Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 59

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 59
LAUGARDAGUR 7. júní 2008 31 Fossháls 5-9 • Sími 551 5600 • www.utilegumadurinn.is Allt til ferðalagsins Þægindi um land allt Verið velkomin í Útilegumanninn, Fosshálsi 5-9 alla daga. Við sýnum ykkur fellihýsin, hjólhýsin og bátana okkar fyrir sumarið 2008 ásamt ferðavöru. Á ferðalögum þínum um landið getur þú notið sams konar þæginda og heima hjá þér á öllum uppáhaldsstöðunum þínum. Uppbúið rúm og fyrirtaks aðstaða til að framreiða og njóta yndislegra máltíða fylgja þér hvert sem leið þín liggur - en útsýnið er aldrei eins. B ir t m eð f yr ir va ra u m v er ð b re yt in g ar OPIÐ Helgar 12-16 Virka daga 10-18 Ríkulegur staðalbúnaður Rockwood Galvaníseruð grind Evrópskar þrýstibremsur Radial dekk / 13”-15” álfelgur Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum Útdraganleg trappa við inngang Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) 50 mm kúlutengi 220v tengill (blár skv. reglugerð) Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti Upphitaðar 12 cm springdýnur Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti 2 gaskútar Gasviðvörunarkerfi Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu Skyggðir gluggar 2 feta geymsluhólf Stórt farangurshólf Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald 1 x færanlegt lesljós með viftu 110 amp rafgeymir Heitt og kalt vatn, tengt Rafmagnsvatnsdæla 86 lítra vatnstankur Klósett með hengi CD spilari/ útvarp Sérstyrkt f. hálendisvegi Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm SumargjöfSólarrafhlaða, fortjald og gasgrillfylgir öllum fellihýsumTilboðið gildir til 15. júní Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr. Kynntu þér ko sti Rockw ood Off Ro ad eigið fé og svo var hinn pólitíski veruleiki sá að menn væru að græða óhóflega og þetta væru kaupréttarsamningar. Það er alveg sama hversu oft maður leiðréttir það við frétta- menn að þetta voru kaup á hluta- bréfum en ekki kaupréttarsamn- ingar. Þeir segja að almenningur skilji ekki muninn og því sé þetta hið síðarnefnda. Þetta var hið ranga mat okkar um að við værum í hreinum viðskiptum. Raunveru- leikinn var hins vegar pólitískur og við vanmátum hvernig hin pól- itíska umræða gengur fyrir sig. Hvernig er að starfa þar sem pólitíkin er svona eldfim? Vandinn við ástandið að undan- förnu er að Orkuveitan hefur verið hálf munaðarlaus og það hefur ekki verið klárt pólitískt bakland við það sem verið er að gera. Það er mikilvægt að pólitískt kjörnir fulltrúar standi að baki fyrirtæk- inu. Það er mjög erfitt fyrir starfs- menn að vera í rökræðu við þá. Þetta er hins vegar eitthvað sem lærist og var ekki fyrsta pólitíska hríðin sem farið var í gegnum. Hvernig var samband þitt og Kjartans Magnússonar eftir að hann kom inn sem stjórnarformað- ur? Það var friðsælt og við höfum ekki deilt hart. Það er ekkert leyndarmál að mér finnst eigend- ur REI ekki standa nægilega vel að baki þeim verkefnum sem farin eru í gang. Ég taldi ekki hægt að vinna þau öðruvísi en með fullum stuðningi. Ég skil að Kjartan er í mjög erfiðri stöðu og á ekkert auð- velt með að útvega þann stuðning. Okkar samband er í sjálfu sér ágætt. Björn Bjarnason Ég veit að það hefur verið mjög kalt á milli ykkar Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Vann hann á móti þér á meðan þú starf- aðir fyrir OR og REI? Mér hefur oft fundist að Björn Bjarnason beiti sér gegn fyrirtæk- inu og mér. Stundum hafa komið frá honum skrítnar yfirlýsingar eins og að upplýsingar fáist ekki eða séu óeðlilega fram settar. Þetta er eitthvað sem er mjög erfitt að verjast. Ég var til að mynda farinn að beita þeirri aðferð á meðan Björn var í stjórn fyrirtækisins að reyna að láta endurskoðendur fyr- irtækisins svara sem mest. Orkuveitan er fyrirtæki sem er byggt upp innan þessa pólitíska umhverfis og við tókum mjög hratt upp að endurskoða bókhald fyrir- tækisins á þriggja mánaða fresti. Reglan var áður að endurskoða árið eftir. Fyrirtækið hefur tryggt sér bestu vottun varðandi gæða, umhverfis- og öryggismál. Fjár- hagslegur styrkur er metinn af Moody‘s, þannig að Orkuveitan er mjög opið fyrirtæki með mjög skilgreindum stjórnunarferlum. Allir sem koma að fyrirtækinu geta auðveldlega kynnt sér það sem að þeim snýr af því að það er allt skrásett. Upplýsingum er safn- að og þeim er dreift og ég held að fyrirtækið sé til fyrirmyndar í því. En þegar alltaf er hamrað á því að verið sé að leyna einhverju þá loðir alltaf eitthvað eftir. En af hverju Björn Bjarnason hefur valið að beita sér á þennan hátt veit ég ekki. Vannst þú gegn eða hundsaðir sjónarmið Björns Bjarnasonar? Staðan er sú, sem er sérstök í Orkuveitunni, að þú ert með meiri- hluta og minnihluta stjórnar. For- stjóri þarf alltaf að vinna meira með meirihluta stjórnar. Ég vann aldrei með Birni sem meirihluta- manni. Björn er á margan hátt mjög skipulagður maður og gott að ræða við hann um stefnumótun- armál og fleira. Ég held að við höfum átt ágætis samstarf í því en hins vegar var hann í minnihluta og eflaust líkaði honum ekki allt sem frá okkur kom. Þú vannst náið með Alfreð Þor- steinssyni. Geldur þú fyrir að hafa verið honum trúr á einhvern hátt? Við unnum mjög náið saman við að byggja upp Orkuveituna. Það var mikið verk og kallaði á náið samstarf. Þannig urðum við góðir vinir. En mér finnst það ótrúlegt að samband mitt við hann hafi orðið mér fjötur um fót þó vissu- lega hafi menn mismunandi skoð- anir á honum. Hver er þín skoðun á samstarfi opinberra félaga og einkafélaga í orkumálum, útrás og þróun verk- efna? Ef menn vilja hafa orkufyrir- tækin opinber hér þá hljóta þeir að ætla sér að hafa hið opinbera í útrás. Umræðan hér um opinber fyrirtæki í útrás er mjög amerísk. Þar er þetta meira aðskilið en opin- ber fyrirtæki eru engu að síður að vinna að sinni framtíð og hvernig þau ætla að þjóna sínu fólki. Stórar veitur sem líkja má við Orkuveituna eru alltaf að kaupa land, undirbúa byggingar og þar eru menn að byggja upp stóra framtíð af því að það er það sem þarf. Það er ekki hægt að reka fyrirtæki sem þarf að vera tilbúið með þjónustuna í dag öðruvísi en að hafa lagt drög að nauðsynleg- um verkum löngu áður. Hellis- heiðarvirkjun er reist á Kolviðar- hóli sem var keyptur nákvæmlega í þeim tilgangi að virkja jarðhit- ann sem þar er. Í Evrópu eru bæjar- og ríkisfyrirtækin iðulega í mikilli útrás og flest stóru orku- fyrirtækin hér í kringum okkur annað hvort eru eða voru í opin- berri eigu. Þessi stóru fyrirtæki eru í opinberri eigu en eru rekin sem fyrirtæki. Mér hefur fundist vera tvískinn- ungur í þessari umræðu því Orku- veitan og hennar fyrirrennarar hafa verið að vinna erlendis í fyr- irtækjum sem þau eiga hlut í síðan á sjöunda áratugnum. Fyrirtækið Virkir sem Orkuveitan átti varð að Enex. Svo sjáum við Landsvirkjun með HydroKraft Invest í sam- vinnu við Landsbankann sem er á erlendum markaði. RARIK er nýbúið að tilkynna um stofnun á svona fyrirtæki þannig að mér hefur ekki fundist vera samræmi í umræðunni um hvernig menn höndla þessa opinberu útrás. Friður og ófriður Hvernig stendur á því að það er friður í kringum Landsvirkjun Power og HydroKraft en þetta bál í kringum Orkuveituna og REI? Nú var ákvörðun um að stofna Lands- virkjun Power ekki rædd við for- menn stjórnmálaflokkana eins og eðlilegt hefði talist í ljósi umræð- unnar um Orkuveituna og REI. Landsvirkjun er ekki lengur pól- itískt fyrirtæki því stjórn fyrir- tækisins er ekki pólitísk. Þar held ég að menn séu að mestu leyti sam- mála um hvaða stefnu á að taka á meðan Orkuveitan er eiginlega framlenging af borgarráði. Menn eru enn að bóka í borgarráði þegar menn eru farnir á fund í Orkuveit- unni og þar er klár meirihluti og minnihluti sem tekur mið af borg- armálunum. Þess vegna verður umræðan svona pólitísk í gegnum Orkuveituna. Er búið að klúðra orkuútrásinni að þínu mati. Hvernig metur þú stöðu REI á þessum tímapunkti? Enn er hægt að vinna vel úr REI. REI er búið að vinna sín verkefni allan þennan tíma og hefur ekki látið deigan síga. Eins og fram hefur komið er verkefnið í Djíbútí komið í framkvæmdafasa. Við erum með tvö mjög líkleg verkefni í Indónesíu og þegar komnir með leyfi og byrjaðir með rannsóknir á Filipseyjum með Geysi Green Energy. Þá eru ótalin líkleg verkefni í Jemen og Eþíópíu. Þetta getur allt orðið að veruleika svo ég held að starfsmenn REI eigi heiður skilið að hafa náð að halda áfram í þessu erfiða umhverfi. Hins vegar er komin upp sú staða að það verður ekki haldið Framhald á næstu opnu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.