Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 20
20 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
N
iðurstaða mestu lögspekinga þjóðarinnar liggur
fyrir í Baugsmálinu. Dómur Hæstaréttar er fallinn.
Við blasir að uppskera ákæruvaldsins í umsvifa-
mestu rannsókn á meintum efnahagsbrotum í
Íslandssögunni er ákaflega rýr. Jón Ásgeir Jóhann-
esson er sýknaður í sextán af sautján ákæruatriðum. Jafnljóst
er, að stuttur og skilorðsbundinn fangelsisdómur er engu að
síður mikið áfall fyrir einn umtalaðasta viðskiptamann þjóðar-
innar og ýmsar lagalegar afleiðingar dómsins geta reynst mun
afdrifaríkari en skilorðsbundin refsingin ein og sér, svo ekki sé
vikið að persónulegri hlið málsins.
Ekki dugir að deila við dómarann, svo mikið er víst, en hefur
öll sagan verið sögð í Baugsmálum? Í Fréttablaðinu í gær var
rætt við ýmsa stjórnmálamenn. Rétt er að staldra við nokkur
ummæli sem þar féllu og sæta í raun stórum og miklum tíðind-
um. Í öllum öðrum löndum myndu þau ein og sér hafa víðtækar
afleiðingar.
„Réttarvörslukerfið var á villigötum í þessu máli. Upphafið
var pólitískt og persónulegt og eftirleikurinn eftir því,“ sagði
Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Vinstri
grænna. Hann bætti við: „Málið var aðför frá upphafi til enda.
Þetta er áfall fyrir réttarvörslukerfið.“ Jón Magnússon, hæsta-
réttarlögmaður og þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði þetta:
„Mér finnst um málið í heild að hátt hafi verið reitt til höggs en
útkoman svo rýr að það er nánast með ólíkindum.“ Valgerður
Sverrisdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins og fyrrver-
andi ráðherra, sagðist telja þessa niðurstöðu kalla á áframhald-
andi umræðu. „Ég hef áður látið þau orð falla að hátt hafi verið
reitt til höggs í málinu,“ sagði hún. Lúðvík Bergvinsson, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði: „Hæstiréttur kemst
að þeirri niðurstöðu að málið hafi verið byggt á veikum grunni.
Þetta mál mun örugglega verða skoðað vandlega. Það er mikil-
vægt að fara vandlega í saumana á því.“
Það að þjóðkjörnir fulltrúar telji að „hátt hafi verið reitt til
höggs“ og rannsóknin hafi verið „aðför“ og upphafið „pólit-
ískt og persónulegt“ er auðvitað grafalvarlegt fyrir lögreglu og
ákæruvaldið í landinu. Þess vegna er alveg rétt að fara verði
betur ofan í saumana á því.
Hvernig verður það best gert? Hvernig verður þessari óþolandi
tortryggni og alvarlegu ásökunum eytt? Varla vill lögregla eða
ákæruvald sitja undir þessum ásökunum? Við þessar aðstæður
er réttast að óháðir aðilar, til dæmis fyrrverandi hæstaréttar-
dómarar, eða sérstök rannsóknarnefnd Alþingis, verði fengin til
þess að rannsaka þessi mál sérstaklega og koma öllu upp á borðið
í þeim efnum, í eitt skipti fyrir öll. Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra hlýtur að hafa forystu í þeim efnum, jafnoft og hann
hefur gagnrýnt „leyndarhjúp“ á öðrum vettvangi og krafist þess
að öll spilin væru lögð á borðið.
Niðurstaða dómsmálsins liggur fyrir, henni verður ekki breytt.
En við eigum sem þjóð að hafa lært sitthvað af biturri reynslu
fortíðarinnar, til dæmis úr Hafskipsmálinu. Staðreyndin er sú að
enn er mörgum stórum og erfiðum spurningum ósvarað.
Við það verður ekki unað.
Hefur öll sagan verið sögð í Baugsmálum?
Pólitískt sakamál?
BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Fjölskyldan átti fagra daga við Eyrarsund. Foreldrar tóku
sér langþráð frí og drifu börnin
með í Tívolí, dýragarð og
Dyrehavsbakken. Og fóru um allt
á hjólum. Brekkulaust er landið
Dana og ljúft að láta sig líða eftir
Strandvejen með barn að baki.
Yfirþýðandi íslenskra bók-
mennta á dönsku, ljúfmennið
Kim Lembek, var svo góður að
lána okkur íbúð sína við sjóina
fögru. Íbúðin var full af íslensk-
um skáldsögum í danskri útgáfu.
Allar bækur Arnaldar nýkomnar
í kilju og Sendiherra Braga
glóðvolgur í skáp, plakat af Sjón
yfir tölvunni og ævisaga Laxness
eftir Halldór Guðmundsson í
handriti á skrifborðinu. Að auki
er Kim langt kominn með
þýðingu á Njálu og fleiri
Íslendingasögur bíða. Ef
einhverjir eiga fálkaorðu skilið
eru það menn eins og Lembek.
Íslenskir höfundar fá allir góða
dóma í Danmörku, segja fróðir.
Við þykjum hafa annan stíl og
segja skrýtnari sögur en sagðar
eru í flata landinu. Þekkt
blaðakona segir danska höfunda
flesta útskrifaða úr sama
Skabende skrift kúrsinum.
Fátíðindi sögð í fáum orðum eru
tískan í bókmenntum Dana. Í
bókabúðum má sjá titla eins og
„Min far kan lide fugle“.
Á laugardegi bauð Friðrik
Weisshappel í bröns á nýjum
Laundromat stað þeirra félaga, á
Austurbrú. Frikki var fagur að
sjá þennan daginn enda hafði
hann beðið sinnar heittelskuðu
fyrr um morguninn. Hún sýndi
hringinn stolt á meðan frumburð-
urinn svaf í sínu frumburðar-
rúmi. Það er gaman að sjá góðan
dreng blómstra í borginni við
sundið en Reykjavík saknar þó
mannsins sem teiknaði umgjörð
tveggja kynslóða. Frikki Weiss
bjó til Kaffibarinn, Gráa köttinn,
Kaupfélagið (sem heimskir menn
eyðilögðu) og fleira gott, en
hamingjan spyr víst ekki um
ríkisfang.
Í Tívolí eyddum við heilum
degi. Krökkunum þótti skemmti-
legast í Den Flyvende Kuffert,
sem er nýjasta skemmtireiðin í
garðinum, þar sem svifið er um
ævintýraheim HC Andersens í
opnu kofforti; farið um átján
sögur á átta mínútum. Þetta gaf
hugmynd: Í Sagnagarðinum í
Laugardal mætti ríða á plastfá-
kum á milli Íslendingasagna. Við
sitjum á sjóði sem er jafn
vannýtt auðlind og heita vatnið.
Á Kastrup kom babb í ferða-
bát. Borgarfulltrúinn í hópnum
hafði dagana á undan skeiðað um
barnalistahátíðir Bretlands og
komið þaðan beint til Köben. Hún
hafði því ekki nýtt fyrri legg
flugmiðans (sem við höfðum
safnað fyrir með ótal ferðum
lögðum inn í Vildarklúbb
Flugleiða). En þar með var
miðinn ónýtur (!) var okkur tjáð í
innritun fyrir heimferð, seint á
sunnudagskvöldi. Símar fóru á
loft en allt kom fyrir ekki: Okkur
var skipað að kaupa nýjan miða,
annars yrði eitt okkar eftir.
Þar sem móðir stóð í stappi við
innritunarborð tilkynnti sonur að
hann hefði pissað í buxurnar.
Þegar faðir var hálfnaður í því
hreinsiverki tilkynnti starfsmað-
ur að við værum að missa af
vélinni. Miðavesen hafði tekið
sinn tíma: Nú voru tuttugu
mínútur í flugtak og við áttum
eftir passaskoðun, vopnaleit og
kílómeterinn út í hlið. Starfsmað-
urinn hafði vart sleppt orðinu
þegar dóttirin sagðist þurfa að
kúka. Ég skipaði henni að halda í
sér um leið og ég sveiflaði
rassberum dreng upp á farang-
urskerru og skeiðaði af stað, án
þess að kveðja frúna sem enn
stóð miðalaus við afgreiðsluborð.
Sonurinn mætti hálfnakinn til
vopnaleitar en dóttirin hélt
sprengjunni í sér óséðri. Hins
vegar höfðu barnaskæri í eigu
Kims Lembek óvart ratað í
handtösku og fyrir vikið lenti
stressaður faðir í haldi öryggis-
varða.
„Det er bare sådan et börne-
saks.“
„Ja, men det er forbudt,“ kvað
vörður.
„Jeg tror ikke at Al Qaeda
manufakterer börnesaks.“
Fyrir þessi orð var mér haldið
í fimm mínútur í viðbót. En var
þó sleppt að lokum, og nú voru
aðeins sjö mínútur til umráða.
Svitablautur með tvö börn á
öxlinni náði ég loks í sætið og
rétt áður en hurð skall í fals
birtist frúin. Af svip hennar að
dæma hafði hún þurft að kaupa
sér nýjan flugmiða upp á heilar
50.000 krónur. Vildarklúbbur var
orðinn Óvildarklúbbur.
Hvernig getur flugfélagið leyft
sér að tvíselja sæti sín? Höfuð-
röksemdin er sú að „no-show-
kostnaðurinn“ sé að sliga
flugfélögin. Þau vilja fá að selja
ónotuð sæti aftur. Vart geta það
talist löglegir viðskiptahættir að
fyrirtæki endurselji vöru sem
þegar hefur verið seld? Ekki end-
urselja leikhúsin sæti þótt
upphaflegur kaupandi þeirra
mæti of seint á sýningu?
En slagurinn er ekki búinn.
Frúin er staðráðin í að fá miðann
endurgreiddan, og verður eitt
þrumuský ef minnst er á málið.
Með krakkana til Köben
Á faraldsfæti
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG |
UMRÆÐAN
Hjörleifur Guttormsson skrifar um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs
Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs nú á þess-um degi er viðburður sem lengi verður
minnst. Hugmyndin um þennan stærsta
þjóðgarð Evrópu óx upp úr miklum átökum
um stjórnsýslu og skipulag miðhálendisins
á síðasta áratug liðinnar aldar. Á árunum
1998–1999 fjallaði Alþingi um tillögu að fjórum
þjóðgörðum á miðhálendinu með stóru jöklana sem
kjarna. Umhverfisnefnd Alþingis sameinaðist um
ályktun um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem allir
viðstaddir þingmenn samþykktu. Umhverfisráðu-
neytið hefur fylgt málinu markvisst eftir og fjöl-
margir komið að undirbúningi, m.a. nefnd skipuð
fulltrúum þingflokka og sérstök ráðgjafanefnd.
Rúmt ár er síðan lög voru sett um þjóðgarðinn og
ákveðið var stjórnarfyrirkomulag hans. Vatnajök-
ulsþjóðgarður er sérstök ríkisstofnun og yfir honum
er sjö manna stjórn auk fjögurra svæðisráða.
Þannig koma yfir 30 manns að stjórnun garðs-
ins auk sex þjóðgarðsvarða og fjölda land-
varða. Sýnir þetta með öðru hversu stórt
málið er í sniðum. Innan Vatnajökulsþjóð-
garðs verða brátt um 15% af flatarmáli lands-
ins, þar með taldir þjóðgarðarnir í Skaftafelli
og Jökulsárgljúfrum. Stofnkostnaður vegna
nýrra gestastofa og annarrar aðstöðu fyrstu
fjögur árin er áætlaður 1150 mkr.
Fremsta markmið með stofnun þjóðgarðs-
ins er verndun náttúru og menningarminja
innan hans. Það fellur í hlut stjórnenda að útfæra þá
stefnu með verndaráætlun „í samræmi við alþjóð-
legar viðmiðanir um þjóðgarða og friðlýst svæði“.
Jafnframt á að auðvelda almenningi aðgengi að
svæðinu án þess að náttúra þess spillist. Hér er því
á ferðinni metnaðarfyllsta verkefni í náttúruvernd
hérlendis hingað til og jafnframt stórmál í þjóð-
hagslegu tilliti. Gangi allt að óskum mun fyrr en
varir fjölga hliðstæðum þjóðgörðum á miðhálend-
inu.
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Vatnajökulsþjóðgarður
– til hamingju
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON
Hvar finnst tunga
alþýðunnar?
Sturla Jónsson og fleiri félagar hafa
stofnað nýtt stjórnmálaafl sem hlotið
hefur nafnið Lýðræðisflokkurinn.
Segir Sturla að það vanti mann á
Alþingi sem tali tungu alþýðunnar.
Nafnið er þannig til komið að
sjálfstæðismaður var spurður
hvað flokkur þyrfti að heita svo
hann myndi kjósa hann. Tunga
alþýðunnar er greinilega
líka uppi í sjálfstæðis-
mönnum.
Lýðræði í orði
og á borði
Ástþóri Magnússyni finnst
þó að sér og sínu fólki
vegið með nafngiftinni en
sá hópur hefur oft sameinast undir
þessu nafni. Kannski ráðfærðu þeir
sig við sama sjálfstæðismanninn.
Ekki vill Ástþór gefa nafnið eftir og
segir að Sturla verði einfaldlega að
finna nýtt. En Sturla brást við með
því að ætla að láta kjósa um nafnið
sem er náttúrulega lýðræðisleg lausn
á málinu.
Marksækinn hvítabjörn
í Katalóníu
Það hljómar ekki
undarlega í eyrum
Spánverja að
hvítabjörn hafi
gengið á land
á Íslandi. Þó er
það ekki fyrir
þær sakir að þeir
séu ekki betur að sér í dýrafræðum
heldur hitt að knattspyrnumaðurinn
Eiður Smári Guðjohnsen er nefndur
hvítabjörninn. Þegar Fréttablaðið
kannaði það með leitarorðun-
um „hvítabjörn“ og „Ísland“ hvort
spænska pressan hefði eitthvað
fjallað um björninn sem felldur var
í Skagafirði bar ekkert á þeim
fjórfætta en knattspyrnu goðið
okkar var hins vegar fyrirferðar-
mikið. Þó sá kvittur hafi komist
á að Eiður Smári sé að
hugsa sér til hreyfings
frá Barcelona verður þó
ekki annað sagt en að
þeir taki betur á móti
hvítabirni í Katalóníu en
í Skagafirði.
jse@frettabladid.is
Nú fer
hver að verða
síðastur að ná sér í
Blaðbera
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...