Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 8
8 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Maður sem sat í
gæsluvarðhaldi í tólf daga
grunaður um að eiga þátt í
fíkniefnasmygli til landsins fær
ekki skaðabætur frá ríkinu.
Hann var aldrei ákærður og fór
fram á fimm milljónir króna í
bætur.
Málið snerist um innflutning á
ríflega þrettán kílóum af hassi
sem komu til landsins með
hraðsendingu inni í tölvubúnaði.
Þrír sátu um tíma í varðhaldi, en
aldrei var gefin út nein ákæra í
málinu.
Í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur segir að framburður
mannsins hafi ekki verið
trúverðugur, sem skýri langt
varðhald. Gangur rannsóknar-
innar hafi verið eðlilegur. - sh
Ríkið sýknað af bótakröfu:
Fær ekki bætur
fyrir varðhaldið
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur viðurkennt skaða-
bótaskyldu Íslandspósts vegna
slyss sem fyrrverandi starfsmað-
ur fyrirtækisins varð fyrir við
vinnu í nóvember 2004.
Starfsmaðurinn, kona á
sjötugsaldri, féll niður af um
fimmtíu sentimetra háum rampi
fyrir utan póstdreifingarstöð og
ökklabrotnaði illa. Handrið hafði
nýlega verið fjarlægt af
rampnum. Dómurinn kemst að
þeirri niðurstöðu að rekja megi
slysið til gáleysis Íslandspósts,
sem ekki hirti um að setja
handriðið upp á ný eða koma
fyrir bráðabirgðahandriði. - sh
Eldri kona féll af rampi:
Íslandspóstur
greiði fyrir tjón
VINNUDEILA Flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli hefur sagt
upp samningum sínum við
slökkviliðsmenn á vellinum um
tuttugu klukkustunda fasta yfir-
vinnu á mánuði fyrir ýmis við-
haldsstörf á tækjum og húsnæði.
Slökkviliðsmennirnir eru afar
ósáttir við þessa aðgerð og sam-
þykktu nýlega ályktun þar sem
lýst er yfir óánægju með skerð-
ingu á reglubundnum launum
félagsmanna. Líta þeir á þessa
aðgerð sem uppsögn kjarasamn-
ings í heild.
„Þetta eru um 20 prósent af
þeirra föstu launum,“ segir Valdi-
mar Leó Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS) og bætir við að þess-
ar „sporslur“ hafi verið hluti af
reglubundnum launum frá árinu
1967.
Slökkviliðsmenn ætla að ganga
út 1. ágúst næstkomandi þar sem
þeir líta svo á að þeim hafi verið
sagt upp með bréfi frá flugvallar-
stjóra 28. apríl síðastliðinn.
„Ég þori ekki að fullyrða að
Keflavíkurflugvöllur lokist en
málið er bara í biðstöðu,“ segir
Valdimar Leó. Hann hafi, ásamt
formanni LSS, fundað með flug-
málastjórn á Keflavíkurflugvelli
vegna málsins en að í sjálfu sér
hafi ekkert komið út úr þeim
fundi. „Staðan er alvarleg og það
þarf að finna lausn.“
„Við lítum ekki á þetta sem
uppsögn á neinum kjarasamningi
heldur eingöngu uppsögn á auka-
greiðslum, vegna breytinga á
fyrirkomulagi,“ segir Stefán
Thordersen, flugvallarstjóri á
Keflavíkurflugvelli. Hann segir
kjarasamninginn í fullu gildi og
með breytingunni sé verið að
færa störf slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli í sama horf
og annarra slökkviliðsmanna á
Íslandi.
Hann segir slökkviliðsmenn
með þessu fá meiri tíma til að búa
sig undir störf sín. „Þeir hafa
sinnt þessum aukastörfum á vökt-
unum en tíminn verður nú betur
nýttur til æfinga og menntunar
slökkviliðsmanna.“
„Af sjálfsögðu lækka launin
þegar aukavinna minnkar en
þetta hefur verið aukagreiðsla.“
Til stendur að viðhaldsdeild og
verktaki, sem sér um þrif taki við
þeim störfum sem slökkviliðs-
mennirnir hafa unnið.
Vonast Stefán til að þeir fjár-
munir sem sparast verði notaðir
til að bæta úr ýmsum þáttum sem
snúa að öryggi flugfarþega „og í
betra slökkvilið til að takast á við
þau verkefni sem vonandi koma
aldrei upp“.
olav@frettabladid.is
Slökkviliðs-
menn missa
yfirvinnuna
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli ósáttir við
uppsögn á samningi um tuttugu klukkustunda
fasta yfirvinnu. Um 20 prósenta kjaraskerðing.
Slökkviliðsmenn fá meiri tíma til æfinga.
SLÖKKVISTÖÐIN Á KEFLAVÍKURVELLI Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli líta svo á
að með uppsögn samningsins hafi kjarasamningi við þá verið sagt upp og áætla að
ganga út fyrsta ágúst næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai,
leiðtogi stjórnarandstöðu Simbab-
ve, var haldið föstum á lögreglustöð
utan við Bulawayo, annarri stærstu
borg landsins, í tvo tíma í gær. Áður
en honum var sleppt var honum tjáð
að hann mætti ekki halda áfram
kosningabaráttu sinni þann daginn.
Á sömu slóðum var Tsvangirai
handtekinn á miðjum kosninga-
fundi á miðvikudag. Hann og fjór-
tán stuðningsmenn hans voru kærð-
ir fyrir að „laða að fjölda fólks“.
Lögregluyfirvöld segja hins vegar
að þau vildu athuga hvort hjólin á
bíl hans væru rétt stillt. Tsvangirai
var sleppt á fimmtudag eftir níu
klukkustunda fangelsisvist. - aa/vsp
Kosningabaráttan í Simbabve:
Leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar fangelsaður
MORGAN TSVANGIRAI Lögreglan gerir
honum lífið leitt í kosningabaráttunni
fyrir úrslitaumferð forsetakosninga.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Öldungadeildar-
þingmaðurinn John Edwards hefur
útilokað að hann verði varaforseta-
efni Baracks Obama. Í viðtali við
spænska dagblaðið El Mundo í gær
segir Edwards að hann hafi að baki
þá reynslu að ganga í gegnum kosn-
ingabaráttu sem varaforsetaefni og
hann langi ekki að endurtaka hana.
Edwards var varaforsetaefni
Johns Kerry í kosningunum 2004 og
tók þátt í prófkjörsslagnum um
útnefningu Demókrataflokksins í
ár. Frá því hann lýsti stuðningi við
Obama er slagurinn stóð sem hæst
milli hans og Hillary Clinton hafa
verið uppi vangaveltur um hvort
hann yrði varaforsetaefni Obamas.
Staddur á viðskiptaráðstefnu í
Barcelona sagði Edwards afdrátt-
arlaust, að hann væri boðinn og
búinn að hjálpa Obama í barátt-
unni með öllum öðrum hætti en
þeim að vera meðframbjóðandi
hans.
Hillary Clinton mun í dag ávarpa
stuðningslið sitt í Washington og
binda þar með formlegan enda á
baráttu sína fyrir forsetaframboðs-
útnefningunni. Vitað er að hún muni
í ræðunni þakka stuðningsfólki sínu
og lýsa formlega yfir stuðningi við
Obama. Ennig er búist við að hún
muni hvetja demókrata til að fylkja
liði að baki Obama í baráttunni um
Hvíta húsið í haust. Margir stuðn-
ingsmenn Clinton vilja að hún verði
varaforsetaefni, en orðrómur er um
að hvorki Clinton sjálf né Obama
kæri sig um það. - aa
Vangaveltur um væntanlegt varaforsetaefni Baracks Obama:
Edwards útilokar framboð
FUNDUÐU Í FYRRAKVÖLD Hillary Clinton
og Barack Obama ræddu málin í heima-
húsi í Washington á fimmtudagskvöld.
Myndin var tekin fyrir tveimur árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda.
VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR.
„Íslensk blóm
eru harðgerð,
kröftug og fersk.“
Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður.
Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja
upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu.
1. Hver var settur saksóknari í
Baugsmálinu?
2. Í hvaða tveimur löndum
er Evrópumótið í knattspyrnu
haldið?
3. Hver leikur Galileo Galilei í
umdeildum símaauglýsingum?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 58
VEISTU SVARIÐ?