Fréttablaðið - 10.07.2008, Page 30

Fréttablaðið - 10.07.2008, Page 30
[ ]Gallabuxur eiga það til að upplitast. Þú getur komið í veg fyrir það með því að leggja gallabuxurnar í bleyti, bæta út í fjórar matskeiðar af ediki og láta þær liggja í hálfa klst. Þvoið þær síðan, edik heldur litnum í efninu. Aðeins ellefu tískuhús hafa leyfi til að nefna fatnað sinn hátískufatnað. Franska hugtakið „haute couture“ þýðir hátíska og vísar til sérsaumaðs tískuklæðnaðar. Alvöru hátískufatnað- ur er búinn til eftir pöntun frá kúnnanum, gerður úr rándýru hágæðaefni og handsaumaður með áherslu á hin minnstu smáatriði. Haute couture er lögverndað heiti í Frakklandi og skilyrð- in sem tískuhús þurfa að uppfylla til að geta sett þennan gæða- stimpil á fötin sín eru ákvörðuð af nefnd í París. Samtals ellefu tísku- hús hafa formlegt leyfi til að bera heitið en meðal skilyrða má nefna að fötin séu hönnuð og sérsaumuð á hvern kúnna, að tískuhúsið sé með vinnustofu í París og að tvisvar á ári sé sýning haldin í París með 35 flíkum hið minnsta, bæði vetrarlínu og sumarlínu. Yfirleitt er lítið selt af hátískufatnaðinum og er tilgangur hans helst að upphefja orðstír tískuhússins. Því hafa margir hönnuðir þurft að falla frá hátískulínu sinni. Haust- og vetrarlínan fyrir 2008/9 var sýnd á tískuviku í París á dög- unum en þar tefldu hönnuðir fram mjög ólíkri hönnun eins og sjá má á myndunum. mariathora@frettabladid.is Sérsaumuð hátíska Christian Lacroix var undir áhrifum frá Viktoríutímanum. Hönnun Christian Lacroix var íburðar- mikil og glæsileg. Fallegur kjóll frá Christian Dior. Það var fimmta- áratugar- stemning á sýningu Christian Dior. Gráir tónar voru áber- andi hjá Chanel. ENN LÆKKA VERÐIN ÚTSALA SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar N O R D IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.