Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 70
42 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég fæ allan
innblástur minn
frá fyrrverandi
eiginkonu minni.
Ég heiti Tinna!
Ég er að spá í að
syngja dálítið sem
ég samdi sjálf!
Gjörðu
svo
vel!
Þegar
þú ert
tilbúin!
Megum við
vera með í
hljómsveit-
inni þinni,
Tinna?
Vel-
komin í
Fótsúpu!
Ég get hætt
í skóla!
Þakka þér
Guð!Áheyrnarprufur
En svo?
Ég og þessi
strákur?
Við skiptum með
okkur hamborgara?
Og hann
fékk smá
tómatsósu á
kinnina?
Og ég hugs-
aði, nú?
Og hann
uppgötvaði
það ekki?
Svo ég
fríkaði?
Ég tók
blaut-
þurrku?
Pirrar það
þig að
Soffía?
Talar bara í
spurningum?
Fyrst þú
minnist á
það?
Er ég að
verða geð-
veikur?
Hæ, Lalli!
Það er laugardagur!
Enginn skóli í dag!
Jei! Nú...
En, Mjási, við erum
ekki í skóla.
Þar fór helgin mín.
Veistu hvað gæti
litið vel út hérna?
Veggur með
fjölskyldu-
myndum
Ímyndaðu þér heilan vegg af
myndum af ykkur krökkunum,
sem allir gætu séð...
Væri það ekki fínt?
Jú!
Allt í lagi.
Athugum hvað við finnum í
myndakassanum.
Hvað
með
þessar?
Ö - það voru ekki
beint myndir af
bróður þínum að
venjast koppinum
sem ég hafði í huga.
Síðustu vikur hafa
verið strangar en
flensan herjaði á
litlu skottuna og
þvottadrenginn til
skiptis. Ég stóð í
ströngu við aðhlynn-
ingu sjúkra og gekk
fram af mér í umstang-
inu kringum þvotta-
drenginn. Hann var
þurfta frekur sjúklingur og kunni
þá list að vera lasinn.
Um daginn vaknaði ég svo undir-
lögð af beinverkjum og hugsaði
mér gott til glóðarinnar. Nú fengi
drengurinn aldeilis að finna til
tevatnsins. Ég sá fyrir mér hvern-
ig hann stryki hitaperlurnar af
enninu á mér með klút og gæfi
mér vatn að drekka. Ég ætlaði að
senda hann endilangan eftir nauð-
þurftum og ónauðsynlegum þurft-
um. Væla um verki og hungur og
kría út flókna máltíð í hádeginu
sem hann þyrfti helst að mata
mig á.
Ég svaf til hádegis og vaknaði
örlítið hressari. Ekkert bólaði á
þvottadrengnum í hádeginu svo
ég nagaði rúgbrauð með osti og
beið. Drattaðist svo sjálf á endan-
um og fann mér verkjatöflur við
hausverknum. Lagði mig svo
aftur og beið. Hann var enn ókom-
inn til að sinna hlutverki sjúkra-
liða þegar ég leit upp úr bókinni
síðdegis. Mér leið aðeins skár svo
ég skellti í eina þvottavél og fékk
mér síðdegishressinguna sjálf,
aðra rúgbrauðsneið með osti. Um
kaffileytið var ég orðin furðu
hress og beinverkirnir horfnir.
Ég hengdi því upp úr þvottavél-
inni og setti í aðra. Þegar feðginin
komu loks heim seint og um síðir
var ég fullfrísk. Ég reyndi þó að
bera mig illa og vola utan í þvotta-
drengnum. Kvartaði um verki og
vesæld í von um að fá þá þjónustu
sem mér fannst ég eiga inni. En
drengurinn hló að eymd minni.
Hann sagði mig eins geta sótt
vatnið sjálf fyrst ég gat þvegið
þvotta í allan dag, henti sér svo
glottandi upp í sófa.
Ég bölvaði þvottadrengnum í
hljóði meðan ég tíndi í þurrkar-
ann. Ég á margt ólært í listinni að
vera lasin.
STUÐ MILLI STRÍÐA Listin að vera lasin
RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR VAR SVIKIN UM VEIKINDAÞJÓNUSTU