Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 40
 10. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● suðurland Núpsstaður er vestan Skeiðar- ársands í um 370 kílómetra fjar- lægð frá Reykjavík. Þar eru gömul bæjarhús og þykir bæna- húsið einna merkilegast, sem er eitt af örfáum torfkirkjum sem eru ennþá til á Íslandi. Það er að stofni til frá 17. öld og er nú í umsjá þjóðminjavarðar. Þjóðminjasafnið hóf vinnu við varðveislu muna í gömlu hús- unum við Núpsstað árið 2006 og munu þeir verða gerðir upp á næstu árum. Fyrir ofan bæinn á Núpsstað er hrikalegt hamrabelti sem mynd- ar turna og alls konar spírur sem gnæfa upp í loft. Einn af þessum dröngum kall- ast Hella og segir sagan að hann muni einhvern tíma hrynja yfir bæinn á Núpsstað. Þess má geta að bændur sem bjuggu á Núpsstað hér á öldum áður fylgdu ferðamönnum yfir vötnin og sandinn þegar farið var yfir hann á hestum. Heimildir: www.nat.is, www. klaustur.is og www.south.is. - mmf Torfkirkjan á Núpsstað Hugmyndir eru uppi um að setja á laggirnar bátasafn í Þorláks- höfn. Menningarnefnd Ölfuss hafa borist tilboð vegna hönnun- ar þess. Bæjarstjórn tók fyrir er- indi frá nefndinni í júlíbyrjun, þar sem óskað var eftir áframhaldandi vinnu við undirbúning safnsins. „Þetta er safn báta sem Þjóð- minjasafnið á og liggja við Vest- urvör í Kópavogi og eru í geymslu þar. Þar liggja bátarnir raunveru- lega í niðurníðslu. Við vorum að bjóða okkur fram til að leysa þetta mál með Þjóðminjasafninu og rík- inu,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss. „Þetta eru gamlir bátar sem Þjóðminjasafnið er búið að safna saman frá um 1800. Við erum að bjóðast til að gera bátana upp og koma þeim í sýningarhæft ástand, en við gerum það ekki nema ríkið komi að því, því bátasafnið er auð- vitað hluti af Þjóðminjasafninu.“ Ólaf Áka dreymir um að hafa safnið í Þorlákshöfn. „Þorlákshöfn er byggð í kringum sjávarútveg og því dæmigert sjávarþorp. Ég tel að bátasafnið eigi vel heima á Þorlákshöfn.“ - stp Bátasafn opnað í Þorlákshöfn Ölfushreppur hefur boðist til að gera bátana upp og koma þeim í sýningar- hæft ástand. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norður-Vík var eitt sinn reisulegt býli en þjónar nú hlutverki far- fuglaheimilis í Vík í Mýrdal sem kallast Norður-Vík. Húsið er stórt og reisulegt og stendur ofarlega í Norður- Víkurtúni rétt norðan þorpsins. Þaðan er fallegt útsýni yfir byggð- ina og hafið. Hægt er að fá bæði uppbúin rúm eða svefnpokapláss og morgunmat. Annars er gesta- eldhús þar sem gestir geta eldað sjálfir og setustofa sem þeir hafa aðgang að. Stutt er í alla þjónustu og hefur farfuglaheimilið hlotið góða dóma víða á netinu fyrir góða þjónustu og sanngjarnt verðlag. Í Vík og nágrenni eru mörg skemmtileg svæði og náttúruperl- ur sem vert er að skoða. - hs Notalegt í Norður-Vík Norður-Vík er reisulegt hús. MYND/MICHI.F Bænahúsið er eitt af fáum torfkirkjum sem enn eru til á Íslandi. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VILH ELM Hoppaðu upp í næstu rútu Kynnisferða og skelltu þér í ógleymanlega ævintýraferð í Þórsmörk. Upplýsingar um brottfararstaði og tíma má finna á www.re.is. Á vegum Kynnisferða eru áætlunar- og hópferðir í Þórsmörk. Auk þess bjóða Kynnisferðir upp á leiðsögn, gistingu, léttar veitingar og veisluþjónustu. Skildu bílinn eftir og komdu með okkur í Þórsmörk. Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum Íslands umlukin fjöllum, jöklum og jökulám. Skógi vaxið landsvæðið býður upp á einstaka veðursæld. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! SKEMMTILEGAR SUMARFERÐIR Í ÞÓRSMÖRK BSÍ / 101 Reykjavík / Sími 562-1011 / main@re.is / www.re.is Ferðir daglega 15/6-14/9 Hópferðir eftir pöntunum Frábær gistiaðstaða og þjónusta í Húsadal í Þórsmörk. Ferðir fyrir Íslendinga í einstaka náttúruparadís SUMARFERÐIR Í ÞÓRSMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.