Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 82

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 82
54 7. júní 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Evrópumót landsliða hefst í dag með opnunarleik Sviss- lendinga og Tékka í Basel og það er óhætt að segja að mikil eftir- vænting sé í knattspyrnuáhuga- mönnum eins og jafnan þegar svo stutt er í stórmót. Þjálfararnir í Landsbankadeild karla hafa í nógu að snúast við að hugsa um sín lið en þeir gáfu sér þó tíma til þess að svara nokkrum spurningum fyrir Fréttablaðið um EM 2008. Það má sjá á svörum þjálfar- anna að það eru margar þjóðir sem hafa að þeirra mati getu og burði til þess að fara alla leið og fagna Evrópumeistaratitlinum á Ernst Happel-leikvanginum í Vín 29. júní næstkomandi. Það verður rosaleg spenna í kringum alla leiki í c-riðlinum sem er sannkallaður dauðariðill. Þar eru heimsmeistarar Ítala, silfurlið Frakka frá síðustu HM og svo Hol- lendingar sem eru öll Evrópu- meistarakandidatar að mati íslensku þjálfaranna. Rúmenar eru síðan fjórða liðið en þeir stóðu sig mjög vel í undankeppninni, unnu sinn riðil og eru með á stór- móti í fyrsta sinn síðan árið 2000. Það bætir síðan enn meira á spennuna að Frakkar og Ítalar voru saman í riðli í undankeppn- inni sem og Hollendingar og Rúm- enar og þá er enginn búinn að gleyma úrslitaleik HM fyrir tveimur árum þar sem Ítalar unnu Frakka í vítakeppni. Allir spá þjálfararnir að Rúmenía sitji eftir eftir riðlakeppnina en Holland fékk flest atkvæði af hinum þrem- ur eða tveimur fleiri en Ítalar. Grikkir komu mjög á óvart með því að vinna Evrópumeistaratitil- inn fyrir fjórum árum en þjálfar- ar Landsbankadeildarinnar hafa ekki mikla trú á þeim í ár. Aðeins einn þjálfari telur að Grikkir kom- ist upp úr riðlinum þrátt fyrir að Grikkir hafi náð flestum stigum í undankeppninni. Það býst við eng- inn við framhaldi af Öskubusku- ævintýrinu frá því í Portúgal fyrir fjórum árum. Svíar og Rússar gætu sett sinn svip á keppnina ef marka má svör þjálfaranna því flestir spá því að þessar þjóðir komi mest á óvart í keppninni. Rússar fá þó fleiri atkvæði og það væri þá ekki í fyrsta sinn sem lið Guus Hiddink slægi í gegn á stórmóti. Þjálfararnir spá samtals átta þjóðum af sextán inn í úrslitaleik keppninnar en Þjóðverjar og Portúgalar fá þar flest atkvæði. Lokaspurningin og sú stærsta var síðan um hvaða þjóð yrði Evr- ópumeistari. Þjálfararnir hafa mikla trú á Þýskalandi í ár. Þjóð- verjum hefur ekki gengið vel á síðustu tveimur Evrópukeppnum (síðasti sigurleikur Þjóðverja í lokakeppni EM er úrslitaleikurinn 1996) en þjálfararnir telja að nú verði breyting á. Þýskaland fékk þar fjögur atkvæði, Hollendingar komu næstir með þrjú atkvæði og Spánverjar fá síðan atkvæði frá tveimur þjálfurum. ooj@frettabladid.is Þjóðverjar verða Evrópumeistarar 2008 Fréttablaðið fékk þjálfarana tólf í Landsbankadeild karla til þess að spá fyrir um þróun mála á Evrópumótinu í knattspyrnu í Sviss og Austurríki sem hefst í dag. Þjálfarnir spá sex þjóðum titlinum og flestir telja þeir að rússneska liðið komi mest á óvart. TÓLF ÁR SÍÐAN Þýskaland varð síðast Evrópumeistari árið 1996 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni EM síðan. NORDICPHOTOS/GETTY HVERJIR VERÐA EVRÓPU- MEISTARAR? Þýskaland 4 atkvæði Holland 3 atkvæði Spánn 2 atkvæði Ítalía 1 atkvæði Frakkland 1 atkvæði Portúgal 1 atkvæði HVERJIR VERÐA EVRÓPU- MEISTARAR 2008: Heimir Guðjónsson, FH Spánn Kristján Guðmundss., Kef. Þýskaland Ásmundur Arnarsson, Fjölni Ítalía Þorvaldur Örlygsson, Fram Portúgal Leifur Garðarsson, Fylki Holland Ólafur H. Kristjánss., Breiðab. Spánn Gunnar Oddss., Þróttur R. Þýskaland Logi Ólafsson, KR Frakkland Willum Þór Þórsson, Val Holland Guðjón Þórðarson, ÍA Þýskaland Milan S. Jankovic, Grindav. Holland Gunnar Guðmundsson, HK Þýskaland HVAÐA LIÐ KEMUR MEST Á ÓVART Á EM 2008? Rússland 5 atkvæði Svíþjóð 3 atkvæði Portúgal 1 atkvæði Tyrkland 1 atkvæði Sviss 1 atkvæði Tékkland 1 atkvæði Pólland 1 atkvæði HVAÐA ÞJÓÐIR SITJA EFTIR Í DAUÐARIÐLINUM? Rúmenía 12 atkvæði Holland 6 atkvæði Ítalía 4 atkvæði Frakkland 2 atkvæði HVERNIG GENGUR EM- MEISTURUM GRIKKJA? Sitja eftir í riðlakeppni 11 atkvæði Komast í átta liða úrslit 1 atkvæði HVERJIR KOMAST Í ÚR- SLITALEIKINN? Þýskaland 7 atkvæði Portúgal 4 atkvæði Ítalía 3 atkvæði Spánn 3 atkvæði Frakkland 3 atkvæði Holland 3 atkvæði Tékkland 1 atkvæði Rússland 1 atkvæði www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 25 90 0 5/ 08 Við munum kynna nýjan Dyna vörubíl, Yaris með vsk.breytingu, ásamt Hiace og Hilux. Við bjóðum upp á 3 mismunandi verkfærapakka frá DeWALT með hverjum seldum bíl að verðmæti 230.000 kr. Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Kópavogi opnar nýja aukahlutaverslun og glæsilegan sýningarsal fyrir atvinnubíla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.