Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 74
46 7. júní 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Marta María Jónasdóttir Aðfaranótt mánudags andaðist hinn merki hátískuhönnuður Yves Saint Laurent, sjötíu og eins árs að aldri. Næsta dag sagði Sarkozy forseti hann hafa „lyft tískuhönnun á æðra plan og gert úr henni listform“. Forseti Yves Saint Laurent-fyrirtækisins, Valerie Hermann, segir hann hafa „breytt reglum tískunnar og setti á hana sína ódauðlegu undirskrift“. Hermann bætti við að fyrirtækið og núverandi hönnuður þess, Stefano Pilati, myndu gera allt til að varðveita anda og arf Saint Laurents sem hóf feril sinn aðeins tuttugu og eins árs gamall hjá tískuhúsinu Christian Dior. Á þeim tíma sló hann í gegn með stutt- um kápum, safari-jökkum, hlébarðamynstrum og hippalegum fatnaði, en þegar hann opnaði eigið tískuhús árið 1962 var það kvöldklæðnaður hans sem varð eftirsóttur af þeim ríku og frægu. Leikkonan Catherine Deneuve varð hans helsta músa á sjöunda áratugnum og klæðist enn fatnaði frá YSL. Le Smoking er sennilega frægasta flík Saint Laurents sem braut sögulegt blað með því að klæða konur í karlmannsföt og buxnadragtin hefur verið til í fataskápum ótal kvenna alla tíð síðan. En jafnvel þegar Yves Saint Laurent klæddi konur í jakkaföt og smóking vissi hann upp á hár hvernig ætti að láta kynþokka þeirra skína í gegn. - amb FRANSKI HÖNNUÐURINN YVES SAINT LAURENT LÁTINN SNILLINGS MINNST KVENLEGT Dragt sem St Laurent hannaði fyrir Dior á sjöunda ára- tugnum. KONUNGUR SMÓKING DRAGTARINNAR Yves St Laurent árið 1972. KYNÞOKKAFULLT Konur elskuðu að klæðast fötum eftir St Laurent. GLYS OG GLAMÚR Yves st Laurent með samkvæmisíunni Nan Kempner. MÚSAN Leikkonan Catherine Deneuve í fatn- aði YSL í kvikmyndinni Belle du Jour. gráa lakk- skó sem eru fullkomnir við gallabuxurnar í sumar. Frá Mir- anda, fást í Kron- kron, Laugavegi. nýja ilm- vatnið frá Kenzo, India sem angar af exótísku sumri. æðislega sumarkápu frá Prairies de Paris. Fæst í Kisunni, Laugavegi. Hvernig stendur á því að leggings hafa orðið að tískuflík? Þegar ég var lítil hétu þetta reyndar gammósíur og þá var ég klædd í þetta undir önnur föt svo mér yrði ekki kalt. Á unglingsárunum í kringum 1990 komst þetta í tísku og minnist ég þess að hafa átt einar röndóttar sem ég var í við stóra litríka peysu og heklaða húfu. Það er kannski skiljanlegt að frasinn „þetta er svo næntís“ blómstri um þessar mundir því það er einhvern veginn ekkert smart við það tímabil. Fyrir tveimur árum fór að bera á leggingsæðinu og ég verð að játa að ég skil þetta ekki alveg því það er vandasamt að klæðast svona fatnaði og vera smart á sama tíma. Mér dettur í hug að þetta hafi helst náð vinsældum því konur vissu ekki hverju þær ættu að klæðast við pils þegar 40 den sokkabuxur hættu að vera töff. Ég minnist þess þó að hafa fundist þetta ágætt til að byrja með en þegar ég var farin að sjá aðra hverja konu í leggings, óháð vaxtarlagi eða fatasmekk, þá fór leggings tískan svolítið að þynnast út. Til að geta klæðst leggings niður á miðja kálfa þurfa leggirnir að vera ansi langir og einhvern veginn gengur ekki upp að láta leggings- buxurnar ná niður að ökkla og vera svo í opnum skóm við. Tala nú ekki um þegar viðkomandi er kominn í stutt gallapils við. Það var kannski í lagi fyrir þremur árum en er nú einhvern veginn alveg runnið sitt skeið. Svo er alltaf svolítið dapurt að horfa upp á leggings og skjanna- hvítt hörund við strigaskó. Í þessum tilfellum bjargar brúnkukrem ekki neinu því ekki er betra að hörundið á milli leggings og striga- skónna sé heiðappelsínugult og flekkótt. Það mætti líka álykta um að trendið væri búið þegar Sex and the city-skvísurnar myndu ekki láta sjá sig dauðar í leggings. Hvað eiga konur þá að gera fyrst leggingstímabilið er runnið sitt skeið á enda? Sjálf mæli ég með 80 den sokkabuxum. Mér finnst þær alltaf gera fótlegginn svolítið sætan og svo passa þær við allt, bæði kjóla og pils og flest skótau. Ég verð þó að játa að það er í lagi að vera í leggings í tveimur tilfellum. Ef þær eru nógu langar svo hægt sé að girða þær eins langt ofan í skóinn og hægt er þannig að rétt glitti í ristina og líka ef þær eru togaðar upp og látnar enda við hnésbót með rykkingum yfir hnén. Það er skvísulegt. Eru leggings smart? OKKUR LANGAR Í … > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Nýtt ilmvatn frá Gaultier Ilmvötnin frá franska hönnuð- inum Jean-Paul Gaultier hafa átt mikilli velgengni að fagna og nú ætlar hann að setja á markaðinn splunkunýj- an dömuilm. Hann kallast „ Ma dame“ eða daman mín, og einkennist af skemmti- legri blöndu appelsínu, rósar og sedrusviðs. Andlit ilmvatnsins er ofur- fyrirsætan Agyness Deyn sem klæðist svörtum buxum og hvítri skyrtu í auglýsingum Jean-Bapt- iste Mondino. Ilmurinn er væntanlegur í verslanir þann 1 september.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.