Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 22
22 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
U
pp
hæ
ð
Ár
27
.0
00
32
.4
60
25
.2
00
32
.4
60
34
.2
24
2000 2002 2004 2006 2008
Útgjöldin
> Verðþróun afnotagjalda Ríkisútvarpsins frá árinu 2000
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Aukefni í matvæl-
um eru fjölbreytt
að gerð og
uppruna. Þau eru
ýmist framleidd
með efnafræði-
legum aðferðum
eða unnin úr
jurtum eða dýra-
afurðum. Aukefni
eru notuð í margvíslegum tilgangi við
framleiðslu og geymslu matvæla og
eru flokkuð eftir tilgangi notkunar í
rotvarnarefni, litarefni, þykkingarefni
og fleiri flokka. Rotvarnarefni eiga
þátt í að gera matvæli öruggari til
neyslu, litarefnin gefa matvælum
lit og þykkingarefni gefa sósum og
sultum sína réttu áferð.
Aukefni eiga alltaf að vera merkt á
umbúðum matvæla þannig að heiti
flokksins komi fram og síðan á ann-
aðhvort E-númer eða heiti aukefnis
að fylgja. Dæmi: litarefni (karmín),
eða litarefni (E-120).
Um notkun aukefna í matvæli á
Íslandi gilda ákveðnar reglur, þær
sömu og hjá Evrópusambandinu.
Reglurnar segja til um í hvaða
matvæli má nota hvaða aukefni og
í hve miklu magni. Öll aukefni þurfa
að gangast undir áhættumat og fá
viðurkenningu Evrópusambandsins
til að mega notast í matvæli. Þegar
gengið hefur verið úr skugga
um að efni séu örugg
fá þau E-númer.
Áhættumatið er
gert hjá Matvæla-
öryggisstofnun
Evrópu. Sum efni eru
leyfð án takmark-
ana í flest matvæli
meðan önnur eru
háð ströngum skilyrð-
um sem takmarka notkun
þeirra. Hámarksnotkun aukefna mið-
ast við svokallað daglegt neyslugildi
(e. ADI) það er ákveðið magn efnisins
á hvert kg líkamsþunga. Þetta er það
magn sem einstaklingur getur innbyrt
daglega alla ævi án þess að hætta
stafi af. Ofnæmi er undanskilið í því
mati. Til þess að kanna hvort neysla
efnanna er innan marka þarf að gera
neyslukannanir til þess að finna út
hve mikil neysla er á matvælum sem
innihalda aukefnin. Þannig var neysla
sætuefnanna aspartams, sýklamats
og asesúlfam-k könnuð hér á landi
árið 2002 og þá kom í ljós að meðal-
neysla þeirra er langt innan daglegra
neyslugilda.
Ákveðnar reglur gilda um hvaða
aukefni má selja í verslunum til
heimilisnota. Litarefnin í matarlit og
lyftiefnin lyftiduft og matarsódi eru
vel þekkt. Við hlaup- og sultugerð
er oft notað pektín eða agar. Allt
eru þetta aukefni. Stundum er þó
lítill munur á matvælum og því sem
flokkað er sem aukefni og er það af
sögulegum ástæðum. Þannig telst
matarlím (gelatín) ekki vera aukefni,
en agar sem virkar eins í matvælum
er aukefni. Einnig er athyglisvert að
salt er í raun notað sem aukefni, en
flokkast ekki þannig. mni.is
MATUR OG NÆRING JÓNÍNA Þ. STEFÁNSDÓTTIR
Aukefni í matvælum
SÆTUEFNI Með-
alneysla er innan
daglegra neyslu-
gilda.
■ Líf Magneudóttir vefritstjóri lumar á
mörgum góðum húsráðum.
„Eitt sinn sagði
kokkur mér að til að
forðast lauk-tár þá
þyrfti hnífurinn að
vera flugbeittur og
laukurinn kaldur. Það
er því gott að skera
lauk sem hefur verið
inni í ísskáp eða kæla hann með
vatni.“ Líf segist einnig luma á ráði
fyrir krana sem drjúpa. Það er sniðugt
að binda snærisspotta við túðuna.
Þannig fara droparnir hljóðlaust í
vaskinn. Þetta ráð á kannski síður
við nútíma Íslendinginn sem myndi
heldur splæsa á sig nýrri pakkningu.
En einfalt og sniðugt samt.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
SKERA KALDAN LAUK
Faxafeni 12, Reykjavík • Glerárgötu 32, Akureyri.
Góðir öndunarjakkar
fyrir sumarið 66north.is / Júlí 2008
Bláfell, dömu jakki
30.000 kr.
15.000 kr.
Askja Light, herra jakki
26.600 kr.
15.960 kr.
Hækkun á eldsneytisverði skilar auknum
tekjum í ríkiskassann. Þrátt fyrir lækkanir
olíufélaganna á bensíni á síðustu dögum
eru þær ekki í samhengi við lækkandi verð
á eldsneyti né gengisþróun.
Þar sem ríkið hefur tekjur af ákveðnu hlutfalli
bensínverðs aukast þær með hækkandi bensínverði.
Á síðasta ári voru tekjur ríkissjóðs af bílum og
umferð um það bil 53 milljarðar króna.
Á töflunni hér til hliðar má sjá hvernig bensín-
lítr inn skiptist á sjálfsafgreiðsluverði, þriðjudaginn
8. júlí. Þá var lítraverðið 174,90 krónur. Til ríkisins
renna virðisaukaskattur, bensíngjöld, flutningsjöfn-
unarkostnaður og vörugjald sem gera 44 prósent.
Þrátt fyrir tilmæli Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda hafa gjöld sem lögð eru á bensín ekki lækkað.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir
það vekja athygli að þrátt fyrir að heimsmarkaðs-
verð lækki og krónan styrkist þá virðist olíufélögin
aðeins bæta við verðið. „Sem dæmi má nefna að
síðasta þriðjudag lækkaði bensínverð um tæplega
tvær krónur og hafði undanfarna daga farið
lækkandi. Í júní var heimsmarkaðsverðið á svipuðu
róli og nú en þá var bensínlítrinn á 170,40 krónur í
sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð. Aftur á móti var
lítraverð þriðjudagsins 174,90 krónur.“
Runólfi þykir það athyglisvert hve vel verð fylgist
að hjá olíufélögunum. „Viðskiptahegðun þeirra er
mjög einsleit og mér finnst að það þurfi að taka sam-
keppni á þessum markaði alvarlega til athugunar.“
helgath@frettabladid.is
Skoða þarf samkeppni á
olíumarkaði alvarlega
Yfimaður neytendamála
hjá Evrópusambandinu,
Meglena Kuneva, boðar
breyttar reglur í verslun á
veraldarvefnum.
Kuneva segir frumskóg
flókinna laga koma í veg
fyrir að Evrópubúar noti vef-
verslanir frá öðrum löndum
en þeirra eigin og að nýju
reglurnar eigi að hindra svik
í viðskiptum á vefnum.
Um þriðjungur Evrópu-
búa notar vefinn nú þegar
en enn er lítið um að fólk versli vörur frá öðrum löndum sem Kuneva
segir bæði hagstæðara og eigi að bjóða betra úrval.
Helmingur þeirra kvartana sem Evrópusambandinu berast ár hvert snúast
um vandræði í móttöku keyptrar vöru en í flestum tilfellum skila þær sér ekki.
■ Neytendur
Breyttar Evrópureglur um netverslun
„Verstu kaup sem ég hef gert gerði ég
þegar ég var á Mallorca. Þar keypti ég
mér hvíta og loðna tösku, hún var
eiginlega eins og hvítur kjölturakki. Ég
nefndi hana Dolly í höfuðið á Dolly
Parton en hún líktist bæði söngkon-
unni og klónuðu kindinni. Taskan var
hræðilega ljót og datt fljótt úr tísku svo
ég þurfti að henda henni snarlega.“
Björg segist ekki gera mikið af
slæmum kaupum. „Ég haga mér
eins og hagsýn húsmóðir og
reyni að sýna stillingu í búðum.
Það er einna helst þegar ég er
í útlöndum að skynsemin láti
sig hverfa.“
„Ég kem sterk inn í
góðum kaupum og hef
gaman af því að kaupa
mér nytsamlega hluti. Þar ber hæst
gullsteypt ugla sem er næstum því
í fullri stærð. Hún er ekki aðeins
fallegt listaverk sem sómir sér
vel í hillu heldur er hún er líka
sparibaukur.“ Björg notar spari-
baukinn þegar hún vill fjárfesta
í einhverju sniðugu og kallar
ugluna einkabankann sinn.
Nýlega keypti hún sér
skikkju sem hún kveðst
afar hrifin af. „Hún er
eins konar skikkju-
kyrtill, ef ég þyrfti
að vera alltaf í einni
flík þá yrði hún fyrir
valinu.“
NEYTANDINN: BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS
Taska sem líkist hvítum kjölturakka
Innkaupsverð
á lítra
37,6%
Vörugj.
5,3%Flutningsjöfnun
0,2%
Bensíngj.
18,8%
24,5% vsk.
19,7%
Álagning,
flutningur o.fl.
18,4%
SKIPTING BENSÍNLÍTRA
95 oktan 8. júlí 2008
HEIMILD: FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA
Óheimilt er að auglýsa eða tilkynna um
útsölu eða verðlækkun nema um raun-
verulega verðlækkun sé að ræða. Þetta
kemur fram í lögum um óréttmæta við-
skiptahætti og gagnsæi markaðarins. Einnig
er verslunum skylt að sýna greinilega hvert
upprunalegt verð vörunnar var. Allar vörur
eiga að vera vel merktar á áberandi stað svo
að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það.
■ Verslun
Útsala verður að sýna
fram á verðlækkun