Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 8
8 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
INDLAND Eiturefnamengun plagar
enn íbúa í borginni Bhopal á Ind-
landi, 24 árum eftir slysið mikla
þegar sprenging varð í eiturefna-
verksmiðju Union Carbide.
Enn þann dag í dag eru hundruð
tonna af eiturefnaúrgangi geymd
á lóð verksmiðjunnar, sem stend-
ur í hjarta borgarinnar. Frá þessu
er skýrt í bandaríska dagblaðinu
New York Times.
Efnin eru í geymslu með blikk-
þaki og þær fáu rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á mengun í
nágrenninu, benda til þess að efnin
hafi borist út í umhverfið. Í það
minnsta má finna hættulegt magn
af eiturefni í vatnsbrunnum fólks.
Mjög skortir þó á frekari rann-
sóknir og indversk stjórnvöld hafa
sýnt lítil viðbrögð við áhyggjum
íbúanna. Verksmiðjulóðin hefur
ekki verið hreinsuð og eiturefnin
ekki flutt á brott, þennan aldar-
fjórðung sem liðinn er.
Seinagangurinn stafar meðal
annars af deilum um það, hvort
stjórnvöld eigi að bera kostnaðinn
af hreinsuninni eða hvort efna-
framleiðslufyrirtækið Dow, sem
keypti Union Carbide árið 2001,
eigi að taka þátt í kostnaðinum.
Slysið árið 1984 varð þrjú þús-
und manns að bana, en að auki er
talið að þúsundir manna hafi síðan
látið lífið af völdum eiturefnanna
sem þá bárust út í andrúmsloftið.
Enn eru börn að fæðast með alvar-
lega fæðingargalla í Bhopal. - gb
Aldarfjórðungi eftir eiturefnaslysið í Bhopal á Indlandi:
Mengun plagar enn íbúana
MÓTMÆLI Í BHOPAL Íbúar borgarinnar
hafa lengi verið ósáttir við seinagang
stjórnvalda. NORDICPHOTOS/AFP
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
1 Í hvaða landi fór leiðtoga-
fundur G8-ríkjanna fram?
2 Hvaða íslenska eyja var í
fyrradag færð á heimsminja-
skrá UNESCO?
3 Hvaða íslenska knattspyrnu-
lið rak í fyrradag þjálfarann
Gunnar Guðmundsson?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
FLÓTTAMENN Mál Pauls Ramses var
ekki kært til dómsmálaráðherra
fyrir löngu síðan, þar sem lög-
manni hans var ekki tilkynnt um
úrskurð, um að hann yrði sendur
úr landi, fyrr en kvöldið áður en
hann fór, 3. júlí.
Þetta segir Katrín Theodórs-
dóttir, lögmaður hans, sem skilaði
kæru til dómsmálaráðherra í
gær.
Með fyrrgreindum vinnubrögð-
um hafi Útlendingastofnun
„komið í veg fyrir að Paul gæti þá
þegar kært ákvörðunina,“ segir
hún.
Helga G. Halldórsdóttir, sviðs-
stjóri innanlandssviðs hjá Rauða
krossi Íslands (RKÍ), sagði einnig
í Fréttablaðinu á laugardag að illa
hefði verið að máli Pauls staðið:
„Við vissum ekki að hann ætti að
fara úr landi þennan dag fyrr en
[hann var handtekinn kvöldið
áður]. Það hefði verið eðlilegt að
gefa þeim tíma til að gera ráðstaf-
anir.“
Útlendingastofnun sendir
beiðni til ríkislögreglustjóra
þegar ákvörðun í máli útlendings
skal birt. „Eftir það er þetta úr
höndum stofnunarinnar,“ segir
Ragnheiður Böðvarsdóttir, stað-
gengill forstjóra. Seinni beiðnin
fór frá stofnuninni 3. júní.
Talsmaður ríkislögreglustjóra,
Sigurgeir Sigmundsson, vísar því
á bug að nokkuð óvenjulegt hafi
verið við afgreiðslu málsins. Dyfl-
innar-úrskurðir séu alltaf birtir
daginn áður en þeir eru fram-
kvæmdir, enda fresti kæra ekki
flutningi, samkvæmt lögum. Þessi
háttur hafi verið hafður á til
margra ára, í samstarfi við RKÍ.
Ástæða þess að lögmanni Pauls
var ekki gert viðvart hafi verið sú
að Paul mætti ekki til birtingar
upprunalegrar ákvörðunar, 5. maí.
Þá stóð til að senda hann til Ítalíu
daginn eftir, 6. maí. Því var frestað
eftir beiðni frá RKÍ.
„En hann mætti ekki og óskaði
því ekki eftir lögmanni. Þá köllum
við ekki á lögmann,“ segir Sigur-
geir.
Flestir útlendingar láti nægja að
styðjast við RKÍ og mikið hafi
verið gert til að koma til móts við
Paul. Hann hafi til að mynda feng-
ið að fara heim um kvöldið og haft
gesti hjá sér.
„Við höfum heimildir til að hafa
útlendinga mun lengur í haldi og
þannig er þetta gert í nágranna-
löndunum. Hér þykir mjög mann-
úðlega að staðið. En það er algjört
lágmark [að hneppa menn í varð-
hald] daginn áður,“ segir hann.
Annars bar til tíðinda í gær að
punktar Jóns Magnússonar, þing-
manns Frjálslyndra, af fundi alls-
herjarnefndar um Paul Ramses,
rötuðu á netið í gær. Jón kveður
þetta ekki með vilja gert. „Ég er
öskureiður,“ segir hann. Punktarn-
ir hafi farið á netið fyrir mistök
starfsmanns. klemens@frettabladid.is
Úrskurðir séu ávallt
birtir daginn áður
Lögmaður Pauls Ramses segir að málið hafi ekki verið kært fyrir löngu síðan
vegna þess að honum var ekki tilkynnt um úrskurðinn. Rauði krossinn kvartar
einnig. Ríkislögreglustjóri segir ekkert óvenjulegt við afgreiðslu málsins.
LOKSINS KÆRT Katrín Theodórsdóttir afhenti í gær kæru um úrskurð Útlendinga-
stofnunar í máli Pauls Ramses. Dómsmálaráðherra ætlar að fara vandlega yfir málið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
■ 31.01 Paul sækir um hæli hér.
■ 31.03 Ítalir fallast á að taka við
honum.
■ 26.03 Lögmaður Pauls biður
um að umsókn hans verði tekin til
meðferðar hér.
■ 09.04 Ákvörðun um að senda
Paul til Ítalíu send frá Útlend-
ingastofnun til ríkislögreglustjóra
(RLS).
■ 05.05 RLS boðar Paul og Rauða
krossinn til að tilkynna honum
þetta og ætlar að senda hann
út daginn eftir. Paul mætir ekki.
Ákveðið að bíða þar til kona Pauls
verður léttari.
■ 26.05 Fídel Smári fæðist.
■ 03.06 Útlendingastofnun sendir
aðra ákvörðun um flutning Pauls
til RLS.
■ 25.06 Ákvörðunin ítrekuð til RLS.
■ 02.07 RLS birtir Paul þessa
ákvörðun um kvöldið, á lögreglu-
stöð.
■ 03.07 Paul sendur úr landi.
■ 09.07 Lögmaður hans kærir.
DAGSETNINGAR
SKIPULAGSMÁL Tillaga að nýju
skipulagi Laugavegar 4 og 6 var
samþykkt á fundi skipulagsráðs í
gærmorgun. Tillagan var unnin af
Teiknistofu arkitekta – Gylfi Guð-
jónsson og félagar ehf.
Milli húsanna verður tengibygg-
ing sem tengir saman húsin, með
kjallara, einni hæð og annarri inn-
dreginni hæð. Á þaki tengibygg-
ingarinnar skapast „gott rými til
útivistar“, samkvæmt fréttatil-
kynningu. Einnig er gert ráð fyrir
að hægt sé að fara á milli húsanna
og Skólavörðustígs 1a.
Gert er ráð fyrir góðu verslun-
ar- og þjónustuhúsnæði í húsunum
en við gerð tillögunnar var götu-
mynd neðri hluta Laugavegar frá
fyrri hluta 20. aldar höfð að leiðar-
ljósi.
Ábendingar frá Minjasafni
Reykjavíkur og húsafriðunar-
nefnd voru hafðar til hliðsjónar
við gerð tillögunnar.
Tillögurnar eru til sýnis hjá
skipulags- og byggingarsviði í
Borgartúni 3 auk þess sem þær
verða sýndar á skipulagssýningu
sem var opnuð 17. júní síðastliðinn
og mun verða opin í allt sumar.
Sýningin er til húsa á Laugavegi
33.
- vsp
Nýtt skipulag Laugavegar 4 og 6 samþykkt í gærmorgun:
Hægt verður að ganga á milli
LAUGAVEGUR 4 OG 6 Hér sést tillagan sem samþykkt var á fundinum í gærmorgun.
Tengihúsið er áberandi milli húsanna.
DÓMSMÁL Nítján ára maður hefur
verið dæmdur í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi fyrir líkamsárás
sem hann framdi um þjóðhátíðar-
dags helgina í fyrra.
Maðurinn var á tjald stæðinu
við Hamra á Akureyri aðfaranótt
laugar dagsins 16. júní þegar hann
sló annan mann tveimur þungum
hnefahöggum í andlitið. Sá slegni
féll í jörðina og vankaðist,
bólgnaði á vinstri kinn og hlaut
auk þess vægan höfuð verk. Hann
hefur þó náð sér að fullu.
Árásarmaðurinn játaði brot sitt
greiðlega. Honum er gert að
greiða fimmtán þúsund krónur í
sakarkostnað. - sh
Dæmdur fyrir líkamsárás:
Hátíðarskapið
yfirgaf táning
AUSTURRÍKI, AP Wilhelm Molterer,
formaður austurríska Íhaldsflokks-
ins og varakanslari Austurríkis,
sagðist á mánudag ætla að mæla
fyrir því að boðað
verði til snemmbú-
inna kosninga. Með
því væri stjórnar-
samstarfi Íhalds-
flokks og Jafnaðar-
flokks, tveggja
stærstu flokkanna,
lokið.
Ástæðuna segir
hann vera
tillitsleysi jafnaðarmanna gagnvart
samstarfsflokknum. Nú síðast
kynnti formaður Jafnaðarflokksins
hugmyndir um að breytingar á
stöðu Austurríkis í Evrópusam-
bandinu yrðu lagðar undir
þjóðaratkvæði, að íhaldsmönnum
óforspurðum. - gh
Formaður Íhaldsflokksins:
Stjórnarslit í
Austurríki
WILHELM
MOLTERER
VEISTU SVARIÐ?