Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 12
10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
DÓMSMÁL „Mitt meginerindi í
þessari grein er að beita eigi
sams konar reglum í sönnunar-
færslu í kynferðisbrotum eins og
öðrum afbrotaflokkum. Engin
lagaheimild er fyrir öðru,“ sagði
Jón Steinar Gunnlaugsson Hæsta-
réttardómari í samtali við blaða-
mann.
Í nýjasta tölublaði Tímarits
Lögréttu [Tímarit laganema við
Háskólann í Reykjavík] birtist
grein þar sem Jón Steinar svarar
gagnrýni Eiríks Tómassonar
lagaprófessors við Háskóla
Íslands á sératkvæði hans í máli
númer 148/2005.
„Þetta breytir ekki neinu í
minni grein sem ég set fram á
rökstuddan hátt.
Ég hyggst svara
Jóni Steinari
síðar í Úlfljóti
[tímarit laganema
við Háskóla
Íslands],“ segir
Eiríkur Tómasson
lagaprófessor.
Í dómi Hæsta-
réttar í málinu
vildu fjórir dóm-
arar af fimm sak-
fella mann fyrir
báða ákæruliði en
hann var dæmdur
fyrir kynferðis-
brot gegn dóttur
sambýliskonu
sinnar. Í sérat-
kvæðinu vildi Jón
Steinar sýkna
manninn af einum
ákærulið. Hann
taldi að ekki væru
nægar sannanir
fyrir því að sakfella manninn
fyrir ákæruliðinn.
„Í íslenskri löggjöf gildir sú
meginregla að maður er saklaus
uns sekt er sönnuð,“ segir Jón
Steinar.
Gagnrýni Eiríks sneri að því að
ekki væri nógu mikið mið tekið
af óbeinum sönnunargögnum og
sérstöðu kynferðisafbrota.
„Í kynferðisafbrotamálum eru
leidd vitni fyrir dóm sem eru í
raun engin vitni heldur er þetta
fólk sem kærandi hefur sagt frá
málsatvikum,“ segir Jón Steinar.
Eiríkur telur að þetta séu að
sjálfsögðu vitni. „Í íslenskum
lögum er gert ráð fyrir því að
dómarar meti óbein sönnunar-
gögn eins og þegar vitni segir
frá einhverju sem fórnarlambið
hefur sagt þeim. Jón Steinar telur
að almennt eigi ekki að taka mark
á sönnunargögnum af þessu tagi.
Með því er hann að þrengja þessa
lagareglu,“ segir Eiríkur og segir
að margoft hafi Jón Steinar sagt
að dómarar eigi að dæma einung-
is eftir lögunum.
Ekki hefur tíðkast á Íslandi að
hæstaréttardómari svari gagn-
rýni sem þessari en er algengara
erlendis að sögn Jóns Steinars.
„Það er ekkert að mínu mati við
þetta að athuga. Þetta er umræða
um þýðingarmikil þjóðfélags-
mál,“ segir Jón Steinar.
vidirp@frettabladid.is
Hyggst svara svari
við gagnrýni sinni
Hæstaréttardómari svaraði gagnrýni prófessors á sératkvæði hans í dómsmáli.
Dómarar hafa ekki gert það hingað til. Prófessorinn hyggst svara til baka. Dóm-
arinn segir ekki eiga að beita öðruvísi sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum.
HÆSTIRÉTTUR Fjórir af fimm dómurum Hæstaréttar vildu sakfella af báðum ákæru-
liðum en Jón Steinar bara af öðrum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EIRÍKUR
TÓMASSON
JÓN STEINAR
GUNNLAUGS-
SON
Í STUTTU MÁLI
■ Dómur gengur í málinu 20. okt-
óber 2007. Fjórir dómarar af fimm
sakfella mann af öllum ákærulið-
um fyrir kynferðisbrot gegn dóttur
sambýliskonu sinnar. Jón Steinar
skilar inn sératkvæði.
■ Eiríkur Tómasson gagnrýnir sér-
atkvæði Jóns Steinars í afmælisriti
Úlfljóts árið 2007.
■ Jón Steinar svarar gagnrýni Eiríks
í Tímariti Lögréttu. Dómari hefur
aldrei gert það áður hérlendis.
ÚR SÉRATKVÆÐI
JÓNS STEINARS
„Ákærði hefur neitað sök. Sam-
kvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnar-
skrárinnar skal hver sá sem borinn
er sökum um refsiverða háttsemi
talinn saklaus þar til sekt hans
hefur verið sönnuð.“
„[Vitnisburðurinn] felur aðeins
í sér endursögn á frásögn annars
manns og skiptir því ekki máli um
sönnun sakargiftanna.“
„Með vísan til alls þess sem hér
hefur verið rakið tel ég ósannað
að ákærði hafi gerst sekur um þau
brot sem hann er sakaður um í
1. og 2. lið ákærunnar og beri að
sýkna hann af þeim.*“
*Fyrsti ákæruliður var talinn
fyrndur af meirihluta Hæstaréttar
og því var hann ekki álitaefni.
Jón Steinar telur að
almennt eigi ekki að
taka mark á sönnunargögnum af
þessu tagi. Með því er hann að
þrengja þessa lagareglu.
EIRÍKUR TÓMASSON
LAGAPRÓFESSOR
SKIPULAGSMÁL „Með þessu er verið
að minnka atvinnuhúsnæðislóðir
fyrir íbúðir. Með þessu er verið að
blanda byggðinni á Kársnesi,“
segir Þór Jónsson, upplýsingafull-
trúi Kópavogsbæjar, um nýjar hug-
myndir að skipulagi á Kársnesi
sem kynntar voru í fyrrakvöld.
Hugmyndirnar gera ráð fyrir að
pláss fyrir atvinnu- og þjónustu-
húsnæði muni minnka um 9.500
fermetra en íbúðum muni fjölga
um 736.
Tillögurnar gera jafnframt ráð
fyrir að bílum fjölgi úr 9.000 í allt
að 14.000. „Sá fjöldi er um 80 pró-
sent af flutningsgetu brautarinnar
en gæti farið niður í 11.000 ef hægt
væri að vera með vegtengingu við
Reykjavík,“ segir Þór en uppi er
hugmynd um að koma fyrir ökubrú
frá Kársnesi yfir í Skerjafjörðinn.
Kópavogsbær dró til baka tillög-
ur um skipulag á Kársnesinu í
fyrra. Arna Harðardóttir sagði í
samtali við Fréttablaðið á þriðju-
dag að samtökunum Betri byggð
hafi verið boðið að taka þátt í að
mynda nýjar hugmyndir en Kópa-
vogsbær hafi ekki viljað taka tillit
til athugasemda þeirra.
„Bæjaryfirvöld unnu hugmynd-
irnar í samráði við Betri byggð.
Það fólst í ítrekuðum fundum og
hlustað var á athugasemdir þeirra,“
segir Þór. - vsp
Fundur haldinn á þriðjudagskvöld um nýtt skipulag á Kársnesi:
Atvinnuhúsnæði fyrir íbúðir
HÚS VIÐ KÁRSNESBRAUT Atvinnuhús-
næðislóðum mun fækka en íbúðum
fjölga á Kársnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AKUREYRI Ekkert aldurstakmark
verður á tjaldsvæði Akureyrar
um verslunarmannahelgina eins
og í fyrra, þegar það var 23 ár.
„Samkvæmt landslögum er átján
ára aldurstakmark á tjaldsvæði,
en sjálf setjum við ekki takmörk,“
segir Margrét Blöndal sem skipu-
leggur hátíðina Eina með öllu.
Þórgnýr Dýrfjörð, fram-
kvæmdastjóri Akureyrarstofu,
segir þetta sameiginlega niður-
stöðu bæjaryfirvalda, skátanna og
annarra hagsmunaaðila í verslun-
ar- og þjónustugeiranum.
„Það er neyðarráðstöfun að
grípa til aldurstakmarkana. Við
teljum það óþarfa núna þó að það
hafi verið nauðsynlegt í fyrra eftir
ástandið sem var á bíladögum þá,“
segir Sigrún Björk Jakobsdóttir,
bæjarstjóri Akureyrar.
Í ár var ekki síður slæmt ástand
í kringum bíladaga og tónlistarhá-
tíðina AIM festival en tæp 300 mál
komu til kasta lögreglu um þá
helgi og meðal annars skapaðist
hættuástand þegar skoteldum var
beint að lögreglu.
Sigrún Björk sagði í fjölmiðlum
á dögunum að ástandið hefði verið
betra á tjaldsvæðunum vegna
hærri aldurstakmarka.
Engu síður verða engar tak-
markanir um verslunarmanna-
helgina nú. „Við vonum að fólk
sem komi á hátíðina geti borið
ábyrgð á sjálfu sér og foreldrar á
börnum sínum,“ segir Sigrún.
- ges
Tjaldsvæði á Akureyri verða öllum opin um verslunarmannahelgina:
Ekki aldurstakmark á Akureyri
ÚTIHÁTÍÐ Þessi sprelligosi finnur sig vel
á útihátíð, eins og aðrir slíkir. Myndin er
ekki tengd fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR