Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 26
26 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Bandaríska rannsóknastofnun-in The Conference Board
hefur um 90 ára skeið séð
fyrirtækjum um allan heim fyrir
hagnýtum upplýsingum um
rekstur og afkomu fyrirtækja og
þjóða. Stofnunin hefur nokkur
undangengin ár fengið hagfræð-
inga í Háskólanum í Groningen í
Hollandi til að taka saman tölur
um vinnustundir í ólíkum löndum
til að geta birt alþjóðlega
sambærilegar tölur um þróun
landsframleiðslu á vinnustund,
öðru nafni vinnuframleiðni, sem
er skásti tiltæki mælikvarðinn á
efnahagsárangur þjóða, afköst og
lífskjör.
Það er vandalaust að meta
framleiðslu á mann: það er gert
með því að taka framleiðsluna úr
þjóðhagsreikningum og deila í
hana með fólksfjöldanum, sem er
auðfundinn á Hagstofunni.
Erfiðara er að reikna landsfram-
leiðslu á hverja vinnustund, þar
eð vinnustundir eru taldar með
ýmsum hætti í ólíkum löndum
(sumir telja til dæmis matartím-
ana með, aðrir ekki). Framlag
hagfræðinganna í Groningen er
að birta samræmdar vinnutíma-
tölur fyrir mörg lönd til að geta
slegið máli á landsframleiðslu á
vinnustund. Nýlega birtu þeir
tölur um 2007.
Hvar stöndum við?
Kaupmáttur landsframleiðslu á
hverja vinnustund á Íslandi 2007
var 36 Bandaríkjadollarar
samkvæmt nýju skýrslunni frá
Groningen á móti 44, 45 og 46
dollurum í Finnlandi, Danmörku
og Svíþjóð og 70 dollurum í
Noregi. Þetta er uppskeran eftir
atgang, raup og rosta síðustu ára.
Bilið milli okkar og hinna virðist
munu breikka á þessu ári og
næsta eins og nú horfir í efna-
hagslífinu.
Þessi niðurstaða þarf ekki að
koma neinum á óvart. Íslendingar
þurfa enn sem fyrr að burðast
með afleiðingar ýmislegrar
óhagkvæmni, sem stjórnvöldum
hefur reynzt um megn eða þau
hafa vanrækt að uppræta:
svimandi hátt matarverð,
himinháa vexti og þannig áfram.
Hátt verð og háir vextir rýra
kaupmátt heimilanna og knýja
launafólk til að vinna myrkranna
á milli til að ná endum saman, og
háir vextir íþyngja einnig
atvinnulífinu.
Þessi slagsíða er þung röksemd
fyrir inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið án frekari tafar. Í
þeim félagsskap yrði Ísland að
taka sér tak eins og ég lýsti í bók
minni Síðustu forvöð 1995.
Of lítil framleiðni
Hvers vegna er vinnuframleiðni
mun minni á Íslandi en annars
staðar um Norðurlönd? Hvers
vegna er hún minni en alls staðar
annars staðar í Vestur-Evrópu
nema í Portúgal? – svo sem sjá
má á krítartöflunni á vefsetrinu
mínu www.hi.is/~gylfason. Til
þessa virðast liggja þrjár
höfuðástæður.
Í fyrsta lagi er fjárfesting hér
of lítil og nýtist of illa. Vinnandi
fólk hefur því ekki nægan
tækjabúnað í höndunum til að
flýta sem mest fyrir sér við vinnu
sína. Þetta stafar öðrum þræði af
því, að húsbyggingar hafa tekið til
sín stóran hluta fjárfestingar og
dregið úr hlut atvinnuveganna í
heildarfjárfestingu. Fjárfesting í
íbúðarhúsnæði og mannvirkjum
hefur tvöfaldazt miðað við
landsframleiðslu frá 1995.
Hlutdeild fjárfestingar í vélum og
tækjum í heildarfjárfestingu
hefur minnkað úr tæpum helm-
ingi 1990 niður í þriðjung 2007 og
dregið úr vinnuframleiðni. Við
þessa slagsíðu bætast gamalgróin
vandamál í sjávarútvegi. Fiski-
skipaflotinn hefur ekki minnkað
að neinu marki, þótt aflinn minnki
ár frá ári – trúlega m.a. vegna
ofveiði, brottkasts og löndunar
fram hjá vigt líkt og annars staðar
í álfunni, ef marka má frásagnir
sjómanna, og vegna djúpstæðs
ágreinings um skiptingu sjávar-
rentunnar og tengdra mannrétt-
indabrota að dómi Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Aflasamdráttur að óbreyttu
fjármagni og vinnuafli þýðir
minni framleiðni í sjávarútvegi.
Í annan stað hafa stjórnvöld
ekki gefið nægan gaum að
mikilvægi menntunar í atvinnulíf-
inu þrátt fyrir auknar fjárveiting-
ar til menntamála síðustu ár.
Gamlar vanrækslusyndir draga
dilk á eftir sér. Hlutfall vinnandi
fólks með framhaldsskólapróf er
fjórðungi lægra hér en í Dan-
mörku. Árslaun kennara voru
tæpum þriðjungi lægri hér en í
Danmörku 2005, segir OECD. Við
þetta bætast aðrar búsifjar, svo
sem þörfin fyrir mikla vinnu til að
ná endum saman í rekstri
heimilanna. Of mikið vinnuálag
virðist líklegt til að draga úr
afköstum og rýra almenn
lífsgæði.
Í þriðja lagi voru ýmsar
efnahagsumbætur á liðnum árum
ekki vel útfærðar. Bankarnir uxu
efnahagslífinu yfir höfuð á
örskotshraða og búa eins og sakir
standa við skert lánstraust
erlendis, enda hafa stjórnvöld
lítið aðhafzt til að tryggja þeim
eðlilegt starfsumhverfi. Íslend-
ingar þurfa enn sem fyrr að gera
sér að góðu mun lakari lífskjör en
Danir. Veizlunni er lokið. Var þér
boðið?
Hverjum var boðið?
UMRÆÐAN
Höskuldur Þórhallsson skrifar um Rík-
isútvarpið
Ákvörðun útvarpsstjóra um að fækka stöðugildum hjá RÚV ohf. í kjölfar rekstr-
arvanda fyrirtækisins er mikið reiðarslag.
Hún mun því miður ekki aðeins lama hið lýð-
ræðis- og menningarlega hlutverk sem Ríkis-
útvarpið gegnir fyrir alla landsmenn heldur
einnig stórskaða hina mikilvægu almanna-
varnaþjónustu sem útvarpinu er ætlað að
sinna. Niðurskurðurinn bitnar því miður ekki aðeins á
hlutverki útvarpsins fyrir landsmenn alla heldur
kemur hann verst niður á fréttastofum á landsbyggð-
inni þar sem hlutfallslega fleirum var sagt upp.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki hefði verið
hægt að fara í aðrar aðgerðir en að segja upp starfs-
mönnum fyrirtækisins. Það er einnig með öllu óskilj-
anlegt af hverju helmingur þeirra átta starfsmanna
sem sagt var upp hafi verið staðsettir á Vestfjörðum,
Egilsstöðum og á Akureyri.
Fyrir nokkrum árum var yfirmaður Rásar 2 færður
til Akureyrar. Það var gríðarleg lyftistöng, ekki bara
fyrir allt Norðurland heldur einnig styrktist menning-
artengd dagskrárgerð rásarinnar til mikilla
muna. Fyrir um ári síðan voru svo gerðar
breytingar í þá veru að yfirmaðurinn var
færður aftur til Reykjavíkur og svæðisút-
vörpin voru lögð niður. Niðurskurðurinn er
því ekki bara reiðarslag fyrir þessi svæði
heldur einnig röð markvissra aðgerða sem
hafa orðið til þess að lama fréttaflutning og
dagskrárgerð frá landshlutunum. Smæð
fréttastofanna ein og sér mun gera það að
verkum að mun erfiðara verður að halda uppi
jafn öflugri starfsemi og verið hefur.
Framsóknarflokkurinn stóð vörð um Ríkis-
útvarpið á því tólf ára tímabili sem flokkurinn sat í
stjórn með Sjálfstæðismönnum og gerir enn. Undir
lok þess tíma myndaðist þjóðarsátt um að RÚV yrði
gert að opinberu hlutafélagi gegn því loforði að það
yrði um leið eflt og sinnti hlutverki sínu enn betur en
það hafði áður gert. Sjálfstæðismenn hafa nú með öllu
svikið þau loforð. Það hryggilega í þessu öllu saman
er hins vegar að þrátt fyrir yfirlýsingar um allt annað
skuli Samfylkingin taka þátt í að veikja og gera út af
við þessa mikilvægu menningarlegu kjölfestu sem
Ríkisútvarpið hefur verið fyrir alla landsmenn.
Höfundur er alþingismaður.
Loforð um eflingu RÚV svikin
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
Framleiðni á ÍslandiÍ DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Ó
ræðar niðurstöður og yfirborðsfjas ráðamanna helstu
iðnríkja heims sem funduðu undan ströndum Japans
fyrr í vikunni eru ekki upplífgandi. Í nýhafinni fjár-
magnskreppu sem teygir sig til allra markaða eru
höfðingjarnir tvístígandi. Fundurinn skilaði ekki neinu.
Hluti fjármagnskreppunnar er vaxandi eftirspurn á eldsneyti. Hin
áttavilltu stórveldi héldu öðrum stórum og vaxandi iðnríkjum utan
við garð: Indlandi, Kína, Mexíkó og fleiri vaxandi efnahagsveld-
um. Fulltrúar hinna gömlu heimsvelda telja sig enn hafa kontról
á hvernig heimurinn veltist. Þegar að því kemur að ganga verður
frá nýjum loftslagssamningi í Kaupmannahöfn í árslok 2009 verð-
um við líkast til ögn nær því að vita hvort kreppan er viðvarandi
ástand.
Kemur okkur þetta við? Víst getum við sjálf lagt af bensín- og
olíusóun í of stórum bílaflota okkar. Neyðumst víst til þess. Ný
vinnslusvæði sem áður voru vandunnin verða brátt komin nær
nýtingu. Þótt slái á velferð hinna stóru millistétta Indlands og
Kína sem trúa á einkabílismann rétt eins og við verður eldsneyti
áfram dýrt. Hátt verð hefur valdið því að stórum hluta fiskveiði-
flota Suður-Evrópu og Japans hefur verið lagt. Ferðamannaiðn-
aður heima og heiman verður í þrengingum á næstu árum; þótt
vanabundin ferðalög almennings í leyfum verði seint aflögð mun
draga verulega úr þeim. Enda er það krafa þróunarríkja þriðja
heimsins sem rísa nú hratt úr örbirgð nýlendutíma að hinir ríku
herði fyrst ólina. Sú krafa er ekki studd sögulegum rökum heldur
praktík: það er auðveldara fyrir þá sem hafa allt að spara en hina
sem hafa miklu miklu minna.
Það fár sem sprottið er upp í efnahagslífi heimsins snertir okkur
því beint. En víða neita menn að horfast í augu við raunveruleik-
ann: í dag hefjast viðræður á þingi Evrópusambandsins um aðgerð-
ir til viðhalds fiskveiðiflota bandalagsins. Þar þora menn ekki að
taka á rányrkju á öllum þekktum miðum bandalagsþjóðanna frá
stríðslokum. Áfram skal haldið niðurgreiðslum á feigum atvinnu-
rekstri sem hefur mergsogið miðin og vill halda áfram glórulausri
eyðileggingu allra ætra stofna og óætra. Skammtímahagnaður er
settur ofar langtímahagsmunum.
Við þekkjum þær raddir. Vaxandi olíuverð mun setja svip á öll
rök útgerðarinnar næstu misseri. Orkuverð mun torvelda sjósókn.
Raddir útgerða hér og innan Evrópusambandsins eru samhljóma:
veitt skal áfram meðan branda fæst úr sjó, botninn skrapaður þar
til hann verður orðinn jafnslétta sem leyfir hvergi got. Athyglis-
verðast í þessum tillögum er kunnuglegt bragð til verndar uppeld-
isslóð sem ýmsar þjóðir, eins og Taílendingar, hafa gripið til: að
sökkva úreltum skipum skipulega til að mynda banka svo styrkja
megi gotsvæði.
Eru okkar stjórnvöld eitthvað megnugri að takast á við þenn-
an stóra vanda sem ofneysla hefur komið okkur í? Yfirborðsfjas
eða þögn og óljós leiðsögn einkennir nú íslensk stjórnmál. Og efst
virðist sú tilhneiging að bjóða skammtímalausnir. Okkar jakka-
klæddu menn og dragtdregnu hirðdömur eru rétt eins og G8-liðið,
ráðalaus og fljóta áfram í átt að ósi síns pólitíska lífs.
Ráðaleysi í gróandanum:
Orkan og
skorturinn
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
BYLGJAN BER AF
Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu
1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.
Jón mótmælandi
Jón Magnússon segist óhress út í
umsjónarmann vefs Frjálslynda flokks-
ins fyrir að birta þar í óleyfi túlkanir
Jóns á fundi allsherjarnefndar um mál
Keníumannsins Pauls Ramses. Þar
kom fram að Jón teldi málsmeðferð
Ramses hafa verið í samræmi við
venjur og lög og að ekkert lægi fyrir
um pólitísk afskipti hans í Keníu. Þá
var Jón sagður halda fram að
vafi léki á um hvort Ramses
ætti ættingja hér á landi. Jón
lét sig hins vegar ekki muna
um að mæta í mótmæli fyrir
framan dómsmálaráðuneytið
á þriðjudagsmorgun – þó ekki
til að mótmæla heldur
til að „kynna sér
málið frá öllum
hliðum“.
Sigurjón tilfinningasami
Flokksbróðir Jóns, Sigurjón Þórðar-
son, vill meina að mál Pauls Ramses
hafi verið rekið á tilfinningasömum
nótum og á bloggsíðu sinni varar
hann við fréttaflutningi af málinu;
fjölmiðlar hafi jú „borið á höndum
sér“ menn á borð við Kio Briggs, sem
ákærður var fyrir fíkniefnainnflutning
á sínum tíma, og Premyslaw Plank,
sem var framseldur til Póllands
vegna gruns um að hafa myrt
mann með sveðju. Það er skrýtin
afstaða að finna að tilfinninga-
sömum málflutningi en í sömu
andrá draga pólitískan hælisleit-
anda í dilk með sakfelldum og
grunuðum glæpamönn-
um.
Stuðningur í tvísýnu
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sagði á mótmæla-
fundi í gær að hún myndi hætta að
styðja ríkisstjórnina ef ákvörðun um
brottvikningu Pauls Ramses yrði ekki
snúið við. Vonast hún til að fleiri
myndu fylgja fordæmi hennar. Engin
ástæða er til að efast um að Björk sé
ekki full alvara. Hún hefur snúið baki
við stjórnmálahreyfingum
af minni ástæðum, til
dæmis gekk hún úr
Vinstri grænum og í
Samfylkinguna eftir að
hún hlaut ekki brautar-
gengi í prófkjöri VG.
bergsteinn@
frettabladid.is