Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 22
 7. júní 2008 LAUGARDAGUR S jóminja- safnið í Reykja- vík, Víkin, var enduropnað síðustu helgi eftir gagngerar breytingar og stækkun á sýningarrými þess. Mikil aðsókn var í safnið. Sigrún Magnús- dóttir, forstöðu- maður þess, átti veg og vanda af þeim. Sigrún er maður vikunnar. Sigrún fæddist í Reykjavík í júní 1944. Foreldrar hennar voru Sólveig Vilhjálms- dóttir, húsmóðir, og Magnús Jónsson Scheving, sjómaður. Þau kynntust í síldinni á Siglufirði. Sigrún fékk ekki að vinna í síld á unglingsárum sínum, en hefur alltaf liðið vel í námunda við hafið. Hún á einn bróður, Eyjólf, sem er kennari. Hún er gift Páli Péturssyni, fyrrverandi þingmanni Framsóknar- flokksins og félagsmálaráð- herra. Hún var áður gift Kára Einarssyni, verkfræðingi. Hún á tvær dætur: Sólveigu Klöru og Ragn- hildi Þóru, og þrjú stjúpbörn: Kristínu, Ólaf Pétur og Pál Gunnar. Hún er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hefur einnig meðal annars lært við Húsmæðra- skólann í Reykja- vík og tekið námskeið í sölutækni og bankastörfum í Þýskalandi. Hún lauk nýlega námi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem bankamaður og kennari og rak lengi matvöru- verslun í Reykja- vík. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Framsóknarflokkinn í sextán ár og var formaður borgar- ráðs í fimm ár. Hún var formaður borgarstjórnar- flokks Reykjavíkur- listans í átta ár. Sigrún var formaður mennta- ráðs Reykjavíkur- borgar þegar grunnskólarnir voru færðir frá ríki til sveitarfélaga og er sögð hafa verið einn helsti drifkrafturinn í einsetningu skólanna. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn. Einkum hefur hún verið öflug í að byggja upp kvennastarf flokksins. Hún var formaður Félags Framsóknarkvenna 1982 til 1986 og hefur setið í miðstjórn flokksins. Hún var varaþing- maður flokksins í fjögur ár. Sigrún hefur að sögn vandamanna hennar sýnt einstakan dugnað við uppbyggingu Sjóminjasafnsins. Varðskipið Óðinn og dráttarbáturinn Magni eru hluti af sýningu safnsins og er því lýst sem kraftaverki að henni hafi tekist að fá skipin til safnsins. Henni er hrósað fyrir fjármálastjórn safnsins, meðal annars að hafa tekist að fá öfluga bakhjarla til að styðja það. Vinir og vanda- menn Sigrúnar lýsa henni sem fram- kvæmdaglaðri og kappsfullri konu sem bjóði af sér góðan þokka. Hún er skemmtileg og hlý, skapgóð og fylgin sér. Heil- steypt, ósérhlífin og „meistari í því að líta vel út“. Hún er sögð mikill húmor- isti og góður dansari. Menn eru sammála um mikilvægi starfa hennar, þó hún hafi ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Menn áttu ekki gott með að nefna galla í fari Sigrúnar, en einn nefndi þó að hún gæti verið þrjósk. gunnlaugurh@frettabladid.is Fasteig nablað bls.8 RE/MA X Lind hlaut v erðlaun in sölu hæsta RE/M AX stofan árið 2 007. H ér veita Gunna r Valss on, Axe l Axelss on og H annes Steindó rsson v erðlaun unum viðtöku . Chairm ans Aw ard er næst e fsti flok kurinn sem ve itt eru ver ðlaun f yrir. 6 Í slendin gar náð u þeim frábæ ra árangri . Bóas Bóass on, Ha nnes S teindó rsson, Garða r Hólm , Vernh arð Þo rleifss on, Ha fdís Ra fns- dóttir og Ásd ís Ósk Valsd óttir. (v antar á mynd) Gunna r Valss on, Ga rðar H ólm og Hafdís Rafns - dóttir h lutu ve rðlaun er kalla st Hall of Fam e en þ au eru vei tt fyrir e instakle ga góð an áran gur í fa steigna - sölu. Fylgist með næ stu fas teignab löðum RE/MA X þar s em flei ri verðl aunahö fum ve rða ger ð skil VERÐL AUNA HÁTÍÐ Á ÍS LANDI ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport ALLT UM EM 2008 Falla ekki inn í normið Ef Beggi úr Hæðinni ætti að bjóða Boris krafta- karli í mat myndi hann elda lambalæri og græn- meti. Boris myndi helst ekki mæta nema hann fengi að minnsta kosti fi mm sneiðar. Rökstóla- par vikunnar fer yfi r málin. Konur og karlar hágrétu Hundrað manna hópur Íslendinga fór í píla- grímsför til Liverpool á bítlaslóðir. Villtist og fann köllun sína Búddamunkurinn Lama Tenzin Choegyal varð fyrir barðinu á uppreisnarmönnum og var týnd- ur, slyppur og snauður við rætur Himalajafjalla. EM komið af stað - fylgiblað Fréttablaðsins um íþróttir, Sport, kem- ur út á „morgun“. Veglegt blað þar sem fi nna má allt um EM í fótbolta. Sport SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Sigrún Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík hinn 15. júní 1944. Foreldrar hennar voru Sólveig Vilhjálmsdóttir húsmóðir og Magnús Jónsson Scheving sjómaður. Hún á einn bróður, Eyjólf, sem er kennari. Sigrún er gift Páli Péturssyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra. Hún var áður gift Kára Einarssyni verkfræðingi. Hún á tvö börn: Sólveigu Klöru og Ragnhildi Þóru, og þrjú stjúpbörn: Kristínu, Ólaf Pétur og Pál Gunnar. Sigrún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961 og hefur auk þess meðal annars numið sölutækni og bankastörf í Þýska- landi. Hún er með próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur starfað sem bankamaður, kennari og kaupmaður og hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, einkum fyrir Framsóknar- flokkinn. Hún var formaður borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans 1994 til 2002. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR? Getur haldið þremur appelsínum á lofti í einu. Svaf ekki í sólarhring fyrir enduropnun Sjóminjasafnsins í Reykjavík. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Sigrún er einstaklega glaðlynd og skapgóð og fylgin sér. Hún er voðalega heilsteypt manneskja. Mér líkar í alla staði mjög vel við hana.“ Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri hjá Reykjavíkur- borg og vinkona. HVAÐ SEGIR HÚN? „Mér finnst sjávarlykt góð og er ekki í þeim hópi fólks sem telur að atvinnustarfsemi eigi ekki að vera í borginni. Mér finnst alltof mikið bera á því að ekki megi finnast lykt af fiski. Fiskurinn hefur haldið okkur uppi og hann á að vera hluti af okkar tilveru. Við eigum að lifa með fyrirtækjunum og sögu þeirra og það er til marks um sköpunarkraft að við skulum koma þessu safni á fót hér í hringiðu sjávarútvegs.“ Sigrún um Sjóminjasafnið í Reykjavík í Fréttablaðinu 5. febrúar 2004. MAÐUR VIKUNNAR Konan á bak við tjöldin Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.