Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 24
24 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
FÖSTUDAGUR, 30. MAÍ.
Vorverk
Frú Sólveig gaf mér fyrirmæli um
að rísa upp frá skrifborðinu og
fara með sér austur í Bolholt til
vorverka.
Þetta var fremur óspennandi
ferðalag. Rigning og þoka á Hell-
isheiði og sá ekki í heiðan himin
fyrr en komið var að brúnni yfir
Ytri-Rangá. Á eystri bakka árinn-
ar var hið fegursta veður en slag-
viðri vestan megin.
SUNNUDAGUR, 1. JÚNÍ.
Fuglasöngur og sveita-
sæla
Helgin var fljót að líða við rösk-
legar tiltektir í Bolholti í blíðu
veðri. Girðingar, áburðardreifing
o.fl.
Frábært hvað félögum mínum,
Fanneyju, Líneyju, Finni og Óla
vinnst vel ef ég passa mig á því að
vera ekki fyrir. Ég var nægilega
útsmoginn til að taka að mér það
verk sem einna flestir munu sjá að
hafi verið unnið um helgina – og
málaði útidyrahurðina.
Heimferð um kvöldið. Kvödd-
um sveitina með söknuði. Það er
skrýtið fyrir miðborgarbúa að
sofna við fuglasöng á kvöldin.
Kannski væri það góð hugmynd til
að koma á skikkanlegum friði í
miðbænum að hengja upp hátal-
ara og útvarpa fuglasöng á kvöld-
in?
MÁNUDAGUR, 2. JÚNÍ.
Einangrun vegna jóla-
vertíðar
Dagurinn fór í nauðsynlegar
útréttingar vegna þess að nú er ég
að fara í einangrunarvist til að
reyna að klára bókina mína.
Þetta er það sem Samfylkingin
og nútímalega þenkjandi fólk
mundi kalla „átaksverkefni“ því
að bókin sem ég er búinn að hanga
yfir mánuðum saman þarf að kom-
ast í prentsmiðju fyrir haustið svo
að hún nái jólavertíðinni – og fjöl-
skyldan fari ekki í jólaköttinn.
ÞRIÐJUDAGUR, 3. JÚNÍ.
Höfuðbólið og hjáleigan
Einangrunar-
vistin lofar góðu
– eða hitt þó held-
ur!
Tölvan
mín sem
lék á als
oddi í
gær-
kvöldi hérna hjá mér í einangrun-
inni virðist hafa orðið bráðkvödd í
svefni í nótt. Sama hvað ég setti
mörg raflost á hana.
Eftirmiðdagurinn fór í að fara
með tölvuskrattann til umboðsins,
það er að segja dagurinn hjá frú
Sólveigu, en á meðan hélt ég áfram
að puða á hennar tölvu.
Sem betur fer átti ég afrit af
handritinu á flakkara því að reynsl-
an hefur kennt mér að tölvur geta
verið varasamar. Frú Sólveig sem
hefur meiri trú en ég á mannkyn-
inu kom heim furðulostin yfir því
að henni var sagt að tölvuviðgerðin
gæti tekið eilífðartíma – nema
maður greiddi ákveðna þóknun til
að fá flýtimeðferð, sjö þúsund
kall.
Frú Sólveig sem er að norðan af
heiðarlegu bændafólki neitaði að
borga aukagjald fyrir að troða tölv-
unni fremst í röðina svo að ég varð
sjálfur að hringja og lofa því að
borga forgangsgjaldið með skilum
svo að ég fái atvinnutækið mitt
aftur fyrir áramót.
Árangurinn af fyrsta deginum í
einangrun er því minni háttar
taugaáfall. Ég skil ekkert í því að
tölvan skuli hafa tekið upp á því að
gefa upp öndina. Það er ekki eins
og ég hafi verið að yrkja á hana
ljóð eða skrifa flókinn texta.
Á netinu sé ég að BB, hinn óvið-
jafnanlegi dómsmálaráðherra
okkar, er að skemmta sér við að
ausa úr hlandfor sálar sinnar yfir
minn gamla mentor, Jónas Kristj-
ánsson ritstjóra,
og segir m.a. á
heimasíðu
sinni:
„Það er ein
af þver-
sögn-
um samtímans, að Jónasi skuli hafa
verið falið að halda námskeið um
blaðamennsku. Kannski er það vís-
asti vegurinn til að grafa undan
marktækum fjölmiðlum í landinu –
eða hvað?“
Þessi greindarlega og sanngjarna
kvörtun yfir því að mönnum hafi
láðst að setja Jónas í „Berufsver-
bot“ (atvinnubann) þykir mér
athyglisverð og vil benda fólki á að
bera saman andagift og heiðríkju
hugans annars vegar á vefsetrinu
www.bjorn.is og hins vegar www.
jonas.is og dæmi svo hver fyrir sig
um hvort er höfuðból eða örreiti-
skot.
MIÐVIKUDAGUR, 4. JÚNÍ.
Fornar ástir
Fékk að vita símleiðis að bæði harði
diskurinn og stýrikerfið í fartölv-
unni minni væri hrunið.
Með gjaldi fyrir „flýtiþjónustu“
kostaði 10.832 krónur að fá þær
upplýsingar hjá Dell-umboðinu,
EJS.
Ég veit ekki hvaða kröfur fólk
almennt gerir um verð og þjónustu
en mér fannst þetta hvorki gott né
ódýrt hjá umboðinu og ætla mér
ekki að eiga fleiri Dell-tölvur.
Til að ég sæti ekki verklaus
heima í tölvuhraki ákvað frú Sól-
veig að aumkast yfir mig og lánaði
mér tölvuna sína sem er af Mac in-
tosh-gerð, nokkurra ára gömul og
gengur eins og klukka og heitir
iBook G4.
Það er skemmst frá því að segja
að mér líkar svo prýðilega við grip-
inn að ég fór og sótti hræið af Dell-
tölvunni og kom við hjá Apple-
umboðinu í bakaleiðinni. Það var
merkileg upplifun. Eiginlega var
þetta eins og í rómantískri skáld-
sögu þar sem elskendur sem ill
örlög hafa aðskilið ná saman aftur.
Fyrsta tölvan mín var Macintosh
og ástæðan fyrir því að ég hætti við
þá tölvutegund var að á fyrstu
dögum tölvupósts voru einhverjir
samskiptaerfiðleikar milli makka
og pésa, þannig að erfitt var að
senda skjöl á milli án þess að þau
glötuðust eða umturnuðust yfir á
djöflaþýsku.
Nú eru þau vandamál úr sögunni
og ég get vonandi aftur tekið upp
fyrra samband við makka, en fyrsta
tölvan mín var 512 kílóbæt (hvað
sem það nú er); sú sem ég féll fyrir
núna er 2 gígabæt og ótrúlega
glæsileg.
Ég gerði þeim Apple-mönnum
tilboð sem þeir gátu ekki hafnað:
Ef þeir geta bjargað ákveðnum
gögnum úr Dell-tölvunni og flutt
yfir í MacBook Air til afhendingar í
síðasta lagi á föstudag skal ég
kaupa af þeim vélina.
Reyndar veit ég ekki hvort maður
skrifar því betri texta sem maður á
betri skriffæri, en úr því að ég sit
flesta daga við tölvu langar mig að
fá loksins aftur að sitja yfir grip
sem er snilldarlega hannaður.
Íslenskir dómstólar hafa lag á
því að koma manni sífellt á óvart. Í
dag vann landsfrægur súlustaða-
eigandi meiðyrðamál sem hann
höfðaði gegn tveimur höfundum
greinar sem birtist um súlustaðinn
Goldfinger í tímaritinu Ísafold.
Sektin fyrir að anda á mannorð
súlustaðareigandans var milljón
krónur. Þetta er nokkuð mikið í
landi þar sem það kostar smáaura
að nauðga kvenfólki.
Hvaða sekt ætli sá eða sú fengi
sem tæki upp á því að nauðga karl-
kyns súlustaðareiganda?
FIMMTUDAGUR, 5. JÚNÍ.
Jarðskjálftar og ber-
serksgangur í fjölmiðlum
Það er reyndar ágætt að vera kom-
inn í tímabundna einangrun. Það er
svo mikið búið að ganga á að undan-
förnu að maður þarf á næði að
halda.
Jarðskjálftarnir tóku á taugarn-
ar og hafi stærsti jarðskjálftinn
verið yfir 6 stig á Richterkvarða þá
voru viðbrögð fjölmiðla eins og
bæði heimsendir og innrás frá
Mars hefðu orðið í sömu andránni.
Svo var heldur ekki skemmtilegt
að frétta um ísbjarnarmorðið í
Skagafirði.
Fréttamenn og yfirvöld á Íslandi
kunna þá fornu list að ganga ber-
serksgang meðan afgangurinn af
þjóðinni fylgist með látunum í for-
undran.
Annars er maður löngu hættur
að verða hissa á hýsterískum við-
brögðum yfirvalda við hverju sem
er. Úr því að það er í lagi að úða
táragasi á bílstjóra og vegfarendur
hlýtur líka að vera í lagi að skjóta
dýr sem koma hingað til landsins
án þess að fara í einangrun í Hrís-
ey.
Eiginlega er bara eitt skrýtið
við þetta, og það er að Varnar-
málastofnun skyldi ekki senda
frönsku orustuþoturnar af stað til
að sprengja bjössa greyið í loft
upp. Þá hefði hernaðarmáttur
Íslendinga spurst út um heims-
byggðina.
Fornar (tölvu)ástir
Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um fuglasöng og sveitasælu, einangrunarvist, ótímabært fráfall fartölvu og rómantíska
endurfundi fornra elskenda. Einnig er spurt hvað það myndi kosta að nauðga karlkyns súlustaðareiganda.
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Rafm.sláttuvélar
Vandaðar vélar
og öflugir
mótorar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
www.krabb.is
Dregið 17. júní 2008
Vertu með og styrktu gott málefni!
Fjöldi útgefinna mi›a: 145.000
Sumarhappdrætti
Krabbameinsfélagsins
skattfrjálsir vinningar197
24.240.000 kr.að verðmæti
1 Grei›sla upp í bifrei› e›a íbú›.
Ver›mæti 1.000.000 kr.
1 Skoda Octavia Scout, 4x4.
Ver›mæti 3.740.000 kr.
195 Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun.
Hver a› ver›mæti 100.000 kr.
Glæsilegir vinningar
Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari)
og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabb.is/happ