Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 2
2 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Halldór, er lögreglustjóri með allt niðri um sig í þessu máli? „Nei, nei, enda miklu flottari í búningnum.“ Veitingastaðurinn Óðal hefur beðið niðurstöðu lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins varðandi nektardansleyfi í yfir hálft ár. Halldór H. Backman er lögmaður veitingastaðarins. JAPAN, AP Leiðtogafundur G8-ríkjanna var fjölmenn- ari í ár en nafnið gefur til kynna. Nú í vikunni mættu leiðtogar á þriðja tug ríkja og alþjóðastofn- ana til Japans, þar sem fundarhöld stóðu yfir frá mánudegi en þeim lauk í gær. Stefnt er að framhaldi á því að bjóða fleirum en efnahagsveldunum átta til fundanna næstu ár. Hitt er svo annað mál, að ríkin átta eru flest treg til að taka fleiri ríki formlega inn í hópinn. Átta ríkja hópurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera einangraður og sjónarmið annarra þurfi að komast að á fundunum, þar sem fjallað er um mörg brýnustu heimsmálin. „G8-hópurinn nægir ekki lengur til að leysa mörg vandamálanna,“ sagði Angela Merkel Þýskalands- kanslari. Hún sagði þó að hópurinn mætti ekki „vatna út sjálfan sig“, og sagði formlega fjölgun aðildarríkja ekki endilega á dagskrá næstu árin. Aðildarríkin átta eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. Auk þess var fimm upprennandi efnahagsveldum boðið til fundarins, en þau eru Kína, Indland, Brasilía, Mexíkó og Suður-Afríka. Að auki var leiðtogum Suður-Kóreu, Ástralíu og Indónesíu boðið til viðræðna. - gb G8-ríkin bjóða æ fleiri leiðtogum á fundi hópsins: Fjölgun ekki strax á dagskrá GESTIR Á FUNDI G8 Leiðtogar Indlands, Kína og Brasilíu ásamt Rússlandsforseta á leiðtogafundinum í Japan nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Drög að nýjum bygg- ingarskilmálum fyrir sumar bú- staði á Þingvöllum hafa verið send sumarhúsaeigendum í þjóð garðin- um til umsagnar. Þar er meðal ann- ars lagt til að allar nýbyggingar og stækkanir sumar húsa á Þingvöll- um verði bannaðar og að óheimilt verði að girða af einkalóðir. Nokkuð hefur borið á því að efn- aðir eigendur sumarhúsalóða á Þingvöllum hafi rifið húsin sem á lóðunum standa í því skyni að reisa þar ný og glæsilegri hús. Þessu hefur meðal annars fylgt aukin umferð þyrlna sem fljúga reglu- lega á framkvæmdasvæðin með byggingarefni, þar eð bíla umferð upp að lóðunum er óheimil. Segir í greinargerð með tillög un- um að á síðustu árum hafi risið á Þingvöllum allt upp í 180 fermetra heilsárshús á tveimur hæðum, þar sem önnur hæðin er niðurgrafin, þar sem áður stóðu mun veiga- minni hús. Bjarni Harðarson, nefndar mað- ur í Þingvallanefnd, er höfundur tillagnanna. Hann lagði þær fyrir nefndina, sem ákvað að senda þær til umsagnar. Bjarni er ekki hrifinn af stórtækum framkvæmdum í þjóðgarðinum. „Að mörgu leyti eru þessar regl- ur nauðsynlegar til að mæta þeirri þróun sem hefur orðið í sumar- húsalöndum þar sem sumar hús fara mjög stækkandi og fram kvæmdagleði er oft mjög mikil,“ segir Bjarni. „Sjálfur tel ég ekki að slík framkvæmdagleði sé við eigandi á lóðum innan þjóð- garðs, og allra síst á lóðum sem eru hvað næst sjálfri þinghelginni.“ Í tillögunum er heimilað að við- halda húsum sem þegar eru á lóð- unum, og jafnframt endur byggja þau ef þess gerist þörf vegna skemmda, en kveðið á um að leitast skuli við að breyta húsunum sem minnst. Einnig er lagt til bann við því að reisa bátaskýli eða bryggjur á eða við lóðir, eða að girða lóðirnar af. Þá skuli, í samráði við eigendur, unnið að því að breyta þeim lóðum til betri vegar sem ekki uppfylla fyrirhuguð skilyrði þegar og ef þau verða að reglum. Með því að banna girðingar er ætlunin að tryggja betur aðgengi gesta að svæðinu, einkum vatnsbakkanum. Björn Bjarnason, formaður Þing- vallanefndar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að nefndin muni taka málið til afgreiðslu eftir að umsagnir hafi borist, og hann muni þá láta í ljós skoðun sína á málinu. Nefndin þurfi að samþykkja allar fram- kvæmdir á svæðinu, en hafi slegið frekari ákvörðunum á frest þar til tillaga Bjarna verði afgreidd. stigur@frettabladid.is Engar nýbyggingar rísi á Þingvöllum Drög að nýjum reglum um byggingu sumarbústaða á Þingvöllum hafa verið sendar lóðareigendum til umsagnar. Í þeim er gert ráð fyrir að nýbyggingar og stækkanir á bústöðum verði bannaðar. Stór hús eru í byggingu og hafa risið. ÞYRLA Á ÞINGVÖLLUM Tvö tiltölulega stór hús eru í byggingu á samliggjandi lóðum við Valhallarstíg. Þyrlur fá leyfi frá starfsmönnum Þingvallanefndar til að flytja byggingarefni á staðinn með reglulegu millibili. FRÉTTABLAÐIÐ / AUÐUNN BJARNI HARÐARSON Kveðst ekki hrifinn af stórtækum framkvæmdum í þjóðgarðinum á Þingvöllum. BELGÍA, AP Utanríkisráðherrar Króatíu og Albaníu undirrituðu í gær aðildarsamninga við Atlants- hafsbandalagið. Búist er við að löndin gangi formlega í bandalag- ið í byrjun næsta árs. Áður en af aðild getur orðið þurfa þó þjóðþing beggja landanna að staðfesta samninginn, og það þurfa hin 26 núverandi aðildarríki bandalagsins einnig að gera. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði undirritun samninganna sýna hve vel hefur miðað á Balkanskaga frá því Júgóslavía liðaðist í sundur í stríðsátökum á síðasta áratug. - gb Albanía og Króatía: Hafa samið um aðild að NATO Karlmaður á áttræðisaldri fannst látinn rétt utan við Hvolsvöll í gærmorgun. Maðurinn mun hafa verið í reiðtúr og fallið af baki. Vegfarendur sáu hest með reiðtygi og gerðu lögreglu viðvart. Maðurinn fannst síðan látinn skammt frá. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - hþj Fannst látinn FÓLK Vel gengur með söfnun til styrktar Guðmundi Þorsteins- syni fjárbónda sem missti heimili sitt á Finnbogastöðum í Trékyllisvík í eldsvoða 16. júní síðastliðinn. „Það safnaðist heil milljón á Hótel Glym um síðust helgi. Miklu munaði þar að eigendurn- ir. Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason, létu allan ágóða af sölu kaffiveitinga ganga óskiptan í söfnunina,“ segir Kristmundur Kristmunds- son, formaður Félags Árnesbúa. Að sögn Kristmundar er markið sett á fimm milljónir króna og er skammt í að það náist. Þegar hefur verið leitað tilboða í einingahús sem ætlunin er að rísi áður en vetur gengur í garð á Ströndum. - gar Bruninn á Finnbogastöðum: Styrktarsöfnun gengur afar vel FINNBOGASTAÐIR Bærinn brann og innbúið með. LÖGREGLUMÁL Sex innbrot um hábjartan dag hafa verið tilkynnt lögreglu undanfarna daga á Akureyri. „Þetta er mjög óvenjulegt og við viljum ekki sjá þetta hér hjá okkur,“ segir Kjartan Helgason varðstjóri. Tveir karlmenn og kona voru handtekin á laugardag eftir tvö innbrot í hús á Akureyri og í Hörgárdal. Tilraun til þriðja innbrotsins heppnaðist ekki þegar þjófarnir bönkuðu upp á hjá lögreglumanni sem áttaði sig fljótt á því hverjir voru á ferð. Lögregla brýnir fyrir fólki að gæta eigna sinna vel og læsa húsum sínum. - ht Innbrotahrina á Akureyri: Sex innbrot um hábjartan dag TYRKLAND, AP Þrír tyrkneskir lögreglumenn féllu þegar óþekktir menn réðust á varðstöð utan við skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þrír árásarmann- anna voru felldir en einn slapp. Tyrkir og Bandaríkjamenn lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Einhverjir árásarmannanna hlutu þjálfun í Afganistan samkvæmt fréttum CNN-Turk, en lögreglan vildi ekki staðfesta það. Árásar- mennirnir voru vopnaðir skamm- byssum og haglabyssum. - gh Hryðjuverkaárás í Tyrklandi: Sex biðu bana í skotárás SÆRÐUR LÖGREGLUMAÐUR Tyrknesk og bandarísk stjórnvöld segjast staðráðin í að halda áfram baráttu gegn hryðjuverk- um. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Skrifað var undir kjara- samning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninga- nefndar ríkisins um tíuleytið í gærkvöld. Þá hafði fundur staðið sleitulaust frá því klukkan 11 um morguninn. „Yfirvinnubanninu er aflýst hér með. Einhugur var í samninga- nefnd hjúkrunarfræðinga og stjórninni um að þetta væri góður samningur í alla staði,“ sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. „Að samningur skyldi nást ætti að gleðja hjúkrunarfræðinga, lækna og aðra starfsmenn sjúkra- húsanna sem og sjúklinga.“ Elsa segist telja að allur undir- búningurinn í vetur og öll sú vinna sem hefur verið „sé að skila hjúkr- unarfræðingum mjög góðum samningi“. Hún segir verulega hækkun dagvinnukaups vera eitt aðalmál- ið en einkum munu laun ungra hjúkrunarfræðinga hækka. „Það eru umtalsverðar hækkanir í launatöflunni. Við hættum ekki fyrr en við náðum samningi sem hjúkrunarfræðingar gætu sætt sig við.“ Yfirvinnubannið hefði skollið á klukkan fjögur í dag ef samningar hefðu ekki náðst. Samningurinn verður lagður fyrir hjúkrunar- fræðinga 20. júlí. - vsp Hjúkrunarfræðingar sömdu við samninganefnd ríkisins seint í gærkvöldi: Telur samninginn góðan í alla staði LOKASPRETTURINN Hjúkrunarfræðingar komu til fundar í Karphúsinu í gærmorg- un. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.