Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 76

Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 76
48 7. júní 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > FEÐGIN FYRIR VUITTON Feðginin Sofia og Francis Ford Coppola reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, en þau eru fyrirsætur í nýjustu auglýsingaherferð tískuhúss- ins Louis Vuitton. Það er hinn rómaði ljósmyndari Annie Leibovitz sem myndaði feðg- inin, sem eru því öllu vanari að vera hinum megin við myndavélina. „Já, nú hef ég náð samningum við alla. Paul Simon virðist vilja koma til landsins og tónleikarnir verða í Laugardalshöll 1. júlí næstkom- andi,“ segir Guðbjartur Finn- björnsson tónleikahaldari. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að allt stefndi í að Paul Simon kæmi ekki til tónleika- halds vegna dræmrar miðasölu. Guðbjartur gerði Paul Simon og hans mönnum grein fyrir því að erfitt væri að selja miða, bæði vegna gengisfalls og mikillar sam- keppni við tónlistarmenn á hans reki svo sem Clapton, Dylan og Fogerty. Boltinn var hjá Simon sem nú hefur kveðið upp úr um að til Íslands vilji hann þrátt fyrir erfitt árferði. „Ég er búinn að endursemja við þá sem að þessu koma með tilliti til þess að ekki munu mæta eins margir og búast hefði mátt við í fyrstu,“ Guðbjartur sem ekki vill aðspurður gefa upp hversu marg- ir miðar hafa selst. „Ekki nóg. En slatti. Þetta er dýr listamaður og dýrt í kringum hann. Þetta er stór hópur sem fylgir honum. Þetta er náttúrlega frábær tónlistarmaður. Ef ég þarf ekki að borga mikið með þessu og allir sáttir – þá verð ég ánægður.“ - jbg Paul Simon kemur PAUL SIMON Vill ólmur koma til landsins þó stefni í að ekki seljist eins mikið af miðum á hann og vonir stóðu til um. GUÐBJARTUR FINN- BJÖRNSSON Er búinn að endursemja við þá sem að tónleikunum koma og vonast nú til að sleppa lifandi frá þeim fjárhagslega. „Ólafur Darri kemur vel til greina í hlutverk Þórs, bæði fyrir innlendan markað og erlendan,“ segir Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Caoz. Fyrirtækið undirritaði samning við þýska fyrirtækið Ulysses Films og írska fyrirtækið Magma Production um meðframleiðslu á tölvuteiknimyndinni Þór - í heljargreipum. Samningurinn er metinn á 400 milljónir íslenskra króna en samkvæmt kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að hún kosti ríflega einn milljarð. Á heimasíðu fyrirtækisins má nálgast stuttan „trailer“ eða myndbút og þar heyrist leikarinn Ólafur Darri túlka þrumuguðinn eins og honum einum er lagið. Hilmar vildi ekkert tjá sig um hvort af þessu yrði eða ekki, sagði Ólaf hafa röddina í Þór og hann væri inni í myndinni. „Það eru náttúrlega tvö og hálft ár þangað til að myndin verður frumsýnd þannig að mikið vatn á enn eftir að renna til sjávar.“ Hilmar hræðist ekki samkeppnina við Hollywood en í undirbúningi er stórmynd um sama ás úr smiðju draumaverksmiðjunnar og hefur nafn Brads Pitt verið tengt við Þór. „Þeir ætluðu að frumsýna á sama tíma og við en samkvæmt síðustu fregnum hefur henni verið frestað um eitt ár.“ Tvær útgáfur yrðu gerðar, ein fyrir íslenskan markað og önnur fyrir alþjóðlegan markað á ensku. Hilmar vildi ekkert tjá sig um mögulega raddskipan í erlendu útgáf- unni, sagði viðræður í gangi við alþjóðlegar stjörnur en allt á frumstigi. Eins og mörgum ætti að vera í fersku minni þá var enginn hörgull á stór- stjörnum í teiknimyndinni Anna og skapsveiflurnar sem Caoz gerði. Monty Python-leikarinn Terry Jones var sögumaður og bæði Damon Albarn og Björk töluðu inn á myndina. Hilmar viðurkennir að fyrirtækið búi vel að þeim samböndum en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Leikstjóri myndarinar er Gunnar Karlsson en handritshöfund- ur er Friðrik Erlingsson. - fgg Ólafur Darri líklegur í hlutverk Þórs Sturla Jónsson vörubílstjóri hefur ákveðið að stofna stjórnmálaflokk. Baráttu- maðurinn ætti ekki að vera í miklum vandræðum með að fá fólk til liðs við sig og hefur lofað þjóðþekktum nöfnum á framboðslista sínum. Fréttablaðið spáir í spilin og veltir fyrir sér hverjum Sturla teflir fram sem ráðherraefnum í kom- andi stjórnarviðræðum. FORSÆTISRÁÐHERRA Sturla Jónsson Vörubílstjórinn verður í brúnni og hér hleypur á snærið hjá þjóðinni því hún þarf ekki að standa straum af kostnaði við einkabílstjóra því Sturla keyrir að sjálfsögðu sjálf- ur. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Helgi Hóseasson Helgi er mótmæl- andi Íslands, and- legur leiðtogi allra þeirra sem mótmæla og því telst hann með Sturlu og félög- um. Kjörinn í starf dómsmálaráðherra. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Siggi stormur Veðurfræðingurinn er moldríkur og kann að fara með peninga. Þar að auki er Siggi mikill jeppakarl, hefur andstyggð á því hversu dísilolían er dýr (þvert á við það sem hafði verið lofað!) og passar vel í hópinn. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Leoncie Ný ríkisstjórn kallar á ferska vinda. Og þeir koma svo sannarlega með Icy Spicy Leoncie. Hér kemur sér vel víðsýni prinsess- unnar sem mun berjast gegn rasisma sem er líkt og inngróin tánögl í þjóðarlíkamanum. VARNARMÁLARÁÐHERRA Gasmaðurinn Fyrsti ráðherra varnarmála verður vita- skuld maðurinn sem átti sviðið í Norðlingaholti. Sturla mun sýna veglyndi sitt, fyrir gefa honum gasið og kalla hann til sem kandídat í varnarmál- in. UTANRÍKISRÁÐHERRA Ágúst Fylkisson Gekk harðast fram í mótmæl- um bílstjóra og fær eitt feit- asta djobbið hjá Sturlu. Jafnvel þó hann hafi ekkert viljað kannast við hann eftir kjaftshöggið. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Lára Ómarsdóttir Fréttakonan fyrrverandi hafnaði því að verða tals- maður vörubíl- stjóra fyrir skemmstu en hver segir nei þegar ráð- herrastóll er í augsýn? Lára er félagsmálatröll og fín í félagsmálaráðu- neytið. SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA Kristinn H. Gunn- arsson Sleggjan hlýtur að stökkva frá borði í Frjáls- lynda flokknum ef Sturla býður ráðherrastól. Hvað þá ef um stól sjávarútvegsráð- herra er að ræða. Er þá hringnum lokað. LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA Ástþór Magn- ússon Var ekki fyrsti kostur Sturlu en þegar í ljós kom að Ástþór á nafnið Lýðræðis- flokkurinn, þá lá beinast við að hann fengi ráð- herradóm í skiptum fyrir notkun þess. UMHVERFISRÁÐHERRA Jójó Götuspilarinn góðkunni hefur látið málefni miðborgarinn- ar sig miklu varða og verður ekki lengi að setja sig inn í umhverfismál- in. Með Jójó stimplar Stulli sig endanlega inn hjá grasrótinni og Jójó tekur um leið við af Árna Johnsen sem hressi gaurinn með gítarinn. VIÐSKIPTARÁÐHERRA Arnþrúður Karls- dóttir Manneskja sem rekur heila útvarpsstöð þar sem „þjóðarsálin“ fær að básúna er kjörin í þessa stjórn. Löngu kominn tími til að Arnþrúður fái að ráða en ekki bara að masa. Ráðherraefni Sturlu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.