Tómas. Dómarar hafa, lögum sam- kvæmt, þrjár vikur til að kveða upp dóma. Þá eru ákvæði laga um munnlega sönnunarfærslu, þar sem engar greinargerðir séu lagðar fram fyrr en í Hæstarétti, ekki til þess fallnar að gera ákæruvaldinu auðveldara fyrir við saksókn flókinna efnahags- brotamála, segir Sigurður Tómas. Greinargerðir saksóknara og verjenda voru gagnrýndar í dómi Hæstaréttar. Greinargerð og málflutningsyfirlit saksóknara hafi verið samtals 193 síður, og tveir verjenda hafi skilað 109 síðna greinargerð. Í dómi Hæstaréttar segir að þessi gögn hafi að geyma munn- legan málflutning, og séu því í andstöðu við ákvæði laga um munnlegan málflutning. brjann@frettabladid.is Sakfelling í flóknum málum afar torsótt Hæstiréttur gagnrýnir langa málsmeðferð í Baugsmálinu og segir lögum ekki hafa verið fylgt. Saksóknari segir þessa áherslu réttarins geta orðið til þess að í framtíðinni verði aðeins ákært fyrir örfá atriði í stórum efnahagsbrotamálum. DÓMUR FALLINN Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagðist feginn að málinu væri lokið með dómi Hæstaréttar, en telur dóminn sýna hversu erfitt sé að ná fram sakfellingu í umfangsmiklum efnahagsbrotamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁKALL HÆSTARÉTTAR Á MILLIDÓMSTIG Hæstiréttur segir í umfjöllun um níu ákæruliði af átján að ekki sé hægt að endurskoða sýknudóm héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri, þar sem dómurinn hafi ekki heimild til þess að endurmeta framburð vitna. Dómurinn metur gögn málsins ekki sjálfstætt, heldur telur mat á þeim háð framburði vitna um gögnin fyrir héraðsdómi. „Ég tel að Hæstiréttur sé með þessu að segja að [dómararnir] séu ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja sig ekki geta breytt henni vegna þess að þeir telja að Hæsti- réttur geti ekki endurskoðað [niður- stöðuna] vegna þess að munnlegur málflutningur fléttast þar inn í,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari. „Ég tel þetta vera ákall Hæsta- réttar um að það þurfi millidómstig. Þeir treysta sér ekki til að end- urmeta sönnun, ákæruvaldinu í hag,“ segir Sigurður Tómas. „Þetta er staða sem er búin að liggja fyrir lengi. Dómskerfi okkar er ekki full- nægjandi lengur.“ ÁSTRALÍA, AP Joel Fitzgibbon, varnarmálaráðherra Ástralíu, segir að þörf sé á 10.000 her- mönnum til viðbótar til Afganist- ans ef unnt á að reynast að knésetja skæruliða talibana. Að hans sögn er tregða Evrópuríkj- anna til að leggja til fleiri hermenn líkleg til að verða til þess að Bandaríkjaher verði að axla þetta verkefni. Í viðtali við AP sagði Fitzgibb- on að baráttan gegn talibönum myndi sækjast of seint með þeim takmarkaða liðsafla sem ISAF- fjölþjóðaliðið hefur nú á að skipa. Þúsundir hermanna til viðbótar þyrfti til að unnt yrði að hrekja skæruliða af stærri landsvæðum og halda stjórn á þeim. Ástralar eru sú þjóð utan NATO sem leggur ISAF til flesta hermenn. - aa Hernaðurinn í Afganistan: Segir mikils liðsauka þörf JOEL FITZGIBBON Varnarmálaráðherra Ástralíu talar í Canberra í gær. Angus Houston, yfirmaður Ástralíuhers, í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Konungshöllin verður safn Nýja ríkisstjórnin í Nepal hefur ákveð- ið að konungshöllin í Ghorka verði gerð að safni fyrir almenning. Gyan- endra konungi var formlega steypt af stóli hinn 28. maí, þegar landið varð lýðveldi. Honum verður þó leyft að búa áfram í sumarhöll sinni nærri Katmandú. NEPAL Tröllatunguheiði opnuð Tröllatunguheiði hefur verið opnuð fyrir umferð, en fyrir nokkrum dögum var umferð opnuð um Steinadals- heiði og Þorskafjarðarheiði. Þessir þrír fjölförnu sumarvegir á milli Reykhóla- sveitar og Strandabyggðar eru því allir orðnir færir. VEGAGERÐ BERLÍN, AP Dmítrí Medvedev, for- seti Rússlands, lýsti í opinberri heimsókn í Berlín áhyggjum yfir því hvernig viðhorf Evrópubúa í garð Rússlands virtist vera að þró- ast nú á tímum aukinnar misklíðar milli valdhafa í Moskvu og Vestur- landa. Heimsóknin til Þýskalands er fyrsta ferð Medvedevs til Vestur- landa eftir að hann tók við emb- ætti af Vladimír Pútín fyrir tæpum mánuði. Málflutningur hans þykir vera mjög í anda fyrirrennarans. „Það veldur okkur áhyggjum að sjá hvernig gagnkvæmur skiln- ingur í Evrópu-Atlantshafsmálum hefur verið að þrengjast,“ sagði Medvedev á blaðamannafundi eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara. Hann lagði þó áherslu á að Rússar ættu góð og náin tengsl við Þjóðverja og að ákvörðun hans um að velja Berlín sem fyrstu höf- uðborgina sem hann heimsækir í Evrópu endurspegla forgangsröð- un Rússlandsstjórnar. Medvedev varaði auk þess eindregið við frek- ari stækkun NATO til austurs. Fyrir fundinn hafði Merkel látið svo ummælt að þörf væri á að útvíkka og styrkja hin „nánu, vin- samlegu og mikilvægu“ tengsl Þýskalands og Rússlands, en Rúss- ar sjá Þýskalandi og reyndar stærstum hluta Evrópu fyrir megni jarðgasþarfar sinnar. Þýskaland og ýmis önnur Evr- ópulönd hafa þó átt í erjum við Rússa að undanförnu. Ítrekaðar atrennur að því að endurnýja sam- starfssamning Evrópusambands- ins við Rússland hafa mistekist. - aa Nýr forseti Rússlands í fyrstu heimsókn sinni til Vesturlanda eftir embættistöku: Áhyggjur af viðhorfsþróun MIKILVÆG TENGSL Medvedev og Merkel hlýða á þjóðsöngva landa sinna í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir erlendum manni sem réðst með barsmíðum á lögreglumann með þeim afleiðing- um að hann kjálkabrotnaði og hlaut sár. Atvikið gerðist í fangaklefa mannsins. Hann hafði þá verið handtekinn vegna gruns um innbrot í bíl. Hann reyndist mjög ölvaður þegar lögregla tók hann og þá strax mjög ógnandi í framkomu. Héraðsdómur hafði dæmt árásarmanninn í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hæsti- rétttur stytti refsinguna í átta mánuði, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. - jss Hæstiréttur: Refsing árásar- manns milduð Hver sigraði í Baugsmálinu? Ákæruvaldið 20,9% Baugsmenn 79,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að slaka á reglum um veðmál hér á landi? Segðu skoðun þína á vísir.is HEILBRIGÐISMÁL „Það var samþykkt að gefa út starfsleyfi til tólf ára,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, um starfsleyfi fisk- þurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn. Starfsleyfið, ásamt innsendum athugasemdum var tekið fyrir á fundi Heilbrigðsnefndar Suður- lands á föstudag. Sjö athugasemdir bárust heil- brigðiseftirlitinu vegna starfsleyf- isins en frestur til athugasemda rann út 29. maí síðastliðinn. Elsa segir athugasemdirnar þær sömu og þegar starfsleyfið var síðast aug- lýst og almennt sé því mótmælt að starfsleyfið verði gefið út. Hún segir þetta ákvörðun nefnd- arinnar en ef einhver þeirra sem gerðu athugasemdir óski nánari skýringa þá verði við því brugðist. Sveitarfélagið Ölfus hefur ekki veitt Lýsi leyfi til uppsetningar hreinsiturna við verksmiðjuna og vísað til þess að breyta þurfi skipu- lagi. Elsa segir turnana inni í starfs- leyfisskilyrðum og það sé skilning- ur nefndarinnar að ef ekki fáist tilskilin leyfi til uppsetningar þeirra falli ákvæðið um sjálft sig. Það standi því upp á sveitarfélagið að veita leyfið. „Ég bara trúi þessu ekki,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Hann segir umhverfisráð- herra og Umhverfisstofnun hafa lofað að skoða málið. „Ég trúi ekki að menn séu svona ósvífnir. Það getur ekki verið að hægt sé að leggja þetta á fólk í Þorlákshöfn, að rétturinn til að vera til, sé einskis metinn.“ - ovd Heilbrigðisnefnd Suðurlands veitir fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn starfsleyfi: Lýsi fær starfsleyfi til tólf ára FISKÞURRKUN LÝSIS Í ÞORLÁKSHÖFN Mikill styr hefur staðið um rekstur fisk- þurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn. MYND/GKS KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.