Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 38

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 38
 HEIMILISHALD RUT HERMANNSDÓTTIR ● Forsíðumynd:Stefán Karlsson tók mynd á heimili Daggar Hjaltalín Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvinds- son roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. ● heimili&hönnun S umarið er að birtast í bænum. Geislar sólar stinga sér lúmskt framhjá myrkvunargluggatjöldunum og ég anda léttar. Enda dauðleiðinlegur vetur að baki. Allt er eintóm rútína á veturna; Vinna, heim, húsverk, sinna barni, sofa. Nístingskuldi úti, sami sófinn bíður eftir mér og ég er búin að lesa allar bækurnar upp til agna, sjá allar bíómyndirnar í hillunni og veit nákvæmlega hvað er í eldhússkápunum. Ekkert kemur á óvart. Þrátt fyrir að hægt sé að krydda tilveruna með bíóferðum, rómantískum stundum við Gróttu með miðstöðina á fullu, barhoppi og heimsóknum á sófann til mömmu úti í sveit. Hversdagsleikinn er samt stundum að murka úr mér líftór- una. Svona stundum. Á slíkum stundum fer ég að velta fyrir mér hvernig aðrir hafi það heima hjá sér. Hvort þeim leiðist svona eins og mér, af og til. Jafnvel stend ég sjálfa mig að því að góna inn um glugga hjá nágrönnum sem hafa ekki haft fyrir því að draga fyrir. Skoða plöntur í misjöfnum blóma, flygil sem stundum fær að hljóma, fólk í kaffiboði, hressar konur í heimaleikfimi og krakka að leik. Auðvit- að er þetta allt saman í gangi hjá mér líka. Þú veist, hér er stöðugt rennerí af yndislegu fólki í kaffi, og ég dansa gjarnan við Wham snemma að morgni til að koma skapinu í lag og krakk- arnir eru oftast upp um alla veggi. Hins vegar eru sögurnar sem fæðast í hausnum á mér við gluggagónið hin besta skemmtun. Eiginlega svo skemmtilegar að mig langar í heimsókn til þeirra til að gá hvort þær eigi sér stoð í raun- veruleikanum. Hins vegar veit ég að Íslendingar eru ekki þær manngerðir sem brosa og hella upp á þegar ókunnug kona birtist á tröppunum án þess að gera boð á undan sér. Í besta falli held- ur fólk að ég sé að fara húsavillt, í versta falli frá einhverjum sértrúarsöfnuði að boða sannleikann. Samt, af hverju er ekki hægt að droppa í heimsókn til ókunnugra? Eða bara hreinlega leigja annarra manna íbúð eða skiptast á heimilum yfir helgi eða á annars dauðleiðinlegum miðvikudegi? Bara eins og að fara í sumarbústað eða til Köben. Meira að segja væri hægt skipt- ast á heimilisþrifum, því ég hef heyrt útundan mér að fleirum en mér finnist skárra að þrífa annars staðar en heima. Eins undarlega og það hljómar. Hversdagsleikinn tæki á sig allt aðra mynd í svartasta skammdeginu heima hjá gamalli piparjónku vestur í bæ. Þar sem ég get lesið bækurnar hennar, hlustað á grammófónplötur frá gamalli tíð. Jafnvel skoðað ballkjóla með langa sögu að baki. Rekist á leyndar- mál sem hafa ekki litið dagsins ljós. Síðan get ég í staðinn opinberað rykið í eldhússkápunum og jafnvel skilið eftir ástarbréf unglingsár- anna á glámbekk, ef vel liggur á mér. Já, af hverju ekki? Nú eða bara hringja í eitthvert númer út í bláinn, bjóða þeim sem svarar í mat og gá hvað gerist. Alla vega. Ef ég banka upp á einn góðan veðurdag með ryksuguna í fanginu, þá veistu að mér leiðist og þá er eins gott fyrir þig að hella upp á og bjóða mér í bæinn. Ég meina, hver vill ekki láta ryksuga fyrir sig í skiptum fyrir gömul ástarbréf? Brynja Þorgeirsdóttir, sem flest- ir kannast við úr Kastljósinu, býr á Álftanesi og kann því vel. Henni líður sérstaklega vel í glugga- horni á þriðju hæð með fallegu útsýni. „Glugginn snýr bæði í suður og austur og er sjónsviðið mjög vítt. Í horninu er bjart og nota- legt og þar sit ég oft og spái í lífið og tilveruna. Útsýnið er magn- að og ég sé yfir Álftanes, Bessa- staði, Reykjavík, Garðabæ, Hafn- arfjörð og langt út á sjó. Þá er fjallasýnin allt í kring óviðjafn- anleg,“ lýsir Brynja. Hún segir að börn sæki mikið í hornið og telur það vera til marks um að þar sé gott að vera. „Þau sitja þarna í gluggakistunni og spekúlera í umhverfinu. Þarna sést yfir leikskólann, skólann og skólalóðina auk þess sem við höfum verið með hross í haga skammt frá. Ég sit stundum í glugganum og fylgist með þeim á meðan ég drekk morgunkaffið mitt,“ segir Brynja. Í horninu er gömul verk- færa kista sem langafi Brynju, Þorgeir Magnússon, smíðaði. Hún er notuð sem stofuborð og í henni geymir Brynja verk- færi sín og finnst ekkert athuga- vert við að hafa þau í stofunni. „Þau eru þarna til heiðurs lang- afa ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. Á sjónvarpsskenknum vekur síðan ólífugrænn lampi eftirtekt. „Hann er úr IKEA en ég hef lengi verið mjög hrifin af þessum lit,“ upplýsir Brynja. Fyrir utan útsýnisgluggann er líflegt fuglalíf sem fer ekki framhjá heimilisfólki. „Stund- um fljúga fuglarnir listflug fyrir okkur. Þá stefna þeir beint á gler- ið en taka svo snarpa beygju frá því rétt við andlitið á manni.“ Brynja segir fuglana eiga það til að skíta á rúðurnar og viðurkenn- ir að það sé ekki eins vinsælt og listflugið. Brynja mun von bráðar þurfa að segja skilið við gluggahornið en von er á erfingja í vetur. Hún ætlar að selja og stækka við sig í sumar. „Ég kem til með að sakna útsýnisins mest enda aldrei haft viðlíka fjallasýn.“ Brynja ætlar þó ekki að yfirgefa Álftanesið enda alin þar upp. - ve Dásamleg fjallasýn ● Sjónvarpskonan geðþekka Brynja Þorgeirsdóttir býr á Álftanesi. Þar nýtur hún útsýnis- ins yfir nærliggjandi bæjarfélög og fjallgarðana í kring út um stofuglugga á þriðju hæð. Brynja nýtur útsýnisins í eftirlætis horninu sínu. Verkfærakistu langafa síns notar hún fyrir stofuborð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HÖNNUN Branex hefur sett uppblásin hús- gögn eftir Quasar Kahn aftur á markað. Húsgögn- in tilheyra Quasar-línunni sem er upprunalega frá um 1970 og naut mikilla vinsælda hjá hippunum, sem töldu þau vera hefðbundin og traust hús- gögn. Það er einmitt talinn helsti kostur hús- gagnanna auk þess hversu auðvelt er að ferðast með þau. Sjá www.madeindesign.com. Luktar dyr nágrannans Jafnvel stend ég sjálfa mig að því að góna inn um glugga hjá nágrönnum sem hafa ekki haft fyrir því að draga fyrir. Skoða plöntur í misjöfnum blóma, flygil sem stundum fær að hljóma, fólk í kaffiboði, hressar konur í heimaleik- fimi og krakka að leik. 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.