Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 64
36 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
TÉKKLAND
Kostir: Þeir sem koma til með að
tékka á leikjum Tékka í keppninni
verða að koma sér í
réttan gír. Það þýðir bjór og aftur
bjór. Tékkar eru heimsmeistarar
í bjórdrykkju, leika oft og tíðum
stórskemmtilega knattspyrnu og
kunna vel að meta Frank Zappa.
Gallar: Tékkar eiga meira en
nóg af fínum leikmönnum, en
brestur gjarnan þor á ögurstundu.
Kannski væri ráð að endurskoða
hártísku landans. Margir þeirra virðast ekki átta sig á því að níundi áratugurinn er
liðinn, og hvítir sokkar passa illa við jakkaföt.
A-RIÐILL
AUSTURRÍKI
Kostir: Gestgjafahlutverkið gæti mögulega
komið þeim langt. Með öguðum og leiðin-
legum varnarleik gætu þeir orðið Grikkland
þessarar keppni. Ekki væri úr vegi að skella
fimmtu sinfóníu Mozarts á fóninn í hálfleik og
maula Mozart-kúlur með. Nú eða Falco-kúlur,
ef þær eru þá til.
Gallar: Fyrirfram hefur maður litla trú á þessu
liði, sem hefur ekki borið sitt barr
síðan sítt-að-aftan goðið Tony Polster
lagði skóna á hilluna. Auk þess er
þetta þjóðin sem gat af sér vöðvatröll-
ið Schwarzenegger. Conan einhver?
B-RIÐILL
KRÓATÍA
Kostir: Króatar losuðu EM við Englendinga, og
eru margir þeim þakklátir fyrir. Auk þess verða
ótal margir Íslendingar í sumarfríi í Króatíu í
sumar. Þeir geta tekið þátt í stemningunni,
íklæddir flottustu búningunum sem eru til sýnis
á mótinu.
Gallar: Króatar losuðu EM við Englendinga, og
hugsa þeim margir þegjandi þörfina fyrir. Liðið
hefur ekki náð sömu hæðum og það gerði á
HM 1998, þegar leikmenn eins og Suker og
Boban vöktu hrifningu alls heimsins. Eftirvænt-
ingum stillt í hóf.
PORTÚGAL
Kostir: Gríðarlega sigurstranglegt lið. Hefur innan-
borðs smjördrenginn Cristiano Ronaldo, sem margir
telja fallegasta og besta knattspyrnumann heims.
Hafa enn ekki unnið Eurovisin eftir 126 ára þátttöku,
sem lætur Íslendinga líta vel út í samanburði.
Gallar: Cristiano Ronaldo, sem margir segja að sé
ófríðasti og lélegasti knattspyrnumaður
heims. Leikmenn eru olíubornir úr hófi fram
og þjást margir af svæsnum tilfellum af
brauðfótum. Það er aldrei gaman að styðja
lið sem hefur rangt við.
SVISS
Kostir: Gestgjafar eiga til að koma
óvart og fara langt á stemningu
áhorfenda. Svisslendingar komust í sextán
liða úrslit á HM 2006 með sterkum varn-
arleik og ættu að geta náð langt í sumar.
Gaman væri að gæða sér á ostafondúi yfir
leikjum.
Gallar: Svisslendingar eru frægir fyrir tregðu til að taka afstöðu til
ýmissa hluta. Að sama skapi reynist öðrum þjóðum erfitt að taka
afstöðu til Sviss. Þeir eru ekki beint lítilmagni í keppninni, en eiga
samt engar stórstjörnur. Erfitt lið að styðja.
TYRKLAND
Kostir: Tyrkjum er dauðans alvara
varðandi knattspyrnu. Þeir blása
á allt tal um „fair play“ og spila
til sigurs, sama hvað það kostar.
Tyrkjum er líka dauðans alvara
varðandi gott kebab, sem er
eins og himnasending fyrir hinn
dæmigerða fótboltaáhugamann.
Gallar: Harðneskjuleg ímynd tyrkneska liðsins hefur aflað þeim
margra óvildarmanna. Íslendingar hafa líka átt í stökustu vandræðum
með að fyrirgefa Tyrkjaránið á Halim Al, þótt langt sé liðið síðan og
Tyrkir hafi þar hvergi komið nærri heldur Alsírbúar.
Vandinn að
velja sér lið
EM í knattspyrnu hefst í dag. Englendingar og Danir eru ekki
meðal keppnisþjóða að þessu sinni. Það þýðir að margir neyð-
ast til að velja sér nýtt lið til að styðja í knattspyrnuveislunni
sem í vændum er. Hvaða landslið skyldu vera þess verðugust að
njóta stuðnings íslenskra knattspyrnuunnenda í sumar? Hverjir
eru helstu kostir og gallar þess að halda með Frakklandi? En
Rúmeníu? Kjartan Guðmundsson fer yfir málin á hreinskilinn
og hlutlausan hátt.
PÓLLAND
Kostir: Stærsti kosturinn við að styðja Pólverja
er að sjálfsögðu sterk tengsl þjóðarinnar við
Ísland. Ef Pólverjar fara langt í keppninni er ljóst
að enginn hér á landi verður hlunnfarinn um
fagnaðarlæti. Svo eiga þeir hönk upp í bakið á
okkur fyrir Prins Póló.
Gallar: Pólska
liðið var stórgott á
áttunda áratugnum
en er alls ekki líklegt
til afreka um þessar
mundir. Þar að
auki gáfu Pólverjar
okkur ekkert stig í
Eurovision, þrátt fyrir
sterku tengslin. Svo
var pólskur Fiat drasl.
ÞÝSKALAND
Kostir: Stuðningur við þýska stálið hefur þann
kost að það er alltaf líklegt að það sigri, burtséð
frá leikmönnum og ástandi liðsins hverju sinni.
Skipulagið og seiglan höfðar mjög til margra,
til dæmis þeirra sem þykir Phil
Collins merkur músíkant.
Gallar: Enski framherjinn
Gary Lineker sagði eitt
sinn að knattspyrna
væri einfaldur
leikur; bolti, mörk,
22 leikmenn og
Þýskaland vinnur.
Margir hafa ekki
fyrirgefið Þjóðverj-
um glæpi sína
gegn knattspyrnu
á síðustu áratugum.
Ekki gleyma grínistan-
um Otto.
Framhald á næstu opnu