Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 35 Fjórir listamenn starfrækja saman vinnustofur vestur í bæ í gömlu fiskigeymslu- húsi. Í síðustu viku opnuðu þau sýningu á verkum sínum í húsinu í sýningarsal sem þau kalla Él. Sýningin hlaut aftur á móti nafnið Aliance og má á henni sjá verk eftir þau Þórunni Björnsdóttur, Þórönnu Dögg Björnsdóttur, Viðar Þór Guðmundsson og Friðrik Örn Hjaltested. Þó svo að þau eigi öll vinnustofur í sama húsinu er nálg- un þeirra á listina afar ólík; Viðar sýnir málverk og Friðrik ljós- myndir, en Þórunn og Þóranna sýna báðar verk sem blanda saman tónlist og myndlist. „Húsnæðið er í raun ástæðan fyrir þessari sýningu,“ segir Þór- anna. „Það hefur farið talsverð vinna í að gera það upp og okkur langaði til þess að nýta þessa aðstöðu sem við höfum hér til þess að sýna afrakstur vinnu okkar.“ Sýningin er sett upp á heldur óhefðbundinn hátt þar sem hún einskorðast ekki við tiltekinn sýn- ingarsal heldur dreifir úr sér. Þannig sýna þau Þóranna, Viðar og Friðrik verk sín í salnum Él, en verk Þórunnar er sett upp í hús- gagnaversluninni Saltfélaginu sem er í sama húsi. Jafnframt er opið upp á aðra hæð hússins þar sem listamennirnir eru með vinnu- stofur sínar, en þar geta gestir kynnt sér það sköpunarferli sem liggur að baki myndlist fjórmenn- inganna. Húsnæðið sjálft er friðað og segir Þóranna anda liðinna tíma svífa þar yfir vötnum. „Hér var fyrst fiskigeymsla og svo var húsið notað undir ýmsa iðnaðar- starfsemi og það ber þess líka aug- ljós merki; langir kæligangar og teinar í gólfum. En það hentar okkur engu að síður afar vel sem bæði vinnu- og sýningarrými, enda er hér nóg pláss.“ Sýningin Aliance stendur til 31. júlí og segir Þóranna að möguleiki sé á því að fleiri sýningar verði settar upp í Él þegar fram líða stundir. Áhugafólk um myndlist getur heimsótt sýningarsalinn Él að Grandagarði 2, en hægt er að ganga inn í hann í gegn um versl- unina Saltfélagið. vigdis@frettabladid.is Myndlist í fiskigeymslu UNNIÐ Í FISKIGEYMSLU Sýningin Aliance stendur yfir til loka mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Myndlistarkonurnar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Álfheiður Ólafsdóttir opna sýninguna Vorgöngu í Salt- fisksetrinu í Grindavík á laug- ardag kl. 14. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin daglega á milli kl. 11 og 18. Heimilis- legur tónn verður sleginn á sjálfri opnuninni þar sem Álf- heiður og Anna Sigríður munu bjóða sýningargestum upp á heimabakaðar hveitikökur með hangikjöti og osti. Anna Sigríður er mynd- höggvari og hefur unnið við myndlist síðastliðin tuttugu ár eftir að námi lauk. Hún stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI, Akademie voor beeldende kunst, í Hollandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Álfheiður er starfandi myndlistamaður og rekur galleríið Art-Iceland. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1990 og hefur unnið við myndlist- artengd störf síðan. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gaf út barnabókina Grím- ur og sækýrnar árið 2000, þar sem hún er höfundur mynda og texta. Sýningin Vorganga er unnin eftir samnefndu ljóði eftir bróður hennar Jón Ólafsson. Sýningin er til minningar um hennar trygga bróður, en hann lést 24. júní síðastliðinn. - vþ Vorganga um hásumar ÍSLENSK NÁTTÚRA Verk eftir Álfheiði Ólafsdóttur. Tónlistarhátíðin í Skálholti held- ur áfram með glæsilegu tón- leikahaldi. Sönghópurinn Hljóm- eyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Nátt- söngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson, en eins og lesendur Fréttablaðsins muna væntanlega stýrði hann söngvurunum til sig- urs í kórakeppni í Frakklandi nú í vor. Tónleikarnir eru tvískiptir og eftir hlé mun þýski Ishum-kvart- ettinn flytja strengjakvartett eftir Giuseppe Verdi. Ishum- kvartettinn skipa Lisa Immer og Elfa Rún Kristinsdóttir á fiðlur, Adam Römer á víólu og Michael Römer á selló. Staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti að þessu sinni er Sveinn Lúðvík Björnsson, en á laugardag kl. 14 flytja Ishum- kvartettinn, Hljómeyki, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleik- ari og Sigurður Halldórsson sell- óleikari nokkur verk eftir Svein, en jafnframt verður frumflutt nýtt verk sem nefnist Missa brevis. Seinna sama dag, kl. 17, leikur Ishum-kvartettinn verk eftir Luigi Boccherini, Giovanni Sollima og W.A. Mozart. Á sunnudag kl. 15 kemur Ishum-kvartettinni enn einu sinni fram og leikur þá tónlist eftir W.A. Mozart, Heinz Hollig er og Ludwig van Beethoven. Missa brevis verður svo endurflutt í guðsþjónustu í kirkjunni kl. 17 á sunnudag. - vþ Náttsöngvar í Skálholti SKÁLHOLTSKIRKJA Hýsir áhugaverða tónleika í kvöld og um helgina. + Bókaðu flug á www.icelandair.is * æft lja Ó EN ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 29 64 0 7 2 0 0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ gullsmiðjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.