Fréttablaðið - 10.07.2008, Side 54

Fréttablaðið - 10.07.2008, Side 54
34 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kafka-fræðimenn víða um heim hugsa sér gott til glóðarinnar um þessar mundir þar sem allt bendir til þess að senn muni líta dagsins ljós skjöl sem rithöfundurinn lét eftir sig þegar hann lést úr berklum árið 1924 og hafa ekki verið aðgengileg síðan. Kafka var aðeins 41 árs þegar hann lést, en hann lét vini sínum, Max Brod, eftir allar eigur sínar. Þrátt fyrir að Kafka hafi skilið eftir mjög skýr fyrirmæli um að handrit sín skyldu brennd að sér látnum gerði Brod sér grein fyrir verðmæti þeirra og gekk því gegn þessum óskum vinar síns. Brod bjó í Prag framan af, en á árum síðari heims- styrjaldarinnar flúði hann til Palestínu, síðar Ísrael, og bjó þar það sem eftir lifði ævinn- ar. Brod lést árið 1968, en hann ánafnaði einkaritara sínum og ástkonu, Esther Hoffe, Kafka-skjölin sem hann geymdi í lúinni ferðatösku. Hoffe hefur alla tíð síðan neitað að láta skjölin af hendi og látið öll rök um menningarlegt gildi þeirra sér sem vind um eyru þjóta. Hún lést á dögunum, 101 árs að aldri, og eru örlög Kafka-skjalanna því nú í höndum dætra hennar, en yfirvöld í Tel Avív hafa gefið fjölmiðlum til kynna að dæturnar séu samningsfúsari en móðirin. Margir fræðimenn óttast að ástand skjalanna sé afar bágborið þar sem þau hafa verið geymd á heimili Hoffe í Tel Avív í fjörutíu ár, en í borginni er raka- og hitastig almennt mjög hátt og umhverfið því óvinveitt gömlum og viðkvæmum pappírum. Að auki hélt Hoffe fjöldann allan af hundum og köttum sem gætu vel hafa gert ástand pappíranna enn verra. Því bíða Kafka-aðdáendur um allan heim nú spenntir fregna af frelsun skjalanna og ástandi þeirra, enda er aldrei að vita hvaða gullmolar gætu leynst í bunkanum. - vþ Skjöl Kafka koma í ljós FRANZ KAFKA Fræðimenn mega vart vart vatni halda yfir tilhugsuninni um að komast í skjöl hans og handrit. Píanóleikaranir knáu Arnhildur Valgarðsdóttir og Ástríður Har- aldsdóttir munu leika fjórhent á píanó á Gljúfrasteini næstkom- andi sunnudag kl. 16. Á efnis- skránni eru verk eftir Grieg, Brahms, Rubinstein og íslenska tónskáldið Hildigunni Rúnarsdótt- ur, en hún samdi verk sitt, Sjóræn- ingjapolka, sérstaklega fyrir þær Arnhildi og Ástríði. Arnhildur og Ástríður hófu að spila saman er þær spiluðu undir fjórhent á píanó hjá kvennakórn- um Vox feminae þegar kórinn flutti Liebesliederwalzer árið 2002. Síðan hafa þær leikið saman fjórhent við ýmis tækifæri; þær hafa meðal annars tvisvar komið fram á kennaratónleikum Suzuki- tónlistarskólans í Reykjavík og haldið tónleika fyrir nemendur í Norræna húsinu. Rétt er að vekja athygli á því að á sunnudag er hinn íslenski safnadagur og af þeim sökum er ókeypis á tónleikana og safnið allan daginn. - vþ Fjórhent á Gljúfrasteini ARNHILDUR VALGARÐSDÓTTIR OG ÁSTRÍÐUR HARALDSDÓTTIR Þær leika fjórhent á píanó, geri aðrir betur. BAKPOKAR Miki› úrval af bakpokum frá Karrimor og Aztec Sumari› er tíminn... SÓLGLERAUGU Ver› kr. 2.995 HÖFU‹KLÚTAR kr. 1.395 ALPARNIR Íslensku Faxafeni 8 ¥ 108 Reykjav k ¥ S mi 534 2727 ¥ e-mail : alparnir@alparnir. is ¥ www.alparnir. is GÖNGUBUXUR Ver› frá kr. 6.995 Stær›i r 42-48 Kr. 19.9 95 Stær›i r 36-43 Kr. 18.9 95 Stær›i r 36-48 Kr. 17.9 95 Frábær t ver› á göngu skóm MIKI‹ ÚRVAL AF: - POTTASETTUM -PRÍMUSUM -D†NUM OG Ö‹RUM FYLGIHLUTUM Í FER‹ALAGI‹ STRETCH JAKKAR Ver› frá 12.995 kr. 3.995 kr. 4.995 BARNAPOKI 100 cm KRAKKAPOKI 130 cm Frá kr. 6.995 FULLOR‹INSPOKI Frábær ver›, frábær kaup... CORDOBA 5 manna tjald, Kr. 25.995 6 manna tjald, Kr. 19.995 Tjöldin a› klárast... Tilbo› Panther 60 - 70L Ver› frá 16.995 *Flug aðra leiðina með sköttum. Í Shaftesbury Theatre er sæti fyrir þig. Ítalskur meistara- kokkur við Duke Street hefur lagt á borð fyrir þig. Það er beðið eftir þér í Notting Hill. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til London, í helgarferð eða í sumarleyfi. Lífvörður drottningar hefur æ vaktaskipti síðan á 19. öld og menn ski ekkert í hvers vegna þú skulir ekki hafa látið sjá þig ennþá. M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHE FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI Kl. 17 Breski myndlistarmaðurinn Hamish Fulton opnar sýningu sína í Gallerí i8, Klapparstíg 33, í dag kl. 17. Á sýningunni má sjá verk sem Fulton hefur unnið í tengslum við gönguferð sína um Ísland nú í lok júní og byrjun júlí, en Fulton hefur áður gengið um fjölmörg lönd og unnið texta og myndir út frá gönguferðum sínum. Borgarbókasafnið í Reykjavík hefur um nokkurra ára bil boðið borgarbúum og nærsveitamönn- um upp á kvöldgöngur með bók- menntalegu ívafi. Þá hefur safn- ið bætt við og leggur í gönguferðir fyrir enskumæl- andi og enskuskiljandi gesti síðan 2003 í júlí og ágústmánuði. Eru göngurnar vikulega á fimmtudagskvöldum og lagt upp frá aðalsafninu í Grófinni. Mark- miðið er að kynna íslenskar bók- menntir fyrir erlendum göngu- gestum, hvort sem þeir eru ferðamenn eða búsettir hér á landi. Göngurnar eru framlag Borgarbókasafnins til menning- arlegrar ferðaþjónustu, með sérstakri áherslu á að kynna borgina í ljósi bókmennta og sögu. Alltaf er um sömu göngu að ræða, þ.e. hvert sumar er dag- skrá göngunnar eins frá viku til viku. Tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Leiðsögu- maður er Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og með henni er bandarískur leikari sem búsettur er á Íslandi, Dar- ren Foreman, en hann fer með textana sem kynntir eru í göng- unni. Gestgjafar hér á landi ættu að benda gestum sínum á þessa vikulegu dægrastyttingu sem opnar gestkomandi nýjan glugga og sýn í samfélagið hér við Vík- ina. - pbb Gönguferðir á ensku MENNING Úlfhildur Dagsdóttir leiðir erlenda gesti um Kvosina í Reykjavík og kynnir þeim bókmenntaarfinn á ensku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.