Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 79

Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 79
LAUGARDAGUR 7. júní 2008 „Það er ekkert eitt sem einkennir íslenska götutísku, heldur er bara ótrúlega mikið af flottu fólki og flottum íslenskum hönnuðum,“ segir Elísabet Alma Svendsen. Hún vinnur nú ásamt Sögu Sigurðardóttur að því að ná götutísku Reykvíkinga á filmu. Þær byrjuðu á því 2006 en með hjálp Hins hússins geta þær nú eflt heimasíðuna og bætt inn greinum og viðtölum við hönnuði. Elísabet segir fólk jákvætt gagnvart því að láta ljósmynda sig og mikinn áhuga á síðunni, reykjaviklooks.blogspot.com, sérstaklega meðal erlendra vafrara. Reykjavik Looks er aðeins einn fjölmargra hópa sem auðga borgina í sumar í boði Hins hússins, en Föstudags fiðrildi byrjar á föstudaginn. Í sumar mega gangandi vegfarendur sem sagt eiga von á myndatöku, séu þeir flottir í tauinu. - kbs Mynda flotta fólkið í sumar REYKJAVÍK LOOKS Saga og Elísabet Alma mynda tískutöffara á götum Reykjavíkur í sumar. MYND/ELLI „Pop up“ verslunin E-Label, sem venjulega er einungis til á netinu, hefur slegið í gegn. Verslunin er á Laugavegi 25 og stóð til að hún yrði einungis opin fram að helgi. Vegna mikilla vinsælda verður verslunin opin áfram, en ekki er ljóst hversu lengi. - kbs Halda áfram

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.