Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 72
44 7. júní 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Náhvalur í miðborgarkjallara Sýningarrýmið Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30, hefur opnað nýja og glæsilega sýningarsali, sem eru viðbót við það húsnæði sem galleríið hafði áður til umráða. Um er að ræða átta sýningarsali fyrir minni og stærri sýningar og er Reykjavík Art Gallery þar með orðið stærsta sýningargallerí landsins. Galleríið opnaði sína fyrstu sýningu í mars og hefur síðan þá haldið sýningar á verkum sex myndlistarmanna. Eftir stækk- unina mun galleríið leggja höfuð- áherslu á málverkið í íslenskri myndlist, en einnig er hugmyndin að sýna höggmyndaverk og ljós- myndir. Galleríið mun jöfnum höndum starfa sem sölugallerí ásamt rekstri sýningarsala. Meðal þeirra listamanna sem nú eiga verk í galleríinu eru Árni Rúnar Sverrisson, Hulda Vil- hjálmsdóttir, Magnús Tómasson, Ólafur Lárusson, Ómar Stefáns- son, Pétur Halldórsson, Pétur Már Pétursson, Stefán Boulter og Tolli. Reykjavík Art Gallery er opið alla daga vikunnar á milli kl. 14 og 17. - vþ Stærsta galleríið Karlakór St. Basil-kirkjunn- ar í Moskvu heldur þrenna tónleika á Íslandi dagana 23.-25. júlí á Reykholtshá- tíðinni, undir stjórn Serg- eis Krivobokov sem hefur stjórnað kórnum frá stofn- un hans árið 1987. „Allir kórfélagar eru langskóla- menntaðir tónlistarmenn og ein- söngvarar sem hafa tekið þá ákvörðun að helga líf sitt rétttrún- aðarkirkjunni. Þeir eru hver úr sinni áttinni. Einn var til dæmis söngvari í frægri rússneskri rokk- hljómsveit og annar fastráðinn baritónsöngvari við óperuna í Moskvu,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, stjórnandi Reyk- holtshátíðarinnar. Steinunn segir jafnframt að kór- inn sé eitt mesta undur í kórflóru heimsins og hvert sem hann komi fái hann lofsamlega dóma og bar- ist sé um miðana. Þó að meðlimir kórsins komi úr mismunandi áttum hafa margir þeirra verið sæmdir æðstu virð- ingartitlum sem veittir eru lista- mönnum í Rússlandi. Kórinn var stofnaður árið 1987 en hann starfaði ólöglega í Sovét- ríkjunum sálugu í nokkur ár á meðan bann við kristnihaldi var við lýði allt til ársins 1991. Fyrsta guðsþjónustan sem leyfð var í St. Basil-kirkjunni eftir langt hlé var 14. október 1991. Við þá athöfn söng karlakórinn fullmót- aður undir stjórn Sergeis Krivo- bokov. Í sumar heldur kórinn þriðju tónleika sína á Íslandi. Kórinn söng á Reykholtshátíð í fyrra og á Listahátíð árið 2004 en í efniskrá þeirra tónleika stóð: „Tónsviðið sem söngvararnir spanna er óvenju víðfeðmt, allt frá ofur- dimmum flauelsmjúkum bössum til hárra silkibryddaðra tenóra. Saman fléttast raddirnar í hvelfd- um hljómi sem fyllir konsertsali og kirkjur.“ „Tónleikar þessa kórs láta hörð- ustu karlmenn gráta og ekki skemmir fyrir að þeir eru ágæt- lega útlítandi. Ein kona sagði eftir tónleika þeirra í Reykholti í fyrra að þeir væru kyntröll í kuflum,“ sagði Steinunn Birna. Reykholtshátíðin er alþjóðleg sígild tónlistarhátíð sem verður haldin í tólfta sinn í sumar. Hátíðin er árlegur viðburður sem haldinn er síðustu helgina í júlí og mörg þekkt nöfn úr heimi klassískrar tónlistar hafa sótt hátíðina. vidirp@frettabladid.is Menn í kuflum snúa aftur ST. BASIL-KIRKJAN Eitt þekktasta kennileiti Moskvuborgar. KARLAKÓR ST. BASIL-KIRKJUNNAR Bræðir hjörtun hvar sem hann er. Nýtt sýningarrými hefur bæst við í miðbænum, en þeim Ragnheiði Kára- dóttur og Sigríði T. Tulinius, myndlist- arnemum við Listaháskóla Íslands, fannst nóg komið af hvítum veggjum og stífum galleríum. Nýja rýmið heitir Íbíza Bunker og er í kjallara í Þingholts- træti 31. „Okkur langaði að sjá eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Ragnheiður. „Markmiðið er að hafa opnanir sýning- anna sem skemmtilegastar, en við opnun hverrar myndlistarsýningar eru líka tónleikar. Sumir ganga svo langt að stofna hljómsveit til að lokka fólk inn.“ Ragnheiður vonast til að samtal mynd- ist milli eldri og yngri myndlistarmanna í kjölfarið, þar sem framsæknir lista- menn á öllum aldri hafa bókað sýningar. Og ef ekki þá má alltaf fara í badminton í garðinum. Páll Haukur Björnsson, sem er nýút- skrifaður úr myndlistardeild Listahá- skólans ríður á vaðið. Sýning hans heit- ir Tilhugur náhvalur og var opnuð í gær. „Þetta er rýmisleg kortlagning sálræns ástands,“ segir Páll, en verkið er skúlpt- úr. Honum til aðstoðar var raftónlistar- maðurinn Mongoose. Spurður um sýningarrýmið segir Páll það algjörlega nauðsynlegt að hafa svona staði þar sem grasrót getur dafn- að og ungir listamenn spreytt sig í óheftu umhverfi. Alls verða haldnar sjö sýningar í gall- erínu í sumar en áhugasamir geta fylgst með á myspace.com/ibizabunker. -kbs Stígis heitir gjörningahópur sem stendur fyrir ósýnilegum gjörn- ingum í boði Hins hússins í sumar. Ósýnilegir gjörningar eru við- burðir sem áhorfandinn á ekkert endilega von á að séu sviðsettir, en eru auglýstir eftir á. Kjartan Yngvi Björnsson útskýrir: „Þú sérð kannski tvo menn bíða eftir strætó, sem aldrei kemur, en gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að horfa á Beðið eftir Godot, eða hitt- ir mann með konfektkassa á bekk, sem segir þér ævisöguna sína, en fattar ekki að þar situr Forrest Gump.“ Með þessu vill hópurinn gefa fólki færi á að blanda sér í alls konar skáldskap, komast inn fyrir fjórða vegginn. Ósýnilegir gjörningar eru alla miðviku- og fimmtudaga og eru áhorfendur hvattir til að taka þátt. - kbs Ósýnileg leiklist KOMA Á ÓVART Gjörningahópurinn Stígis heillar vegfarendur. MYND/RUT LEIÐAR Á HEFÐBUNDNUM SÝNINGARRÝMUM Ragnheiður Káradóttir og Sigríður T. Tulinius FRETTABLADID/STEFÁN > KL 14.00 Í Nýlistasafninu munu Kristín Ómars- dóttir og Gunnhildur Hauksdóttir leiklesa ljóð eftir Jelaluddin Rumi. Mystic Foley rýnir í lófa, Hugleikur Dagsson er einnig með ljóðalestur og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr. Silla, stígur á svið. Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði Nánari upplýsingar á: Steinn Ármann Halli Eggert Þorleifs Örfáirmiðar eftirá miði.is Allra síðasta sýning annað kvöld kl. 20:00 110 uppseldar sýningar í röð og 60.000 þúsund gestir segja allt sem segja þarf. Bravó og Borgarleikhúsið óska Ladda og félögum innilega til hamingju með þessa ótrúlegu velgengni. Sjáumst síðar! Eftir Gísla Rúnar og Ladda Sviðssetning: Björn G. Björnsson Hljómsveitarstjóri: Hjörtur Howser
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.